Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 ✝ Páll G. Björns-son fæddist í Garði í Fnjóska- dal, S-Þingeyj- arsýslu, 8. október 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 2. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Garðar Björn Pálsson, f. 4.6. 1899, á Skugga- björgum, Dals- mynni, S-Þingeyjarsýslu, d. 13.8. 1971 á Akureyri, og Kristbjörg Líney Árnadóttir, f. 29.5. 1907, Knarrareyri Flateyjardal, S-Þingeyjar- sýslu, d. 22.10. 1998 á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar Páls bjuggu fyrst að Hofi í Flateyjardal, 1931- 1937, og síðar í Garði, Fnjóskadal. Páll var næstelstur af þremur systkinum, þau eru: Guðlaug Borghildur Garð- arsdóttir, f. 5.6. 1932, d. 12.12. 2015, og Hulda Auður Garðarsdóttir, f. 1.5. 1940. Páll kvæntist 7.7. 1967 Önnu Bjarnarson, f. 13.3. 1940, Reykjavík. Þau skildu 1986. Foreldrar Önnu voru Stefán Bjarnarson, f. 11.7. 1904, Sauðafelli í Dölum, d. 20.3. 1976, og Stefanía Sigurðardóttir, f. 6.1. 1911, og síðar Nestúni 13. Páll ólst upp í Garði í Fnjóskadal og var þar bóndi til 25 ára aldurs en flyst 1961 til Reykjavíkur og hefur nám í Iðnskólanum og lýkur þar prófi í húsasmíði. Páll vann við smíðar hjá byggingafyr- irtækinu Markholti um nokk- urra ára skeið en flytur síðan til Hellu ásamt fjölskyldu sinni og tekur þar við starfi sem framkvæmdastjóri Gler- verksmiðjunnar Samverks í júní 1969 og verður fljótlega einn af eigendum þess og starfar þar þangað til hann fer á eftirlaun. Páll hafði áhuga á félags- málum. Hann var kosinn í hreppsnefnd Rangárvalla- hrepps 1974-1986 og sinnti jafnframt oddvitastarfi. Páll sinnti ungmennafélagsmálum fyrir Umf. Heklu og Héraðs- sambandið Skarphéðin. Hann starfaði í sóknarnefnd Odda- kirkju, var félagi í Rót- arýklúbbi Rangæinga og í Frí- múrarareglunni. Páll var mikill áhugamaður um fugla og sinnti árlegum fuglataln- ingum við Hellu kringum Ytri-Rangá fyrir Náttúru- fræðistofnun. Síðustu árin meðan heilsan leyfði sinnti Páll gróðurrækt á landskika nálægt Hellu og stundaði tré- smíðar. Páll G. Björnsson verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, 20. febr- úar 2016, klukkan 11. Ísafirði, d. 26.2. 1974. Þau bjuggu í Fossvogi í Reykjavík. Synir Páls og Önnu eru: 1) Ragnar Páls- son, f. 14.3. 1968, kvæntur Guðrúnu Dröfn Ragnars- dóttur, f. 24.11. 1969, börn þeirra eru: a) Ragnar Páll Ragnarsson, f. 2.6. 1995, b) Ás- gerður Ragnarsdóttir, f. 26.8. 1999, c) Þorgerður Ragnars- dóttir, f. 5.3. 2003. 2) Ás- mundur Jón Pálsson, f. 18.2. 1969, d. 8.9. 2002, var í sam- búð með Guðbjörgu Eddu Árnadóttur, f. 17.3. 1969, þau slitu samvistum, sonur þeirra er a) Stefán Smári Ásmund- arson, f. 5.12. 1988. Ásmund- ur Jón kvæntist Sigurbjörgu Björgúlfsdóttur, f. 7.5. 1970, dætur þeirra: b) Álfheiður Fanney Ásmundardóttir, f. 6.4. 2000, c) Ásrún Ásta Ás- mundardóttir, f. 21.1. 2002. Páll var í sambúð 1991 til 2010 með Erlu Emilsdóttur, f. 24.5. 1933, Reykjavík. Síðustu árin átti Páll vinkonu, Þór- nýju Þórarinsdóttur, f. 22.3. 1931, Ingunnarstöðum í Brynjudal í Kjós. Páll bjó á Hellu á Rangárvöllum frá árinu 1969, að Freyvangi 22 Það var í desember 2010 sem mamma kom heim úr sinni fyrstu ferð til Kanaríeyja. Hún hafði farið með fermingarsystur sinni Maríu, sem vantaði ferða- félaga. Mamma var einstaklega ánægð með ferðina og var með gleðiblik í augum er heim kom. Það var svo sem ekkert nýtt að mamma væri glöð, sérstaklega eftir ferðalag, en það var eitt- hvað sérstakt og nýtt við þetta blik í augunum. Fljótlega kom skýring á því. Hún hafði kynnst manni í ferðinni, sem hún hreifst af og hann af henni. Þessi maður var Páll. Mamma hafði verið ekkja í rúm 47 ár og áttu fæstir von á að hún myndi finna mann sem heillaði hana eftir allan þennan tíma. Páll var fljótur að vinna hylli okkar systkinanna og allra sem mamma þekkti. Það var ómet- anlegt og yndislegt að sjá þau saman eins og ástfangna ung- linga. Þau voru ólík í útliti. Hann mjög hávaxinn en hún lágvaxin og þegar þau leiddust tók hún 2-3 skref meðan hann tók eitt. Þau voru hinsvegar að mörgu leyti lík í sér og fundu margt áhugavert til að gera saman. Sérstaklega var áhuga- vert hve margt fólk þau þekktu bæði, t.d. á Norðurlandi, og gátu skemmt sér við sögur það- an. Páll var úr Fnjóskadal og þekking hans á mönnum, mál- efnum og staðháttum á því svæði var einstök. Lengst af var Páll hress þrátt fyrir að glíma við ólæknandi sjúkdóm og vildi reyndar helst ekkert vera að ræða það sérstaklega. Hann vildi miklu heldur tala um eitthvað skemmtilegt. Hann hafði gaman af því að fara með og hlusta á kveðskap og ekki var verra að húmor væri í kveð- skapnum. Páll var hávaxinn og myndarlegur og þó sjúkdómur- inn reyndi að beygja hann, hélt hann sínu beina baki og reisn merkilega vel. Af miklum dugn- aði hafði hann komið á fót fyr- irtækinu Samverki fyrir tæpri hálfri öld og stjórnað því um áratuga skeið, en í dag er það rekið af Ragnari syni hans. Páll var hættur að vinna en hann var ekki hættur að vera smiður. Hann vildi alltaf athuga hvort væri hægt að laga hlutina og tókst það oftast. Eftir að hann eignaðist rennibekkinn smíðaði hann líka marga eigulega gripi sem hann gaf vinum og vanda- mönnum. Það má ekki gleyma að minnast á áhuga hans fyrir blómum og alls kyns ræktun. Hann leigði land í nágrenni Hellu, þar sem hann sinnti trjá- rækt, og fylgdist með fugla- varpi, svo lengi sem heilsan leyfði. Þetta kallaði hann með stolti „Búgarðinn“. Hann rækt- aði blóm heima hjá sér og styrkti reglulega blómasala víða um land þegar hann keypti fal- lega blómvendi við hin ýmsu til- efni til að gleðja samferðafólk sitt í lífinu. Við viljum þakka fyrir að hafa kynnst Páli og er- um þakklát fyrir hve hann færði mikla gleði og innihald í líf mömmu þessi rúmlega fimm ár, sem þau þekktust. Kæri Páll. Við minnumst þín með virðingu og hlýju og Har- aldur yngri vill senda „rúsínu- kveðjur“! Komið er að kveðjustund þú kvaddur ert á æðri fund. og eilífðina sérð! Þú finnur eflaust friðland gott fuglavarp og gróðurvott. Já vinur, góða ferð! (Haraldur Hauksson) Haraldur, Jóhann Svanur, Eiríkur, Laufey Sigrún, og Haukur, börn Þórnýjar og fjölskyldur þeirra. Það var á vordögum árið 1991 sem ég hitti Pál tengda- föður minn fyrst er ég kom með Ragnari á heimili hans á Hellu, en við Ragnar vorum þá nýlega farin að draga okkur saman. Ég man að ég var nokkuð feimin að hitta föður kærastans í fyrsta skipti, en hann tók mér afar vel eins og ávallt síðan. Ég fann strax að hann var traustur, yf- irvegaður og ekki fyrir að trana sér fram en var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Við Ragnar fluttum á Hellu vorið 1994 og jókst þá samgangur á milli okkar og Páls og Erlu, sem bjó þá með Páli. Margar skemmtilegar stundir áttum við hjá þeim við að spila brids þennan fyrsta vetur okkar á Hellu. Þeir Ragnar unnu saman í glerinu og við Erla kenndum saman, þannig að samneyti var mikið og ávallt gott. Barnabörnin áttu alltaf vísan stað hjá þeim Páli og Erlu en þau voru okkur ómetanleg hjálp á meðan börnin voru lítil, alltaf tilbúin að gæta þeirra og hlaupa undir bagga þegar einhver var lasin eða sækja þurfti í leik- skóla. Margar góðar minningar eigum við fjölskyldan úr ferða- lögum með Páli og Erlu og sér- staklega eru minnisstæðar ferð- irnar norður í land, í Fnjóskadalinn og út á Flateyj- ardal, þar var Páll í essinu sínu, þekkti hvern hól og hverja þúfu og sagði okkur frá örnefnum, fólki og atburðum og þá var ekki langt í grínið. Páll var góð- ur sögumaður og kunni ógrynni af skemmtisögum, vísum og kvæðum sem við nutum góðs af. Páll hafði áhuga á fuglum og náttúrunni, hann hafði yfir að ráða landskika við Hellu sem hann kallaði búgarðinn sinn. Þar plantaði hann trjám og útbjó tjarnir til að gera landið ákjósanlegt fyrir fugla. Barna- börnin fengu að velja sér tré á búgarðinum sem hann merkti þeim svo þau gætu fylgst með þeim vaxa. Þar er líka varða sem hann hlóð fagmannlega og eru steinarnir í hana komnir víða að. Ef framkvæmdir voru í gangi hjá fjölskyldunni þá fylgdist hann áhugasamur með enda hafði hann mikinn áhuga á framkvæmdum og gott var að leita ráða hjá honum með þær sem annað. Hann dyttaði að ýmsu fyrir okkur og smíðaði, til dæmis breytti hann forljótum hurðum í fallegar fulningahurð- ir í fyrsta húsinu okkar. Hann undi sér ávallt vel við smíðar og ekki síst við að lagfæra og gera upp enda nægjusamur og nýt- inn. Við sumarhúsið okkar byggði hann lítið hús sem hann gaf dætrum okkar, innréttað af hagleik og útsjónarsemi. Dýr- mætt er nú fyrir stelpurnar að eiga þetta fallega hús til minn- ingar um afa Pál. Síðustu ár var Páll ekki góð- ur til heilsunnar og það dró mjög úr hans kröftum en hug- urinn var þó alltaf fullfrískur, allt undir það síðasta. Vildi hann gjarnan geta framkvæmt meira en heilsan leyfði því hann vildi hafa nóg fyrir stafni. Hann sinnti þó smíðum í bílskúrnum eins lengi og hann gat og renndi þar m.a. fallega gripi. Það er skrítið að eiga ekki lengur von á Páli í heimsókn en hann var duglegur að líta inn hjá okkur þegar hann var á ferðinni, kíkti í kaffisopa og spurði frétta. Það er með virðingu og þökk sem ég kveð Pál, tengdaföður minn, í dag. Blessuð sé minning hans. Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir. Ein af mínum fyrstu minn- ingum um Pál móðurbróður minn eru heimsóknir hans til foreldra minna á Smáraflötina. Mér fannst hann svo hár í loft- inu og óttaðist alltaf að hann myndi rekast upp í hurðark- arminn þegar hann gekk inn í húsið. Páll var virðulegur með eindæmum, með fallega rödd sem var hás en samt svo dimm og karlmannleg. Heimsóknum hans fylgdi ávallt gleði með sögum og skemmtilegum kvæð- um, sem hann kunni heil ósköp- in af. Mikið þótti mér gaman að fá hann frænda minn í heim- sókn. Árið sem ég varð sjö ára vor- um við Brynja systir svo lán- samar að fá að dvelja sumar- langt hjá Páli frænda og fjölskyldu hans á Hellu. Sá tími var ævintýralegur fyrir tvær litlar stelpur. Skemmtilegast þótti okkur að fara með Páli frænda í Kaupfélagið til að kaupa ís og ýmsan glaðning. Við vorum svo stoltar af frænda okkar sem þekkti alla í þorpinu og allir þekktu hann. Þetta voru góðir tímar enda dreymdi mig í mörg ár um að eiga heima á Hellu þegar ég yrði stór. Þar ríkti gleðin og þar var alltaf gott veður eins og Páll sagði svo oft og meinti það sannar- lega. Örlögin höguðu því þannig að Páll frændi varð mín helsta tenging við móðurætt mína. Þar átti ég hauk í horni og fyrir það verð ég honum ævinlega þakk- lát. Ég minnist þess hversu hvetjandi, uppbyggilegur og ráðagóður hann var. Þau voru ófá samtölin sem ég átti við hann þar sem ég gat spurt hann ráða varðandi lífið og tilveruna. En fyrst og fremst var Páll frændi traustur vinur. Mér þótti afar vænt um það þegar Páll gerði sér ferð árið 2004 alla leiðina til Lúxemborg- ar til að heimsækja mig og fjöl- skyldu mína. Var hann eins og besti afi, fór með börnin í skól- ann og spjallaði heilmikið við þau. Honum þótti ætíð gaman að rabba við yngri kynslóðina. Páll heimsótti í þessari ferð klaustrið í Clervaux og keypti þar litla postulínsafsteypu af hinu fræga verki „Pietà“. Þegar heim kom stillti hann ekki verk- inu upp inni hjá sér heldur færði hann dvalarheimili aldr- aðra það að gjöf með það fyrir augum að fleiri fengju að njóta. Þannig vildi Páll alltaf láta gott af sér leiða og gera samfélaginu til góða. Til marks um áhuga Páls á æskuslóðum sínum tók hann saman fyrir nokkrum árum handrit afa síns, Páls G. Jóns- sonar frá Garði, og gaf út bók- ina Flateyjardalsheiði, sem fjallar um mannlíf og staðhætti á Flateyjardalsheiði. Páll mátti ekki til þess hugsa að þessi vitneskja glataðist. Páll var menntaður húsa- smiður og þótt hann hafi ekki starfað við þá iðn um áratuga skeið þá munaði hann ekki um að smíða heilan sumarbústað eftir að hann var sestur í helg- an stein. Þvílíkur handverks- maður var hann. Mér er einkar kær falleg skál sem hann renndi úr trjávið úr Vaglaskógi og færði mér að gjöf fyrir nokkrum árum. Hann hafði fyr- ir því að skera út nafnið mitt í skálina með skrautstöfum. Sumir eru meistarar í skák, aðrir meistarar á skíðum en Páll var stórmeistari í að vera frændi. Hans verður sárt sakn- að. Við Magnús og börnin send- um Ragnari, Guðrúnu og barna- börnum Páls, sem og öðrum ástvinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Harpa frænka. Í dag verður Páll G. Björns- son kvaddur hinstu kveðju og jarðsettur í Odda á Rangárvöll- um. Viljum við votta honum okkar virðingu með nokkrum orðum. Þegar við fjölskyldan settumst að í Odda að sumri 2006 gegndi hann embætti for- manns sóknarnefndar Odda- sóknar og gerði það til ársins 2007. Honum þótti vænt um Oddakirkju og lagði mikinn metnað í að umhverfi og aðbún- aður væri sem bestur, því ekk- ert minna fannst honum að myndi sóma þeim merka stað Odda. Hann hafði í formannstíð sinni lagt mikla vinnu við að byggja upp safnaðarheimilið á Hellu og hafði umsjón með þeim framkvæmdum ásamt þá- verandi sóknarpresti. Hefur safnaðarheimilið fest sig í sessi í safnaðarlífi sóknarinnar og nýst ekki síður samfélaginu öllu á Hellu, sem Páli var einnig annt um að gerði. Hann var traustur og trúr í störfum sín- um í þágu kirkjunnar og hafi hann þökk fyrir það. Það var gott að leita til hans á þessum fyrstu árum mínum í prests- skap enda var hann röskur, ráðagóður, útsjónarsamur og hafði af mikilli reynslu að miðla. Það var okkur fjölskyldunni einnig dýrmætt að hann lagði sig fram um að mynda tengsl við alla fjölskyldumeðlimi og kannaði reglulega hvort okkur öllum liði ekki vel og skorti ekkert. Við hjónin og fjölskyld- an þökkum honum kæra sam- fylgd og vináttu og sendum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðbjörg, Hreinn, Freyr, Ásrún og Örn. Ég set hér á blað nokkrar minningar um vin minn til 45 ára, Pál G. Björnsson, allt frá því hann var ráðinn til nýlega stofnaðs hlutafélags Samverks, glerverksmiðju á Hellu. Hlut- hafar voru allmargir, flestir með lítinn hlut en margir lögðu fram vinnu við verksmiðjuhúsið fyrsta. Það varð svo, að ég fékk sem fulltrúi hluthafa að fylgjast með rekstri fyrirtækisins í all- mörg ár og þrautseigju Páls við að halda Samverki á lífi, oft í kreppu sem þá fylgdu vanskil kaupenda svo og misliðlegir bankamenn þegar mikið lá við. Megum við íbúar byggðarlags- ins þakka Páli og síðar syni hans Ragnari, sem hélt áfram myndarlegri uppbyggingunni og ekki verður annað séð en strákurinn standi sig vel. Þeir feðgar höfðu yfir húsi að ráða (byggt sem prentsmiðja) sem vegna góðra samninga er nú að hálfu Safnaðarheimili Odda- sóknar. Þar átti Páll æði mörg handtök og að hálfu er það tón- leikasalur og æfingahúsnæði fyrir kóra og félagasamtök auk tómstunda- og handavinnu fyrir eldra fólk úr sýslunni. Páll kom víða við í starfi fyrir samfélagið, allt frá íþrótta- og unglinga- starfi til hreppsnefndarstarfa og margt fleira mætti til taka. Ég minnist Páls sem notalegs ferðafélaga og er ofarlega í huga Parísarferð er Samverk stóð að. Páll var góður sögu- maður og kom það vel fram í þeirri ferð og mörgum ferðum með Harmónikufélagi Rang- æinga. Ég vil að lokum þakka notalega og trausta samfylgd þennan kafla í lífinu. Ég þakka einnig þeim sem Páll valdi sér til samfylgdar hverju sinni góð kynni. Njóttu hvíldarinnar, vin- ur. Við Unnur vottum öllum að- standendum samúð okkar. Bragi Gunnarsson. Halló, sæll Óli, er eitthvað að frétta frá Hellu? Þú fréttir yf- irleitt meira héðan en ég. Þann- ig byrjuðu oft samtöl okkar Páls G. Björnssonar, eða Palla í Samverk eins og hann var oft- ast kallaður. Með Palla er geng- inn einn af gömlu kynslóðinni, maður sem varð að leggja hart að sér við rekstur fyrirtækis á erfiðum tímum. Palli var ráðinn fram- kvæmdastjóri Samverks 1969 en þá var fyrirtækið nýstofnað á Hellu. Nokkrum árum áður hafði hann útskrifaðist sem tré- smíðameistari í Reykjavík en þar kynntist hann traustum mönnum í stéttinni sem áttu eftir að reynast honum vel í rekstrinum. Ásamt samhentu og duglegu starfsfólki tókst Páll G. Björnsson HINSTA KVEÐJA Páll er látinn, harmur að honum, hann var maður verkastór, líf sitt byggði á björtum vonum, bætti það sem miður fór. Verksmiðju reisti hér á Hellu, hamhleypa mjög fylginn sér, sumir töldu það tóma dellu, að takast á við spegla og gler. Þetta tókst og það með prýði, þótt í byrjun fylgdi kvíði. Á kveðjustund þessa mæta manns í minningu geymist lífið hans, nú komin er heim til himnarans og hvílir í faðmi Skaparans. (Bj.Þ.) Björgúlfur og Pálína. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.