Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Er þetta Orri smiður?“ spurði framúrskarandi kurteis kona á hinumenda línunnar. Nei, því miður. Ég er ekki smiður, svaraði ég. Barablaðamaður. Konan baðst innilega afsökunar og kvaddi með virktum. Samt hljómaði þetta alls ekki illa, Orri smiður. Afi minn, sem var mér af- skaplega kær, var smiður og á einhverjum kafla í æsku minni var ég staðráð- inn í að feta í fótspor hans. Það var annaðhvort fyrir eða eftir að ég ætlaði að verða kúreki. Lét af þessum áformum þegar ég áttaði mig á því að almættið hafði í hótfyndni sinni skrúfað á mig tíu þumalputta. Aðeins nokkrum dögum áður en kurteisa konan þurfti að ná í Orra smið hringdi maður, ekki eins kurteis en þó ekki dónalegur, og spurði um Orra Pál trommuleikara. Konan mín varð fyr- ir svörum og tjáði manninum að hann væri ekki í þessu númeri. Það væri á hinn bóginn Orri Páll blaða- maður. Ekki kurteisi en þó ekki dónalegi maðurinn vildi ekkert við hann tala enda blaðamenn frægir fyrir að slíta alla hluti úr samhengi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn ruglast á undirrituðum og Orra Páli Dýrasyni, trommuleikara Sigur Rósar. Ekki svo að skilja að ég harmi þann rugling, það er hreint ekki leiðum að líkjast! Fyrir mörgum árum, meðan ég starfaði sem blaðamaður á menning- arritstjórn þessa blaðs, buðust mér boðsmiðar á einhverja viðburði Listahá- tíðar í Reykjavík. Þurfti bara að koma og sækja þá. Fáeinum dögum eftir að það boð var látið út ganga hringdi kynningarstjóri hátíðarinnar hvumsa og tilkynnti mér að frænka mín hefði komið að sækja miðana mína. „Okkur er svo sem alveg sama hvað þú gerir við miðana þína, Orri minn Páll, en það var svolítið skrýtið að afhenda frænku þinni þá,“ sagði kynningarstjórinn. Mér féll allur ketill í eld. Hafði ekki gert neina af fjölmörgum frænkum mínum út til að sækja miðana enda þótt þær séu flestar bóngóðar. Var meira að segja búinn að sækja þá sjálfur. „Nú?“ sagði kynningarstjórinn og ég heyrði hana klóra sér í kollinum gegnum símann. „Jæja.“ Þar með lauk símtalinu en ég fann að aumingja konan vissi ekki hvort hún var að koma eða fara. Seinna sama dag fékk ég annað símtal frá kynningarstjóranum. „Heyrðu, við erum búin að upplýsa málið. Þetta var ekki frænka þín, heldur frænka Orra Páls í Sigur Rós. Hann átti líka miða hjá okkur.“ Síðan hló hún ógurlega. Og við bæði. Besta nafnasagan sem ég kann er þó eftirfarandi: Einn af fjölmörgum son- um mínum handleggsbrotnaði og eiginkona mín brunaði með hann á bráða- móttökuna í Fossvoginum. Þar tók á móti henni læknir, svo sem lög gera ráð fyrir, og meðan hann var að stumra yfir drengnum varð henni litið á nafn- spjaldið í barmi hans. Þar stóð skýrum stöfum: Orri Ormarsson. Á því augnabliki leið frúnni eins og hún væri stödd í ljósaskiptunum! Orri Páll Dýrason. Hvað ætli sé að frétta af frænku hans? Morgunblaðið/Þorkell Er hver? Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Okkur er svo sem al-veg sama hvað þúgerir við miðana þína,Orri minn Páll, en það var svolítið skrýtið að af- henda frænku þinni þá. Reynir Olgeirsson Já, ég ætla að mála heima. SPURNING DAGSINS Ætlar þú að gera eitt- hvað sér- stakt í páskafrí- inu? Sigríður Magnúsdóttir Það er ekkert á planinu því ég er búin að vera lasin. Ég er vön að vera alltaf með boð fyrir fjölskylduna á páskadag og vona því að ég nái heilsu fyrir páska. Þorsteinn Sigurður Jafetsson Nei, ekkert skipulagt. Hrafnhildur Lára Þórðardóttir Já, það verður afslöppun og sumar- bústaður. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Golli FRIÐGEIR INGI EIRÍKSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Frönsk matargerð er eins og stafróf Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Matarhátíðin Goût de France er haldin í annað sinn á Íslandi hinn 21. mars næstkomandi. Yfir 1.700 matreiðslumenn um allan heim halda merkjum franskrar matargerðar á lofti og bjóða upp á kvöldverð í anda franskrar matargerðar. Friðgeir Ingi Eiríksson, kokkur á Gallerý Restaurant á Hótel Holti, tekur þátt í hátíðinni í ár ásamt sex öðrum kokkum á sex mismundi veitingahúsum á Íslandi. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíð- unni www.goodfrance.com. Hvenær kviknaði áhuginn þinn á matargerð? Áhuginn á matargerð kviknaði eftir að hafa starfað í uppvaski á Hótel Holti og Kaffi Mílanó í rúm tvö ár. Þá fór mann að langa að taka þátt í að elda góðan og flottan mat undir mikilli pressu, það var eitthvað alveg rosalega spennandi við það. Þannig að það var ekkert annað að gera en bara vinda sér í að læra þetta. Hvaðan hefur þú sótt þína reynslu í matargerð? Ég lærði kokkinn á Hótel Holti og sótti einnig reynslu á náms- tímanum í Lúxemborg og Frakklandi. Eftir námið fór ég til Frakklands og var þar í tæp 5 ár. Ég var allan tímann á sama stað og vann mig upp í að verða yfirkokkur á veit- ingastaðnum Domaine De Clairefontaine sem hefur eina Michelin- stjörnu, og er hann staðsettur við Lyon. Þetta var endalaus lær- dómur og var ég svo lánsamur að geta tekið þátt í matreiðslu- keppnum þarna úti og einnig að heimsækja fleiri veitingastaði og fá að kynnast þeirra eldhúsum. Hvað heillar þig helst við franska matargerð? Frönsk matargerð er fyrir mér grunnurinn í matargerð eða eins og við þekkjum matargerðalist. Hún er eins og stafróf. Ef maður kann það þá get- ur maður farið að skrifa eitthvað niður. Það sem er heillandi er virðingin við hráefnið og umhverfið sem endurspeglast svo í því hvernig kokkarnir vinna með það sem er þeim næst og nýta allt til hins ýtrasta. Þess vegna eru svo mismunandi matarhefðir milli landshluta og héraða því umhverfið gefur jú mismunandi afurðir af sér. Hver eru helstu sérkenni franskrar matargerðar? Mér finnst frönsk matreiðsla einkennast svolítið af því að velja rétta mat- reiðsluaðferð fyrir hvert hráefni hverju sinni. Svo ríkir einfaldlega svo mikil þekking á mat á meðal almennings. Allir vita frá barnsaldri hvenær á að borða aprikósur, hvenær maður fær kastaníuhnetur, hvernig kartöflur á að kaupa til að búa til kartöflumús og svo framvegis. Þannig sérkenni franskrar matar- gerðar er bara árstíðabundin matreiðsla alla leið. Hvað ætlar þú að bjóða upp á á Hótel Holti þann 21. mars? Við ætlum að vera með kóngakrabba og kræklingasoð, Hægeldaðan þorsk, brasserað kálfa-bris og trufflu risotto, lambahrygg eldaðan í leirpotti, ís- lenska osta, jarðarberjakrap og basil marens, heita eplaköku og þeyttan súkkulaði ganach. Einnig verðum við með sérvalin frönsk vín með hverjum rétti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.