Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 52

Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér kann að finnast eigin tilfinn- ingasemi fullmikil í dag. Byrjaðu á því að rýma til í kringum þig með því að henda því sem þú notar ekki og þarft ekki á að halda. 20. apríl - 20. maí  Naut Tækifæri sem þú hefur þegar hafnað í vinnunni munu líklega koma upp að nýju. Ekki láta gylliboð og skyndigróða afvega- leiða þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu varkár þegar kemur að ósk- um. Vertu viðbúinn því að verja málstað þinn gagnvart furðulegustu rökum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert fullur hugmynda og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. Allt sem gerist í dag virðist á einhvern hátt örlagavaldur. Reyndu að gera sem mest úr því. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinnusemi þín er nú að skila þér áfram að því marki sem þú hefur lengi stefnt að. Reyndu aftur seinna í vikunni því þá gæti verið að gæfan hefði snúist þér í hag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Staða þín er sterk í dag og ekki fyrir aðra að abbast upp á þig eða vera að agnú- ast út í þín vinnubrögð. Mundu að réttlætið sigrar alltaf að lokum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samskipti nútímans eru nær öll í tækninni. Annars drukknar þú bara í óleyst- um verkefnum. Kannski er einhver reiður yf- ir því að þú hafir hærri tekjur en hann eða hún. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert að því að njóta fegurðar hlutanna svo framarlega sem þér finnst þú ekki þurfa að eignast þá alla. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Meiriháttar atvinnutækifæri kemur upp. Vertu stoltur af bæði andlegum og líkamlegum örum – vegna þeirra ertu áhugaverður. 22. des. - 19. janúar Steingeit Líklegt er að einhver muni veita þér aðstoð eða gefa þér gjöf í dag. Líkaminn þarf súrefni, vatn og næringu en sálin fram- sýni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú gætir þess að hafa allt á hreinu máttu vænta þess að þér verði umb- unað fyrir vel unnin verk. Vertu því ekki smeykur þótt þér sýnist margt snúið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur látið reka á reiðanum með heilsu þína en verður nú að taka þau mál föstum tökum. Vertu því á varðbergi. Leyfðu öðrum að njóta nærveru þinnar. Sem endranær var síðasta gátaeftir Guðmund Arnfinnsson: Fugl á sundi sjáum þann. Sál manns kalla megum. Anddyri það er í rann. Oft á lofti grípum hann. Hörður Þorleifsson svaraði og sagði að gátan hefði fengið sig til að leika með rím, – „að anda að sér alveg að fullu er hluti af lífsins orku og ást“: Önd við land á sundi sást, söng án mengaðs angurtrega. Lungun fanga feng af ást. Fundin hending endanlega. Helgi R. Einarsson svarar: Nú á reiki andinn er við undurfagra strönd. Það eina sem að hentar hér held ég að sé önd. Helgi Seljan á þessa lausn: Önd á polli oft ég leit, önd mín þráir sálarró. Yzt í húsum önd ég veit með öndina í hálsi þó. Guðrún Bjarnadóttir leysir gátuna þannig: Við grafarbakkann blaktir önd og brauð fær önd við þessa strönd. Önd á lofti, í undrun, greip, því önd er víst forstofan sleip. Árni Blöndal svarar: Oft ég önd á sundi sá. Sál er andans kraftur. Dyrnar opna oft ég má. Andann gríp á lofti þá. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Önd við sjáum sundið þreyta. Sál manns líka önd má heita. Önd í rann er anddyrið. Öndina móðir grípum við. Síðan er limra: Er birti í kofa kytrunum og klakann leysi af sytrunum, Jón skrapp niðr’á strönd og skaut þar önd, hann er nú í andarslitrunum. Og ný laugardagsgáta: Valfaðir í Valhöll heitir, Vinsæll þorrablótum á. Margur sitt í reiði reitir. Á róðrarbát er þollur sá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Með öndina í hálsinum Í klípu „ÞETTA ER EKKI PRIKIÐ SEM ÉG HENTI TIL ÞÍN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG GET ÉG VERIÐ OF HÆFUR? ÉG HÆTTI Í SKÓLA ÞEGAR ÉG VAR ÁTTA ÁRA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... björgunarbátur fyrir tvo. HÍ HÍ HÍ HVAÐ ER SVONA FYNDIÐ? KLEINUHRINGURINN SEM ÞÚ ÁST Í MORGUN? ÉG FALDI VÍTAMÍNIÐ ÞITT Í HONUM! ÞETTA? JÁ? HÚN BROSIR! ER ÞAÐ GÓÐS VITI? ÉG SET UPP SAMA SVIP ÞEGAR ÉG KEM Á HÁDEGISVERÐAR- HLAÐBORÐIÐ! NEI… Víkverji horfir ekki mikið á sjón-varp … enn. Þetta viðkvæði heyrir hann sjálfan sig segja alltof oft. Svo kemur upp úr kafinu að Vík- verji horfir mun meira á sjónvarp en hann vill vera að láta. Samt heldur hann áfram að fullyrða að hann fylg- ist ekki mikið með þáttum í sjón- varpinu öðru en sjónvarpsfréttum og Kastljósi af og til. Vill hann meina. x x x Það sem Víkverji horfir á í sjón-varpinu og fylgir dagskránni samviskusamlega eru íslensku þætt- irnir Ófærð. Honum finnst þeir á margan hátt fínir og bíður spenntur eftir að sjá tvöfaldan lokaþátt sem sýndur verður á morgun. Honum finnst það vel til fundið að smella þeim saman til að draga þetta ekki of mikið á langinn. En fyrir- fram er hann samt örlítið efins um að það sé svo snjallt þegar öllu er á botninn hvolft. Ástæðan er sú að fram að þessu þá hefur honum þótt þættirnir vera fulllangdregnir og hægir. Víkverji er samt orðinn óþreyjufullur yfir því að fá að vita hvernig allt er í pottinn búið og hver myrti hvern. Víkverji áttar sig á því að það er ekkert eins og það sýnist í fyrstu. Það er alveg eins og það á að vera í góðum glæpaþætti. x x x Það er í rauninni tvennt sem vegurhvað þyngst í því að Víkverji fylgist með Ófærð. Hið fyrra er tímasetningin: sunnudagskvöld þeg- ar barnið er sofnað er tilvalið að hreiðra um sig í sófanum og eiga prýðisgott sjónvarpskvöld með betri helmingnum. Hitt er að þættirnir eru íslenskir. Víkverja finnst það vera skylda sín sem Íslendings að horfa á íslenskt efni og styðja það með öllum mögulegum hætti. Þó að Ófærð endurspegli ekki tilveru Vík- verja nema að litlu leyti – því hann hefur hvorki myrt mann né upplifað eitthvað í líkingu við það sem per- sónurnar gera þá snúast þættirnir ekki um það. Ekki heldur um sam- runa bæjarfélaganna sem skapa sögusviðið heldur skáldskapinn sjálfan. Þetta er skáldskapur og það á að horfa á þættina sem slíkan því þar gilda allt önnur lögmál en í veru- leikanum. víkverji@mbl.is Víkverji Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. (Matt. 5:6)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.