Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 12

Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður „Búbbi“ Jónsson, eigandi fyrirtækisins Aurora Arktika á Ísa- firði, keypti nýlega aðra skútu, Bör, og fer í fyrstu ferðina á henni með farþega á mánudag, erlenda ferða- menn sem ætla að renna sér á skíð- um á Hornströndum í um viku. Sigurður er skipatæknifræð- ingur, teiknaði og smíðaði skip áður, átti skútu og fór á henni í skíðaferð- ir, fjallgöngur og fleira í frístundum. „Fyrir um tíu árum ákvað ég að bjóða öðrum upp á tækifæri til þess að vera með mér í þessum leikara- skap og stofnaði fyrirtækið,“ segir hann. Aurora Arktika hefur gert út Auroru, 60 feta 12 manna skútu, og boðið upp á skíðaferðir í Jökulfirði síðvetrar og á vorin og ferðir um sama svæði, Jan Mayen og Austur- Grænland á sumrin. Stystu ferð- irnar standa yfir í viku en yfirleitt er um lengri ferðir að ræða. Siglingin sem slík er ekki aðalatriðið heldur útilegan, að sögn Sigurðar. „Fyrir mér eru skúturnar færanlegir fjalla- kofar til þess að fara á skemmtilega staði þar sem hægt er að vera úti og leika sér,“ segir hann. Mikill áhugi Reksturinn hefur gengið vel. Sigurður segir að nánast sé upp- bókað fyrir einn bát þetta árið. „Ég hef reynt að fara rólega í þetta og farþegum hefur fjölgað smátt og smátt,“ segir hann. Flestir ferða- mennirnir hafa verið frá Bandaríkj- unum og Kanada en annars alls stað- ar að. Sigurður segir að oft taki hópar bátinn á leigu í ákveðinn tíma og svo séu skipulagðar ferðir fyrir einstaklinga. „En ég veg ekki þungt í þessum milljón túristum,“ áréttar hann. Nýja skútan hefur verið í sigl- ingum við Noreg og tekur 14 manns. Sigurður segir að ekki sé um lúx- usferðir að ræða en samt sé lögð áhersla á góðan aðbúnað, enda sé búið um borð allan tímann. „Við leggjum mikla áherslu á góðan mat og að hafa það notalegt um borð og erum svo úti að leika okkur á daginn, á skíðum á veturna og í gönguferð- um og kajakferðum á sumrin.“ Aurora Arktika á Ísa- firði bætir við skútu Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Skúta Bör kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrradag og fer í fyrstu ferðina eftir helgi.  „Færanlegir fjallakofar til að fara á skemmtilega staði“ Inflúensan hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarnar vik- ur og er álag á Landspítala því orðið mikið vegna þessa, bæði á bráðamóttöku og legudeildum spítalans. „Þeim hefur fjölgað mjög að undanförnu sem greinst hafa með flensu eða leikur grunur á að séu með flensu, en einnig er mikið um upp- og niðurgangspestir,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku Landspítala, og bendir á að fjölmargir sjúklingar séu því nú í einangrun á spítalanum við misgóðar aðstæður. „Við erum núna með allar stofur fullar af fólki sem er í einangrun, en það sem er ólíkt nú samanborið við fyrri tíma er að við vorum í erfiðri stöðu áður en flensan skall á,“ segir hún en nýting legurýma var þá þegar um 100%. „Við erum því í enn meiri vanda með pláss fyrir fólk en undanfarin ár. […] Höfum við meira að segja þurft að leggja fólk fram á gang sem er í einangrun,“ segir Ragna. Leggst þungt á yngra fólk Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins er um mjög skæða inflúensu að ræða og virðist hún leggjast þungt á fólk á aldrinum 15-64 ára. Tvær tegundir inflúensu smitast nú manna á milli og er mælt með notkun veirulyfja, eins konar bremsulyfja, og er gagnsemi þeirra ótvíræð ef meðferð hefst innan 48 klst. khj@mbl.is Skæður inflúensufaraldur herjar nú á landsmenn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það er auðvitað hörmulegt að svona geti gerst og menn eru slegnir yfir þessu í þessu litla samfélagi sem er hér,“ segir Ásgeir Magnússon, sveit- arstjóri í Mýrdalshreppi, í kjölfar þess að maður frá Srí Lanka, búsett- ur á Vík, var handtekinn í fyrradag grunaður um mansal. Leikur grunur á því að hann hafi verið með tvær konur í þrælkunarvinnu í saumastofu á jarðhæð á heimili sínu í miðjum bænum. Maðurinn var úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald síðdegis í gær. Hinn handtekni var undirverktaki fyrir Icewear og í tilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að maðurinn hafi starfað fyrir fyrirtækið sem und- irverktaki en að samningi við hann hafi verið rift. Ásgeir segir að hann hafi þekkt til hins handtekna sem flutti til landsins fyrir 3-4 árum og býr í Vík ásamt eig- inkonu sinni sem einnig er frá Srí Lanka. „Þau hafa rekið fyrirtæki sem eru í þessum prjóna- og saumaskap. Það kom okkur því mjög á óvart að eitthvað svona væri í gangi,“ segir Ásgeir. Þrátt fyrir að samfélagið í Vík sé fámennt hefur hann ekki orðið var við veru meintra þolenda, kvennanna tveggja í bænum. „En það er eðlilegt í ljósi þess að hér er fjölþjóðlegt sam- félag og margir ferðamenn sem fara hér í gegn,“ segir Ásgeir. Samstarf þriggja umdæma Þrjú lögregluembætti stóðu að að- gerðinni. Lögreglan á Suðurlandi, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum. Lögreglu- embættið á Suðurlandi hafði for- göngu í málinu en fékk liðsinni sér- fræðinga í mansalsmálum frá hinum tveimur embættunum. Þorgrímur Óli Guðmundsson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á Suð- urlandi, segir að þetta sé fyrsta man- salsmálið sem komið hefur inn á borð í umdæminu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meintum þolendum hefur verið út- hlutaður réttargæslumaður. Engar upplýsingar fengust um það hvort þær séu með dvalar- eða landvistar- leyfi, eða séu með kennitölu hér á landi. Stendur þeim til boða sálfræði- þjónusta og er málið eftir atvikum á herðum velferðarráðuneytisins eða félagsþjónustu viðkomandi sveitarfé- lags. Til skoðunar í þrjá mánuði Að sögn Gísla Davíðs Karlssonar, lögfræðings Vinnumálastofnunar, hafði verktakafyrirtæki mannsins í Vík verið í skoðun hjá Vinnumála- stofnun síðustu þrjá mánuði. „Þetta fyrirtæki var á radarnum hjá okkur. Það eru þrír mánuðir síðan það datt inn á borðið hjá okkur,“ segir hann í samtali við mbl.is. Samfélagið í Vík er slegið  Úrskurðaður í gæsluvarðhald í man- salsmáli  5 mansalsmál til rannsóknar Saumastofa Konurnar voru að störfum í húsi í miðjum bænum. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að reglulega komi upp mál þar sem grunur leikur á mansali. Alla jafna hefur verið um ábendingar að ræða, gjarnan frá stéttarfélögum. Alls voru um 20 mál skoðuð á síðasta ári en fimm þeirra eru til rannsóknar. „Það eru nokkur mál sem hafa verið til skoðunar, en sönnunarbyrði er gjarnan erfið í þessum málum,“ segir Alda Hrönn. „Stundum er það þannig að ef um er að ræða erlent vinnuafl, þá eru þeir einstaklingar gjarnan farnir af landi brott þegar við fáum þessar ábendingar. Því er- um við stundum ekki með eiginlegan þolanda í höndunum. Eins er það gjarnan þannig að þolendur eru mjög háðir kvölurum sínum og vilja ekki aðstoð frá lögreglu,“ segir Alda. Hún segir að um fimm mál séu til rann- sóknar. „Sum eru til rannsóknar, en önnur eru enn opin en í bið þar sem við erum að bíða eftir frekari upplýsingum eða að fylgjast með fram- vindu málanna,“ segir Alda. Fimm mál eru til rannsóknar 20 MANSALSMÁL VORU SKOÐUÐ Á SÍÐASTA ÁRI Alda Hrönn Jó- hannsdóttir Umhverfisvæn áhersla ! lífrænt trjákurl í kattaklósett ........................................... náttúruleg lyktar- og bak- teríueyðing (stóri rauði miðinn) klumpast vel og er 100% niðurbrjótanlegt (rauði miðinn í miðjunni) mhverfisvæn áhersla! LÍFRÆNT TRJÁKURL í kattaklósett Náttúruleg lyktar- og bakteríueyð ing Klumpast ve l og er 100% niðurbrjótan legt, má los a í salerni Mjög hagkv æmt botnlag má vera 4-6 vik ur í kattakló settinu – fyrir dýrin þín Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.