Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 57
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Einu sinni á ári kemur lands-lýður saman og hártogastum dægurtónlist og gildirþá einu hvort um er að
ræða leikskólabörn eða ömmu gömlu.
Einu sinni á ári finnur þú þig á gangi
háskólans að ræða gildi viðlagsins í
einhverju Eurovision-laginu ásamt
Gumma frænda og háskólaprófessor
sem dróst að heitum samræðunum.
Einu sinni á ári ætlar þú varla að
nenna að fylgjast með Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva en áður
en þú veist af ertu djúpt sokkinn og
allt í einu er „eitthvað við þetta“ lag
sem þér fannst alveg síðasta sort fyr-
ir tveimur vikum.
Samfélagsleg virkni keppninnar
sem allir hata að elska og elska að
hata er dásamleg. Hér fara pælingar
mínar um þau lög sem keppa til úr-
slita í ár hér á landi elds og ísa.
Hear them calling / Raddirnar
Lag og texti: Greta Salóme Stefáns-
dóttir
Flytjandi: Greta Salóme Stefánsdóttir
Draumkennt upphaf sem svo snýst
upp í taktvissa framvindu, ætt-
bálkatrommur lúra undir en svo er
blástur í viðlaginu og þessi hrópandi,
klappandi samsöngur að hætti Of
Monsters And Men sem er afar móð-
ins nú um stundir. Það er knýjandi
kraftur í textanum; ótti, hræðsla og
dularfullar raddir á sveimi. Lagið er
vel samið upp á þessi drífandi ein-
kenni, versin halda manni spenntum
fyrir viðlagið sem svo springur út af
krafti. Epíkin er þó ekki yfirdrifin,
þetta er allt í smekklegu jafnvægi.
OMAM í Eurovision-gír í raun, vel yf-
ir meðallagi en sigrar þetta varla, ef
ég á að leggja kaldan dóm á þetta.
I promised you then / Hugur minn
er
Lag og texti: Þórunn Erna Clausen.
Flytjendur: Hjörtur Traustason og
Erna Hrönn Ólafsdóttir
Fremur hefðbundin smíð í milli-
takti, sígildur Eurovision-dúett og
dálítið miðevrópskur að sniði. Ábúð-
arfullt nokkuð, allt er undir því hvort
Hjörtur og Erna ná sannfærandi
tengingu sem þau og gera. Erna er
fyrirtaks söngkona og gerir þetta af
fagmennsku og leggur tilfinningu í
flutninginn. Hjörtur er og góður,
kannski fullviðkvæmnislegur, en við-
laginu rúlla þau upp á sannfærandi
hátt. Lagið geldur helst fyrir að vera
aðeins of venjulegt, versin eru þá
betri en viðlagið, sem siglir um of
kunnugar strendur.
Eye of the storm / Óstöðvandi
Lag: Kristinn Sigurpáll Sturluson,
Ylva Persson og Linda Persson
Texti: Ylva Persson og Linda Persson
Flytjandi: Karlotta Sigurðardóttir
Hráar rafgítarstrokur opna þetta
lag en fljótlega kemur Karlotta inn af
krafti og beitir m.a. fyrir sig Adele-
legum fraseringum í söngnum. Það er
ekki annað hægt en að dást að söng
hennar, þó að hann sé fullstælalegur
á stundum. Lagið er þó fullflatt, við-
lagið er ekki alveg að gera sig, það
vantar meiri brodd þar og svipaða
sögu er að segja af versunum. Það er
sett smá túrbó í smíðina undir restina
með lögboðinni hækkun en sú brella
gerir lítið fyrir heildina.
Ready to break free / Springum
yfir heiminn
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti: Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Þórdís Birna Borgars-
dóttir og Guðmundur Snorri Sigurð-
arson
Píanóstef í upphafi, melódísk söng-
lína frá Þórdísi og undirliggjandi
drama og svo skipt harkalega yfir í
hipp-hoppið. Hér eru menn með á
nótunum og sambland Guðmundar
og Þórdísar giska vel heppnað. Lagið
á þó meira undir þessum umbúnaði
fremur en eiginlegu innihaldi, lagið
sjálft er svona la la að gæðum. Undir
endann er meira að segja OMAM-
viðlagi hent inn (oooó-oooó-oooó) ,
svona til að hafa þetta alveg öruggt
ábyggilega! Það er stíll yfir þessu,
ungæðislegt og smart og þetta gæti
farið langt.
Á ný
Lag og texti: Greta Salóme Stefáns-
dóttir
Flytjandi: Elísabet Ormslev
Stóreflis smíð þetta og Elísabet
stendur í stafni, keik og klár, enda á
hún ekki langt að sækja sönghæfi-
leikana. Adele-blær yfir þó að Elísa-
bet sé síst að apa eftir henni í söng-
stíl. Það er svona lúmskur kraftur í
henni, hún heldur smekklega aftur af
sér út í gegn en lætur svo vaða –
temmilega þó – í viðlaginu. Greta Sal-
óme er einkar lagið að semja svona
nett óperuleg popplög, hún fer aldrei
út í algjöra geðveiki í epíkinni heldur
er með bönd á henni út í gegn og eig-
inlega stríðir okkur þannig. Það er
eitthvað aðlaðandi við þetta lag og
náttúruleg útgeislun Elísabetar gerir
mikið fyrir það.
Now / Augnablik
Lag: Alma Guðmundsdóttir og James
Wong
Texti: Alma Guðmundsdóttir og
James Wong
Flytjandi: Alda Dís Arnardóttir
Alda er söngkona af Guðs náð og
hún afgreiðir þessa smíð af mikilli
list. Þetta er haganlega samið lag og
módernískt, höfundar greinilega eldri
en tvævetur í popplagabransanum
sem er og raunin. Framvindan er
áreynslulaus, Alda fylgir laglínunni
snurðulaust og bakraddir styðja við á
áhrifaríkan hátt. Versið er smekklegt
og viðlagið punkturinn yfir i-ið ein-
hvern veginn. Lagið er hæglega það
besta sem er í boði hér, það hefur
„gripið mig“ og gæti „gripið hvern
sem er“ en við spyrjum að leikslokum.
Það er allt mögulegt í Eurovision.
Söngvakeppnin 2016
„Kósí lítil lög …“
Úrslitin í Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins ráðast í kvöld
Rýnt af alefli sem alúð í lögin sex sem keppa í Háskólabíói
900-9901 Greta Salóme Stefánsdóttir syngur Hear
them calling, en hún er höfundur bæði lags og texta.
900-9902 Hjörtur Traustason og Erna Hrönn Ólafs-
dóttir syngja saman lagið I promised you then.
900-9904 Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur
Snorri Sigurðarson flytja Ready to break free.
900-9903 Karlotta Sigurðardóttir syngur Eye of the
storm og þykir minna á Adele í söngstíl sínum.
900-9905 Elísabet Ormslev syngur Á ný. Hún er eini
keppandinn sem syngur á íslensku í keppni kvöldsins.
900-9906 Alda Dís Arnardóttir syngur Now, sem
greinarhöfundur lýsir sem haganlegri lagasmíð.
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Íslenska dómnefndin í Söngva-
keppninni verður í ár kjör-
dæmaskipt í fyrsta skipti og skipuð
18 fagmönnum. Þeirra á meðal eru
Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Eið-
ur Arnarsson, Védís Hervör Árna-
dóttir, Gissur Páll Gissurarson,
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
og Ólafur Páll Gunnarsson.
Atkvæði dómnefndar og síma-
atkvæði landsmanna vega jafnt í
fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða
tvö lög eru stigahæst og þegar þau
hafa verið flutt aftur verður kosið á
ný . Í það skipti ráðast úrslitin ein-
göngu með símakosningu.
18 í dómnefnd
ZOOLANDER 2 2, 5:50, 8, 10:10
DEADPOOL 4:30, 8, 10:20(P)
ALVIN & ÍKORNARNIR 1:50, 3:50, 5:50 ÍSL.TAL
THE REVENANT 7
THE BOY 10:10
NONNI NORÐURSINS 1:50, 3:50 ÍSL.TAL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 10:20
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 1:50
TILBOÐ KL 1:50
-T.V., Bíóvefurinn
–– Meira fyrir lesendur
ÍMARK DAGUR
Föstudaginn 4. mars gefur Morgunblaðið út
sérblað, tileinkað ÍMARK deginum
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA
Fyrir kl. 12, þriðjudaginn
1. mars
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Íslenski markaðsdagurinn verður
haldinn hátíðlegur með
veglegri ráðstefnu í
Háskólabíói 4. mars.