Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 20
F élag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stóð fyrir málstofu um hönnun, mikilvægi vandaðra leik- skólalóða og framtíð þeirra í borg- arlandslaginu í tengslum við Hönn- unarmars. Málstofan fór fram samhliða sýningu á verkum félagsmanna FÍLA tengd- um málefninu, sem haldin var í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þátttakan var góð og mættu um 120 manns á málstofuna, sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda að sögn Guðrúnar Birnu Sig- marsdóttur landslagsarkitekts og eins verk- efnastjóra sýningarinnar. Á málstofunni fjöll- uðu einstaklingar úr margvíslegum áttum um sýn sína á útisvæði leikskóla. Gaman er að segja frá því að vegna þessa mikla áhuga hefur sýningin verið flutt í Borg- artún 12-14 þar sem hægt verður að skoða hana til 1. apríl, hið minnsta. Þverfagleg nálgun „Málefnið er svo brýnt,“ segir Guðrún Birna og ítrekar mikilvægi þverfaglegrar nálgunar. Þarna á bak við eru auðvitað börnin en líka skólar, kennarar, stjórnendur, stjórnvöld og landslagsarkitektar. „Allar þessar stéttir verða að haldast í hendur,“ segir hún og nefnir dæmi þegar ver- ið sé að endurgera leikskólalóðir. „Verkefni landslagsarkitektsins er svo vítt,“ segir hún en það þurfi að skoða landslagið, veðrið og í hvaða þætti eigi að halda í umhverfinu og sög- unni. „Flækjupunktarnir eru margir,“ segir hún og jafnvel knappur tími. „Landslagsarkitektar þurfa að vera æfðir í því að leysa vandamálin og sameina hönnun sem er frábær og stenst alla staðla.“ Hún segir að með sýningunni vilji lands- lagsarkitektar minna á mikilvægi þess að standa vörð um leikskólalóðina, ekki síst hvað varðar þéttingu byggðar. Leikskólalóðin mikilvægari en stórt opið svæði „Til þess að geta þétt byggð er það á kostnað einhvers og það er yfirleitt á kostnað grænu svæðanna og leikskólalóðanna, þessara svæða sem eru okkur kær,“ segir hún og segir frá því að í Stokkhólmi séu dæmi um að leikskólalóðir hafi verið minnkaðar við þéttingu byggðar. Hún bendir á mikilvægi samstarfs sveitarfé- laga, landslagsarkitekta og fleiri hópa við að meta mikilvægi svæðanna. „Það er til dæmis dýrmætara að hafa stærri leikskólalóð en risa- stórt opið svæði.“ Hún segir að við þurfum að vera vakandi fyrir þessari þróun hérlendis. „Þessar lóðir eru svo mikilvægar,“ segir Guðrún Birna sem Morgunblaðið/Styrmir Kári Frá sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem nú hefur verið flutt í Borgartún 12-14 þar sem hægt verður að skoða hana til 1. apríl. Límband var notað til að búa til leiksvæði fyrir börnin á sýningunni. Við hönnun þessarar leikskólalóðar var sjálfbærni og umhverfi haft til grundvallar. Byggingin er klædd með rekavið. Regnvatn af þaki er leitt í bunustokk niður á stóran stein við húsvegginn. Gæði ekki mæld í fjölda tækja Útisvæði leikskóla er dýrmætt fyrir börnin og mikilvægt að það sé krefjandi og ýti undir leik. Félag íslenskra landslags- arkitekta stóð fyrir sýningu á leiksvæðum barna á Hönnunar- mars í samstarfi við skóla- og frístundsvið. Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt segir mikilvægt að vernda leikskólalóðina þegar unnið sé að þéttingu byggðar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt segir leik- skólalóðir mjög mikilvægar. Ljósmynd/Landmótun LEIKSVÆÐI 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.