Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 B ra nd en b ur g Ekki laumupokast Breyting á endurvinnslustöðvum. Gerðu öllum auðveldara fyrir og komdumeð blandaða úrganginn í glærum poka Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Ís- lands (NSHÍ) og Stúdentaráð Há- skóla Íslands (SHÍ) hafa opnað nýj- an vef, tengslatorg.hi.is, sem helgaður er atvinnumálum stúdenta við skólann. Nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja ákveðið að taka þátt í verkefninu en yfir 500 stöðugildi bjóðast nemendum n.k. sumar, segir í frétt frá Háskóla Íslands. Þar kemur fram að vefnum sé ætl- að að leiða saman stúdenta og eftir- spurn fyrirtækja og stofnana eftir starfskröftum með sérfræðiþekk- ingu. Þannig sé markmið vefjarins að auðvelda nemendum skólans að finna starf við hæfi annars vegar og fyrirtækjum og stofnunum að ná til nemenda hins vegar. Gert er ráð fyrir því að vefurinn muni stækka og eflast eftir því sem fram líður en fleiri sumarstörf munu bjóðast nemendum strax í upphafi marsmánaðar, m.a. hjá Reykjavík- urborg. Vefurinn er opinn og fyrirtækjum og stofnunum mun áfram bjóðast að sækjast eftir starfskröftum næsta sumar endurgjaldslaust. „Fjölbreytt flóra fyrirtækja sækist nú eftir há- skólanemum allt frá fjármálafyrir- tækjum á borð við Íslandsbanka til stærstu heilbrigðisstofnunar lands- ins, Landspítalans.“ Í upphafi er einkum horft til sum- arstarfa en vefurinn er annars hugs- aður sem alhliða atvinnumiðlun fyrir nemendur Háskóla Íslands. Ávinn- ingur fyrirtækja og stofnana af því að auglýsa laus störf á Tengslatorgi Háskóla Íslands felist fyrst og fremst í þeim mikla mannauði sem skólinn búi yfir. Vefsvæðið nær til allt að 13.000 nemenda í 132 náms- greinum 500 stöðugildi bjóðast nemum  Nýr vefur helgaður atvinnumálum Háskólinn Stúdentum mun bjóðast fjöldi starfa í sumarleyfinu. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nýr búvörusamningur var undirrit- aður í gær, sem gildir frá 2017 til 2026. Útgjöld ríkisins til landbúnað- armála hækka um rúmar níu hundr- uð milljónir árið 2017 en fara síðan stiglækkandi út samningstímann og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins. Viðræður á milli full- trúa bænda og stjórnvalda hafa stað- ið yfir frá því í september á síðasta ári og var markmiðið að sníða galla af gömlu samningunum. Þannig hef- ur töluverð umræða átt sér stað um kvótakerfi í mjólk, m.a. þann kostn- að sem bændur hafa þurft að leggja í kvótakaup. Sú stefna var tekin að fresta um sinn ákvörðun um afnám kvótakerf- isins en almenn atkvæðagreiðsla um málið verður haldin meðal bænda ár- ið 2019 samhliða fyrstu endurskoðun samningsins. Þó verða nokkrar viða- miklar breytingar gerðar strax, meðal annars að frjálst framsal á greiðslumarki verður óheimilt, sem þýðir að þeir sem vilja selja sitt greiðslumark geta nýtt sér það að ríkið innleysi kvótann á fyrirfram ákveðnu verði. Ríkið mun svo bjóða kvótann til sölu á sama verði og munu nýliðar og þeir framleiðendur sem framleitt hafa umfram kvóta njóta forgangs. Í sauðfjársamningi var einnig hægt á afnámi beingreiðslna fyrstu árin auk þess sem tekinn verður upp sérstakur býlisstuðningur. Í garð- yrkjusamningi eru litlar breytingar. Áfram er gert ráð fyrir bein- greiðslum til tómata-, gúrku- og paprikuframleiðslu og niðurgreiðslu á raforku til ræktunar með lýsingu. Samningar skoðaðir tvisvar Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnað- arins og samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar. Gert er ráð fyrir að samningarnir verði teknir til endur- skoðunar tvisvar á samningstíman- um, árin 2019 og 2023. Það er ný- mæli að gildistíminn sé svo langur, en ástæða þess er að með samning- unum er verið að ráðast í umfangs- miklar breytingar á starfsumhverfi landbúnaðarins sem kallar á lang- tímahugsun og hleypa landbúnaðin- um inn í nútímann. Velferð kostar sitt Þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, og Bjarni Benediktsson, efna- hags- og fjármálaráðherra, undirrit- uðu fyrir hönd ríkisins. Ástæður fyrir 900 milljóna króna aukningu eru þær helstar að tímabundið fram- lag vegna innleiðingar á nýjum reglugerðum um velferð dýra hefur mikinn kostnað í för með sér, stuðn- ingur við átak í tengslum við inn- flutning á nýju erfðaefni af hold- anautastofni til að efla framleiðslu og auka gæði á nautakjöti, aukinn stuðningur við lífræna ræktun og framlög til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði. Aukið fé í búvörusamning  Framlag ríkisins til landbúnaðar eykst um 900 milljónir  Samningurinn er til tíu ára  Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins  Landbúnaðurinn fer inn í framtíðina Morgunblaðið/Styrmir Kári Undirskrift Það var glatt á hjalla þegar pennarnir voru dregnir á loft og skrifað undir. Frá vinstri: Gunnar Þor- geirsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sindri Sigurgeirsson, Sigurður Loftsson og Þórarinn Ingi Pétursson. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, var ánægður með samninginn, hann væri sveigjanlegri og með tveimur endurskoðunarákvæðum. „Við erum að gera samninginn sveigjanlegri, meira lif- andi með tveimur endurskoðunum, heimildum til að færa milli liða eftir því hvort er skortur á framleiðslu eða offramleiðsla og einnig að svara því ákalli að hing- að koma tvær milljónir ferðamanna.“ Samningurinn er til tíu ára og verða töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda með tilkomu samn- ingsins en stefnt er að því að leggja af kvótakerfið í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. „Það er markmið að hjálpa til við nýliðun og að hún verði auðveldari. Það gerist með þessu markmiði að hverfa frá því að menn þurfi að kaupa sig inn í greinarnar, bæði í mjólkinni og í greiðslu- markinu í sauðfé.“ Svara ákalli um svanga ferðamenn Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, var ánægður að samningar væru komnir í höfn. „Við erum að þróa okkur til framtíðar og stökkva til nýrra tíma. Upp- leggið í upphafi okkar viðræðna var að gera breytingar og sníða galla af kerfinu. Til þess að geta gert það er tíu ára samningur nauðsynlegur.“ Teknar verða upp gripa- greiðslur í sauðfjárrækt þegar liðið er á samninginn, en á öðru ári hans hefjast greiðslur sem kallast býlisstuðn- ingur og eru sérstaklega ætlaðar til að styðja minni bú. Einnig verður kostur á fjárfestingastuðningi í sauðfjár- rækt og stuðningur við svæði sem eru sérstaklega háð sauðfjárrækt verður aukinn. „Allt verður einfaldara og skýrara og engar aðgangshindranir fyrir nýliða.“ Sindri segir að tillit hafi verið tekið til athugasemda sem bárust. „Það var mikil óánægja en við meðtókum það og gerum ákveðnar breytingar sem við teljum líklegar til að ná sátt. Það er að fresta ákvörðun um að af- nema kvótakerfið sem samningurinn miðast samt við.“ Miðast við að kvótakerfið hverfi Fjárhæðir í rammasamningi nema 1.743 milljónum kr. árið 2017 en enda í 1.516 milljónum kr. árið 2026 við lok samnings. Gerð er hagræðingarkrafa í samningunum sem nemur 0,5% fyrstu 5 ár samninganna en 1% næstu 5 ár á eftir. Þetta á við um alla þætti samninganna nema þá sem lúta að niðurgreiðslu raforku og framlögum til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Heildarútgjöld ríkisins vegna samninganna verða nánast þau sömu í lok samn- ingstímans (á föstu verðlagi) og þau eru nú. Sett er þak á stuðning í alla samningana þannig að enginn framleið- andi getur fengið meira en ákveðið hlutfall af heildarframlögum. Árið 2014 var verðmæti landbúnaðarafurða 51 milljarður kr. en að við- bættri annarri starfsemi 54 milljarðar. Um 4.200 lögbýli eru hér á landi og tæplega 4.000 manns starfandi í landbúnaði, samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands. Þak er sett á stuðning í nýju samningunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.