Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 31

Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Dulúðugt Engu var líkara en að mannvera þessi væri af öðrum heimi þar sem hún hvarf inn í þokuna á Hengilssvæðinu nýlega. Kannski var þetta álfamær eftir allt saman, þó hún sé þessa heims. RAX Það má segja að þorri Íslend- inga sé sammála um nokkra meginþætti samfélagsstólpanna: sjálfstæði Íslendinga, vernd tungunnar, íslenska menningu, jafnræði, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, kristin gildi, mik- ilvægi öflugs atvinnulífs, mann- sæmandi laun og að vel sé hlúð að börnum og öldruðum. Margt orkar þó tvímælis í þessum efn- um eftir því að hvaða hliði menn koma í hverju máli. Það er margt gott í íslenska samfélaginu, en það er líka margt bjagað og víða þarf að spúla dekkið svo um munar. Það er dapurlegt að einn veikasti hlekkur í samfélagsstoðum okkar skuli vera rétt- arkerfið, dómaragengin. Sem blaðamaður í nær aldarfjórðung og alþingismaður í annan aldarfjórðung hef ég ekki komist hjá því að skynja margar misfellurnar og mistökin sem ganga sífellt aftur þótt menn ættu fyrst og fremst að læra af þeim. Mörg stórmenni fyrr og síðar urðu stórmenni vegna mistaka sem þau gerðu en lærðu af; uppfinningamenn, skáld, athafnamenn, siðfræðingar, leiðtogar og ekki síst venjulegt fólk sem lifði af erfiðar aðstæður. Vanvirðing við jafnræðið Það er skelfilegt til þess að vita að íslenska réttarkerfið skuli vera meira og minna morkið af vanvirðingu við jafnræðið, sem er einn mik- ilvægasti hornsteinn lýðræðisins og við mont- um okkur af á tyllidögum. Líklega erum við Íslendingar ekki eins sammála um nokkuð eins og jafnræðið. En í íslenska réttarkerfinu er jafnræðið að öllu jöfnu sett í hakkavél og kylfa ræður kasti. Þegar upp koma mál sem eru talin eiga erindi fyrir dómstóla er það óhugnanlega oft sem algjör tilviljum ræður hverjir eru teknir fyrir og hverjum er sleppt. Kannski eru þetta ekki einu sinni einhlítar geðþóttaákvarðanir. Það skyldi þó ekki vera að skipulögð aðför sé gerð að mönnum, ekki síst athafnamönnum? Jafnvel að mannvonska, græðgi, öfund og illfygli hennar ráði að hverj- um er sótt til þess eins að þjóna refsigleðinni og í engu er byggt á jafnræði né rökum sem ættu að eiga við alla. Í mörgum tilfellum spyr fólk að gefnu tilefni hvers vegna sumir séu teknir fyrir og aðrir ekki. Hvernig má það líka vera að oftar en ekki er niðurstaða hér- aðsdóms og hæstaréttar eins og dagur og nótt? Þeir eiga að miða við sömu leikreglur, sömu lög, eða er kannski einhver lögfræð- ingasamkeppni til staðar óháð staðreyndum og sanngirni? Misnotkun réttarkerfisins Ég hef vakið á því athygli fyrr að íslenska réttar- og dómskerfið sé ekki fyrir Ísland, ekki einu sinni fyrir bananalýðveldi eins og við segjum. Það er fyrir bavíanalýðveldi og þetta eru orð sem einn virtasti hæstaréttarlögmað- ur Íslands lét sér um munn fara. Til að finna dæmi um misnotkun og níðings- skap íslenska réttarkerfisins er nóg að skoða nýleg málaferli gegn einstaklingum sem tengjast „hruninu“. Í hrunadansinum voru íslensku bankarnir að vinna á sömu bylgjulengd og bankar um allan heim. Það fór ekkert á milli mála að óvarlega var farið. Þeir áttu það hins vegar sameiginlegt, forsvarsmenn Kaupþings og ís- lensku þjóðarinnar, að meta stöðuna í lagi daginn fyrir hrunið. Þá hrundi heimurinn. Fjármálakerfi hrundu nefnilega víðar en á Íslandi. Ef stjórnvöld erlendis töldu ástæðu til að höfða sakamál var hins vegar sótt að stofn- ununum sjálfum, bönkum og fjármálafyr- irtækjum, og þau borguðu risafúlgur í sektir. Ef Kaupþingsmönnum og öðrum sem voru að vinna á bylgjulengd alþjóðabankanna hefði tekist það sem þeir ætluðu sér hefðu þeir ver- ið kallaðir hetjur. En þeir lentu í brotöldunni. Hér er sótt að einstaklingum og mannorði þeirra, sem þjónar engum öðrum tilgangi en að svala lágkúrulegum hvötum níðinganna. Hverslags fífl erum við að sitja þegjandi hjá? Myllusteinn Darling Því hefur lítið verið haldið til haga að breska ríkisstjórnin með Brown og Darling réðst að Íslandi og á stærstan þátt í íslenska hruninu með svívirðilegri hryðjuverkaárás. Ráðamenn þessarar þjóðar drulluðu yfir Ís- land fyrir augum alls heimsins og töldust þó vera félagar okkar í NATO þar sem ein þjóð átti að verjast fyrir allar og allar fyrir eina. Ég lagði þá fram tillögu á Alþingi að Íslend- ingar krefðust 10 þúsund milljarða króna greiðslu í skaðabætur frá Bretum fyrir árás þeirra á mannorð Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Þetta eru aðilar sem áttu að verja okkur, samherja sína, en hengdu þess í stað myllustein um háls okkar. Það réð miklu um þróunina sem leiddi til falls Kaupþings á end- anum. Þessar tillögur fengu engar undirtektir en núna, mörgum árum síðar, eru menn að brydda upp á tillögum sama efnis. Seint í rass- inn gripið. Rétt að taka upp mál Svo var farið að handpikka menn til að sækja til saka og niðurstöðuna í því verður aldrei hægt að skilja, að minnsta kosti ekki út frá sjónarmiðum jafnræðis, skynsemi eða sanngirni – hvað þá sannleika. Aulalegasta dæmið í þessu öllu voru mistök í niðurstöðu Hæstaréttar þegar ruglast var á Ólum. Orð Óla nokkurs voru eignuð Ólafi Ólafssyni, orð sem lágu til grundvallar sakfell- ingu í Hæstarétti. Það er mikill munur á Óla Óla og hinum Ólanum. Auðvitað á rétti Óli heimtingu á að endurupptökunefnd fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Allir sem kynna sér gögn málsins án fordóma og sleggjudóma komast að sömu niðurstöðu. Endurupptökunefnd skriplaði á skötunni og hafnaði endurupptöku og setti upp annan leppinn, líklega til þess að verja mistök Hæstaréttar og ekki síst forseta réttarins. Stór hluti þessa máls er meiriháttar klúður. Til að mynda að það er verið að dæma annað mál í Hæstarétti en dæmt var í héraði og með- ferð varna minnir á viðbrenndan biximat, óbrúkleg. Það er því alveg ljóst miðað við jafnræði, skynsemi og sanngirni að Ólafur Ólafsson ætti ekki að vera í fangelsi og sama er að segja um að minnsta kosti flesta fjármálamennina sem sæta sömu meðferð. Bjagað almenningsálit Það er lenska að tala um almenningsálit og fjölmiðlarnir smjaðra og smjaðra, bjaga og bjaga vegna þess að þeir eru í flestum til- fellum meira að selja fréttir en að segja þær. Dómstólar hafa verið að míga utan í þennan ófögnuð og færa dómana í fang einhvers ímyndaðs almenningsálits, geðþótta án raka. Fréttir fjölmiðlanna eru unnar úr álitsgjöfum netmiðlanna, Facebook, Twitter og hvað þessi hroði heitir. Þetta er alltaf sami fámenni hóp- urinn sem hefur aldrei gert neitt nema að vera til leiðinda og ata allt og alla auri. Svo leyfa menn sér að túlka þetta sem almenn- ingsálit og vilja íslensku þjóðarinnar! Hvílík rangtúlkun. Sumir sorpblaðamenn síðustu ára á Íslandi telja sig hafa verið samvisku þjóðarinnar, en þeir eru fyrst og fremst hluti af innra klóaki hennar. Við reynum að lifa það af þótt óþef- urinn af þeim sé okkur stundum um megn. Dómar eiga ekki að byggjast á almennings- áliti eða slúðri. Íslenskir dómstólar hafa verið að skríða í æ ríkari mæli undir þennan óaðl- aðandi pilsfald. Ekki refsiglöð þjóð Íslendingar eru ekki refsiglöð þjóð þó að við séum þekkt fyrir að klípa ekki af skoðunum. Ef það þarf að „refsa“ er hægt að gera það á svo margan annan hátt. Dómur er þyngsta refsingin; mannorðsflökun, fjölskylduharm- leikur, stundum samfélagsslys. Menn sem eru taldir hættulausir öðru fólki eiga hreinlega ekki heima í fangelsi. Ein nótt í fangelsi er hrikalega þung refsing, hvað þá meira. Það getur sá sagt sem hefur þolað. En lykillinn að þessu öllu er að jafnræðis sé gætt. Jafnræðinu má ekki henda út í hafs- auga. Við getum öll þurft að stóla á það sjálf. Eftir Árna Johnsen »Hér er sótt að einstakling- um og mannorði þeirra, sem þjónar engum öðrum tilgangi en að svala lágkúru- legum hvötum níðinganna. Hverslags fífl erum við að sitja þegjandi hjá? Árni Johnsen Er íslenska réttarkerfið brjálað eða forheimskt? Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.