Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Þóranna Dögg Björnsdóttirheldur tónleika annaðkvöld á Prikinu ásamt
Jarþrúði Karlsdóttur og Kiru
Kiru, og hefjast þeir kl. 21.30.
„Við ætlum að sýna sci-fi mynd-
ina Forbidden Planet og spinna
hljóðheima okkar saman við.
Tónleikarnir standa yfir á meðan
myndin er í sýningu eða í um 98
mínútur.“
Þóranna ætlar að gefa út nýtt
tónverk í tilefni af afmælinu á
vegum Ladyboy Records og er
settur útgáfudagur 5. mars.
„Verkið heitir „Tónlist fyrir
þungt og létt andrúmsloft“ og er
innblásið af hinum miklu veður-
skilum á Íslandi sem birtast í
hæðum og lægðum yfir landinu.
Verkið verður einnig gefið út á
vef Veðurstofunnar, vedur.is.
Verk mín eru unnin úr hljóðum
sem ég safna í daglegu lífi í
bland við raf- og tölvuhljóð.“
Aðspurð segir Þóranna að hún sé vel alin upp í klassíska geiranum
með sígilda tónlistarmenntun að baki. Hún lauk burtfararprófi frá
Tónlistarskóla FÍH í klassískum píanóleik og fór síðan í framhalds-
nám í Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi þar sem hún lærði
hljóð- og myndlist við deildina Beeld & Geluid (Hljóð & Mynd). Þór-
anna hefur sótt ýmis námskeið tengd myndlist og tónlist og kláraði
nýlega kennslufræði í Listaháskólanum. Núna er Þóranna tón-
menntakennari í Norðlingaskóla.
„Ég vinn alls konar skemmtilegar tilraunir með nemendum mínum
við tónlistarsköpunina og læri heilmargt af þeim um leið. Ég hef verið
stundakennari í gegnum tíðina í grunnskólum og í LHÍ. Um árabil hef
ég starfað við leikmyndagerð fyrir kvikmyndir og auglýsingar og
starfað að ýmsu listtengdu.“
Þóranna situr í stjórn Nýlistasafnsins en auk listáhugans hefur hún
áhuga á brimbrettaiðkun og er mikil sundkona.
Þóranna ætlar að eyða afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Ég
á tvær dætur og ætla að gera eitthvað skemmtilegt með þeim en sú
eldri er mjög spennt fyrir afmælinu.“
Sambýlismaður Þórönnu er Kolbeinn Soffíuson nemi í rafiðnaðar-
fræðum og hljóðmaður á Rúv. Börn þeirra eru Úlfhildur Lokbrá Frið-
riksdóttir, f. 2007, og Röskva Kolbeinsdóttir, f. 2014.
Tónlistarkonan Þóranna vinnur
mikið með rafhljóð í sínum verkum.
Fagnar afmælinu
með tónlistarútgáfu
Þóranna Dögg Björnsdóttir er fertug í dag
S
teinunn fæddist í Reykja-
vík 20.2. 1946 og ólst upp
á Hringbraut 39: „Þessar
tvær stóru blokkir við
Hringbrautina, þar sem
Björnsbakarí er, voru kallaðar
„Bæjarblokkirnar“. Ég átti heima í
þeirri austari og þarna var urmull
af börnum. Í vestari blokkinni var
meistari Þórbergur og ég man enn
að við krakkarnir söfnuðumst sam-
an fyrir neðan svalirnar hjá honum
og báðum hann um að láta vatns-
andann koma. Eftir smástund koma
vatnsgusa af svölunum hjá Þórbergi
og hópurinn tvístraðist með miklum
óhljóðum eins og Þórbergur hefur
sjálfur lýst í bókum sínum.“
Steinunn gekk í Melaskóla og
Hagaskóla, var í MR, lauk BA-prófi
í sagnfræði og latínu frá HÍ 1978,
lauk prófi í uppeldis- og kennslu-
réttindum frá HÍ 1983 og lauk
mastersprófi, M.ed., í stjórnun
menntastofnana frá Háskólanum í
Bath á Englandi 2004. Auk þess
hefur hún sótt fjölda námskeiða,
var m.a. þrjú sumur í London og
sótti námskeið fyrir enskukennara í
International School of English. Þá
hefur hún farið í fjölda kynnisferða
og heimsótt skóla austanhafs og
Steinunn Ármannsdóttir, skólastjóri og verkefnastjóri – 70 ára
Fjölskyldan Steinunn í Tívólí með börnum, tengdabörnum og barnabörnum en Markús þurfti víst að taka myndina.
Alltaf með hugann við
skólann og kennsluna
Sendiherrahjónin Steinunn og Markús á diplómataárunum í Ottawa. Með
þeim á myndinni er Gerry Einarsson, formaður Íslandsvinafélagsins.
Reykjavík Lóa
Kristrún Þor-
steinsdóttir fædd-
ist 31.12. 2014 og
vó 4.445 g. For-
eldrar hennar eru
Þorsteinn Jóns-
son og Natalie
Marie Ouellette.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra
verka gömlu meistaranna.
mánudaginn 22. febrúar, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning á verkunum alla helgina í Gallerí Fold
föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,
sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17
Þórarinn B. Þorláksson
Gunnlaugur Blöndal