Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Þóranna Dögg Björnsdóttirheldur tónleika annaðkvöld á Prikinu ásamt Jarþrúði Karlsdóttur og Kiru Kiru, og hefjast þeir kl. 21.30. „Við ætlum að sýna sci-fi mynd- ina Forbidden Planet og spinna hljóðheima okkar saman við. Tónleikarnir standa yfir á meðan myndin er í sýningu eða í um 98 mínútur.“ Þóranna ætlar að gefa út nýtt tónverk í tilefni af afmælinu á vegum Ladyboy Records og er settur útgáfudagur 5. mars. „Verkið heitir „Tónlist fyrir þungt og létt andrúmsloft“ og er innblásið af hinum miklu veður- skilum á Íslandi sem birtast í hæðum og lægðum yfir landinu. Verkið verður einnig gefið út á vef Veðurstofunnar, vedur.is. Verk mín eru unnin úr hljóðum sem ég safna í daglegu lífi í bland við raf- og tölvuhljóð.“ Aðspurð segir Þóranna að hún sé vel alin upp í klassíska geiranum með sígilda tónlistarmenntun að baki. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH í klassískum píanóleik og fór síðan í framhalds- nám í Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi þar sem hún lærði hljóð- og myndlist við deildina Beeld & Geluid (Hljóð & Mynd). Þór- anna hefur sótt ýmis námskeið tengd myndlist og tónlist og kláraði nýlega kennslufræði í Listaháskólanum. Núna er Þóranna tón- menntakennari í Norðlingaskóla. „Ég vinn alls konar skemmtilegar tilraunir með nemendum mínum við tónlistarsköpunina og læri heilmargt af þeim um leið. Ég hef verið stundakennari í gegnum tíðina í grunnskólum og í LHÍ. Um árabil hef ég starfað við leikmyndagerð fyrir kvikmyndir og auglýsingar og starfað að ýmsu listtengdu.“ Þóranna situr í stjórn Nýlistasafnsins en auk listáhugans hefur hún áhuga á brimbrettaiðkun og er mikil sundkona. Þóranna ætlar að eyða afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Ég á tvær dætur og ætla að gera eitthvað skemmtilegt með þeim en sú eldri er mjög spennt fyrir afmælinu.“ Sambýlismaður Þórönnu er Kolbeinn Soffíuson nemi í rafiðnaðar- fræðum og hljóðmaður á Rúv. Börn þeirra eru Úlfhildur Lokbrá Frið- riksdóttir, f. 2007, og Röskva Kolbeinsdóttir, f. 2014. Tónlistarkonan Þóranna vinnur mikið með rafhljóð í sínum verkum. Fagnar afmælinu með tónlistarútgáfu Þóranna Dögg Björnsdóttir er fertug í dag S teinunn fæddist í Reykja- vík 20.2. 1946 og ólst upp á Hringbraut 39: „Þessar tvær stóru blokkir við Hringbrautina, þar sem Björnsbakarí er, voru kallaðar „Bæjarblokkirnar“. Ég átti heima í þeirri austari og þarna var urmull af börnum. Í vestari blokkinni var meistari Þórbergur og ég man enn að við krakkarnir söfnuðumst sam- an fyrir neðan svalirnar hjá honum og báðum hann um að láta vatns- andann koma. Eftir smástund koma vatnsgusa af svölunum hjá Þórbergi og hópurinn tvístraðist með miklum óhljóðum eins og Þórbergur hefur sjálfur lýst í bókum sínum.“ Steinunn gekk í Melaskóla og Hagaskóla, var í MR, lauk BA-prófi í sagnfræði og latínu frá HÍ 1978, lauk prófi í uppeldis- og kennslu- réttindum frá HÍ 1983 og lauk mastersprófi, M.ed., í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum í Bath á Englandi 2004. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða, var m.a. þrjú sumur í London og sótti námskeið fyrir enskukennara í International School of English. Þá hefur hún farið í fjölda kynnisferða og heimsótt skóla austanhafs og Steinunn Ármannsdóttir, skólastjóri og verkefnastjóri – 70 ára Fjölskyldan Steinunn í Tívólí með börnum, tengdabörnum og barnabörnum en Markús þurfti víst að taka myndina. Alltaf með hugann við skólann og kennsluna Sendiherrahjónin Steinunn og Markús á diplómataárunum í Ottawa. Með þeim á myndinni er Gerry Einarsson, formaður Íslandsvinafélagsins. Reykjavík Lóa Kristrún Þor- steinsdóttir fædd- ist 31.12. 2014 og vó 4.445 g. For- eldrar hennar eru Þorsteinn Jóns- son og Natalie Marie Ouellette. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. mánudaginn 22. febrúar, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Þórarinn B. Þorláksson Gunnlaugur Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.