Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 51

Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 51
ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 vestan, m.a. í Singapúr, Taívan og Japan. Steinunn var í fiskvinnslu á sumrin á æsku- og unglingsárunum, breiddi fisk, vann í rækjuvinnslu á Ísafirði, síld á Raufarhöfn og hjá BÚR. Hún vann tvö sumur í Bún- aðarbanka Íslands í Austurstræti á menntaskólaárum og var verkstjóri í unglingavinnunni hjá Vinnuskóla Reykjavíkurborgar í átta sumur. Steinunn var starfsmaður á Borgarbókasafni 1968-70, kenndi við Álftamýrarskóla í Reykjavík 1978-91 og var skólastjóri Álfta- mýrarskóla 1991-2005. Þau hjónin fluttu til Kanada 2005 er Markús, eiginmaður hennar, var sendiherra Íslands í Ottawa í rúm þrjú ár. Steinunn hefur svo verið verk- efnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar frá 2009. Steinunn var trúnaðarmaður kennara í Álftamýrarskóla og sat í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Hún hefur lengi starfað í sam- tökum Delta Kappa Gamma sem er alþjóðlegt félag kvenna í fræðslu- störfum og er nú formaður í Alfa- deild félagsins. Áhugamál Steinunnar snúast fyrst og síðast um skóla- og menntamál: „Við förum einnig mik- ið á leik- og myndlistarsýningar sem og tónleika. Ég fer oft í Vesturbæjarlaugina þó ég sé nú ekki fastagestur þar og svo er ekki amalegt að fá sér kvöldgöngu í gamla Vesturbænum. Því eins og Tómas Guðmundsson segir um vorið á þeim slóðum: En er nokkuð yndislegra - leit auga þitt nokkuð fegra - en vorkvöld í vesturbænum?“ Fjölskylda Eiginmaður Steinunnar er Mark- ús Örn Antonsson, f. 25.5. 1943, fyrrv. blaðamaður, fréttamaður Sjónvarpsins, ritstjóri, útvarps- stjóri RÚV, borgarstjóri, sendi- herra og forstöðumaður Þjóðmenn- ingarhúss. Foreldrar hans voru Bertha Karlsdóttir, f. 16.5. 1921, d. 5.9. 2000, hárgreiðslukona og hús- freyja í Reykjavík, og Anton Björn Björnsson, f. 6.6. 1921, d. 25.11. 1943, íþróttakennari. Börn Steinunnar og Marúsar eru Sigrún Ása Markúsdóttir, f. 13.11. 1965, starfsmannastjóri í London, en maður hennar er Jón Daníels- son, hagfræðingur við London School of Economics í London, og Anton Björn Markússon, f. 6.1. 1971, hrl. í Reykjavík, en kona hans er Helen Ólafsdóttir, sjóðstjóri hjá Stefni fjárfestingafyrirtæki í Reykjavík. Barnabörnin eru Katrín Stein- unn Antonsdóttir, f. 1993, há- skólanemi, og Ísabella Tara Antonsdóttir, f. 2003, grunn- skólanemi. Systkini Steinunnar: Halldór, f. 3.10. 1942, doktor í efnafræði, bú- settur í Reykjavík; Guðbrandur, f. 19.5. 1944, d. 21.11. 2014, stærð- fræðingur og menntaskólakennari í Kaupmannahöfn; Áslaug, f. 19.10. 1947, grunnskólakennari á Seltjarn- arnesi, og Halldís, f. 1.12. 1951, framhaldsskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Steinunnar: Sigrún Guðbrandsdóttir, f. 13.7. 1912, d. 27.3. 2002, kennari í Reykjavík, og Ármann Halldórsson, f. 29.12. 1909, d. 29.4. 1954, skólastjóri og náms- stjóri í Reykjavík. Úr frændgarði Steinunnar Ármannsdóttur Steinunn Ármannsdóttir Bjarni Sveinsson b. í Viðfirði Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Viðfirði í S-Múlasýslu Halldór Bjarnason kaupm. á Ísafirði Elísabet Bjarnadóttir húsfr. á Ísafirði Ármann Halldórsson skólastj. og síðar námsstjóri í Rvík Bjarni Sveinsson b. á Hafrafelli N-Múlasýslu Anna Kristín Bjarnadóttir húsfr. á Hafrafelli í N-Múlasýslu Björn Guðbrandsson barnalæknir í Rvík Elínborg Björnsdóttir kennari í Kýrholti í Viðvíkursveit Gunnhildur Björnsdóttir húsfr. á Grænumýri í Blönduhlíð Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman húsfr. á Akureyri Jensína Björnsdóttir búsett á Hofsósi, Sigluf. og í Rvík Guðrún Björnsdóttir húsfr. á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði Halldór Halldórsson prófessor í norrænum fræðum við HÍ og orðabókarhöfundur í Rvík dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, fræðimaður og rithöfundur Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur og rithöfundur Haraldur Bessason prófessor í íslensku við háskólann í Winnipeg og rektor HA Björn Jónsson pr. í Keflavík og á Akranesi og prófastur í Borgarfirði Jón S. Bjarman fanga- og síðar sjúkrahúsprestur Ragnar Fjalar Lárusson sóknarpr. í Hallgrímskirkju Stefán Lárusson sóknarpr. í Odda Halldór Halldórsson ritstjóri Guðfinna Jensdóttir húsfr. á Miklabæ í Skagafirði Guðbrandur Björnsson prófastur í Viðvík og á Hofsósi Anna Sigurðardóttir húsfr. í Viðvík og á Hofsósi í Skagafirði Sigrún Guðbrandsdóttir grunnskólakennari í Rvík Sigurður Einarsson útvegsb. í Pálsbæ og Litla-Seli Sigríður Jafetsdóttir húsfr. í Pálsbæ á Seltjarnar- nesi og í Litla-Seli í Rvík Guðbjörg Sigfríður Jónsdóttir rithöfundur frá Broddanesi Björn Jónsson prófastur á Miklabæ Bára fæddist í Hafnarfirði 20.2.1922. Foreldrar hennar voruSigurjón Einarsson, skip- stjóri í Hafnarfirði, og Rannveig Vigfúsdóttir húsfreyja. Sigurjón var sonur Einars Ólafs- sonar stýrimanns og Sigríðar Jóns- dóttur húsfreyju, en Rannveig var dóttir Vigfúsar Jónssonar og Ragn- hildar Gestsdóttur húsfreyju. Fyrri maður Báru var Kjartan Sigurjónsson söngvari en seinni maður hennar var Pétur Guðjónsson framkvæmdastjóri sem lést 1983 og eru synir þeirra Sigurjón og Guðjón. Bára lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík en flutti síðan til Danmerkur þar sem hún lauk prófi í danskennslu frá Dansskóla Fjeld- gaard og Flatau 1939 og einnig leik- fimi- og sundkennaraprófi frá Oll- erup í Kaupmannahöfn. Hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1943 og síðan diplómu frá Edmée-snyrtiskólanum í Kaupmannahöfn sem snyrtifræð- ingur árið 1946. Loks lauk hún sveinsprófi í hattagerð frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1954. Báru var margt til lista lagt og var harðdugleg athafnakona. Hún starf- rækti dansskóla í Hafnarfirði og í Reykjavík á árunum 1939-43. Jafn- framt því starfaði hún við undirleik til 1950, söng, sýndi dans og vann við snyrtingu auk þess sem hún sinnti verslunarstörfum. Bára stofnaði eigin tískuvöru- verslun á Hverfisgötunni í Reykja- vík, árið 1950, undir nafninu Hjá Báru. Verslunin varð snemma ein helsta og þekktasta kventískuversl- un höfuðstaðarins en kjólar voru lengst af aðalsmerki verslunarinnar. Árið 2000 hætti Bára störfum í versluninni eftir 50 ára farsælan rekstur, þá 78 ára að aldri. Bára var í hópi þekktustu kaup- kvenna hér á landi. Hún var jafnan hress og skemmtileg í viðmóti og heimili þeirra Péturs var rómað fyr- ir glæsileika og fagran húsbúnað. Ingólfur Margeirsson rithöfundur skráði bráðskemmtilegar endur- minningar Báru. Bókin, sem nefnist Hjá Báru, kom út hjá Erni og Örlygi árið 1992. Bára lést 8.6. 2006. Merkir Íslendingar Bára Sigurjónsdóttir Laugardagur 90 ára Helga Torfadóttir Viggó M. Sigurðsson 85 ára Arnhildur Jónsdóttir Sigrún Guðdís Halldórsdóttir Sylvía Ólafsdóttir 80 ára Ragnhildur Jónsdóttir Sigurberg Einarsson 75 ára Elín Jónsdóttir Roy Richard Roesel 70 ára Guðmundur Kristjánsson Gunnar Árnmarsson Harald Sigurðsson Jóhanna V. Reginbaldursdóttir Margrét S. Sigurðardóttir Ólöf Þóra Ólafsdóttir Steinunn Ármannsdóttir Sæmundur Bjarkar Árelíusson 60 ára Arnleif Gunnarsdóttir Gísli Jón Elíasson Ingibjörg Auður Finnsdóttir Kolbrún Linda Ísleifsdóttir Magnús Magnússon Magnús Pétursson María Björk Wendel Snjólaug Sigurbjörnsdóttir Þorbjörg Atlad. Sigríðardóttir 50 ára Eiður Ottó Guðlaugsson Gestur Skarphéðinsson Guðjón Vilmar Reynisson Guðrún Hauksdóttir Ingunn Mjöll Sigurðardóttir Margrét Jósefsdóttir Maria Pisani Sigríður Ruth Magnúsdóttir Stefán Gunnar Ármannsson Þórður Vilberg Oddsson Þórey Sigfúsdóttir 40 ára Artur Walesiuk Einar Rúnar Einarsson Eiríkur Björnsson Florevi Caspillo Abaygar Hermann Jón Erlingsson Hrólfur Már Helgason Karl Ágúst Guðmundsson Katerina Rázová Magnús Örn Halldórsson Ragip Bajraktari Rebekka Rut S. Carlsson Sigríður Dögg Þórðardóttir Svavar Hrafn Svavarsson Þóranna Dögg Björnsdóttir 30 ára Bryndís Helgadóttir Einar Örn Þrastarson Eyrún Erla Ólafsdóttir Guðrún Björk Magnúsdóttir Hildur María Sævarsdóttir Hólmsteinn Þór Valdimarsson Kolbrún Arnardóttir Marianna Clemens Mariola Ewelina Szulborska Óskar Örn Eggertsson Steinar Smári Hilmarsson Örvar Már Jónsson Sunnudagur 95 ára Álfheiður Jónsdóttir 85 ára Albert Wathne 80 ára Arnbjörn Sigurbergsson Ingibjörg S. Finnbogadóttir Lilja Gunnarsdóttir Sólveig Guðlaugsdóttir Svava Gísladóttir Þóra Sigurðardóttir 75 ára Baldvin Hermannsson Helgi Guðmundsson Ósk Elín Jóhannesdóttir Valgerður Anna Jónasdóttir 70 ára Ásmundur S. Jónsson Herbert Baxter Inga Pála Björnsdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir Kristín H. Kristinsdóttir 60 ára Edmundas Kaminskas Elín Alma Arthursdóttir Guðrún A. Sigurvinsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Hildur M. Blumenstein Roman Stanislaw Laskowski Sigríður Birna Björnsdóttir Þóra Elsa Gísladóttir 50 ára Alma Björk Guttormsdóttir Anna Birna Ragnarsdóttir Dröfn Guðbjörnsdóttir Elín Sigurborg Harðardóttir Grzegorz Jackowski Hallgrímur M. Alfreðsson Hlynur Harðarson Hörður Pálsson Jacek Lewandowski Laufey Hallgrímsdóttir Marjakaisa Matthíasson Ragnhildur Guðjónsdóttir Valdimar Þorkelsson Valur Geir Kjartansson 40 ára Ashesh Man Baisyet Delia Florentina Frumuselu Edyta Stepniewska Finnur Sigurðsson Harpa Hafberg Gunnlaugsdóttir Helga Björnsdóttir Helga Magnúsdóttir Jóhannes Ægir Kristjánsson Krzysztof Jablecki Miroslaw Tarasiewicz Sigurður Arnar Þorgrímsson Sólrún Helga Guðmundsdóttir Victoria Aleksandersdóttir 30 ára Adda Soffía Ingvarsdóttir Antonio Jose Espinosa Mossi Anton Örn Guðjónsson Ásbjörg Gústafsdóttir Eyrún Eva Haraldsdóttir Heimir Þór Óskarsson Maria Lára Roure Olga Pokrovskaya Ólafur Ingi Guðmundsson Sólrún Heiða Sigurðardóttir Tómas Þór Þorsteinsson Til hamingju með daginn Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 • Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 • Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 • alnabaer.is Opið: virka da ga 10-18 GLUGGATJÖLD – mi kið úrval Renndu við og fáðu lánaðar gardínulengjur heim til að auðvelda valið 40 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.