Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 20
F élag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stóð fyrir málstofu um hönnun, mikilvægi vandaðra leik- skólalóða og framtíð þeirra í borg- arlandslaginu í tengslum við Hönn- unarmars. Málstofan fór fram samhliða sýningu á verkum félagsmanna FÍLA tengd- um málefninu, sem haldin var í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þátttakan var góð og mættu um 120 manns á málstofuna, sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda að sögn Guðrúnar Birnu Sig- marsdóttur landslagsarkitekts og eins verk- efnastjóra sýningarinnar. Á málstofunni fjöll- uðu einstaklingar úr margvíslegum áttum um sýn sína á útisvæði leikskóla. Gaman er að segja frá því að vegna þessa mikla áhuga hefur sýningin verið flutt í Borg- artún 12-14 þar sem hægt verður að skoða hana til 1. apríl, hið minnsta. Þverfagleg nálgun „Málefnið er svo brýnt,“ segir Guðrún Birna og ítrekar mikilvægi þverfaglegrar nálgunar. Þarna á bak við eru auðvitað börnin en líka skólar, kennarar, stjórnendur, stjórnvöld og landslagsarkitektar. „Allar þessar stéttir verða að haldast í hendur,“ segir hún og nefnir dæmi þegar ver- ið sé að endurgera leikskólalóðir. „Verkefni landslagsarkitektsins er svo vítt,“ segir hún en það þurfi að skoða landslagið, veðrið og í hvaða þætti eigi að halda í umhverfinu og sög- unni. „Flækjupunktarnir eru margir,“ segir hún og jafnvel knappur tími. „Landslagsarkitektar þurfa að vera æfðir í því að leysa vandamálin og sameina hönnun sem er frábær og stenst alla staðla.“ Hún segir að með sýningunni vilji lands- lagsarkitektar minna á mikilvægi þess að standa vörð um leikskólalóðina, ekki síst hvað varðar þéttingu byggðar. Leikskólalóðin mikilvægari en stórt opið svæði „Til þess að geta þétt byggð er það á kostnað einhvers og það er yfirleitt á kostnað grænu svæðanna og leikskólalóðanna, þessara svæða sem eru okkur kær,“ segir hún og segir frá því að í Stokkhólmi séu dæmi um að leikskólalóðir hafi verið minnkaðar við þéttingu byggðar. Hún bendir á mikilvægi samstarfs sveitarfé- laga, landslagsarkitekta og fleiri hópa við að meta mikilvægi svæðanna. „Það er til dæmis dýrmætara að hafa stærri leikskólalóð en risa- stórt opið svæði.“ Hún segir að við þurfum að vera vakandi fyrir þessari þróun hérlendis. „Þessar lóðir eru svo mikilvægar,“ segir Guðrún Birna sem Morgunblaðið/Styrmir Kári Frá sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem nú hefur verið flutt í Borgartún 12-14 þar sem hægt verður að skoða hana til 1. apríl. Límband var notað til að búa til leiksvæði fyrir börnin á sýningunni. Við hönnun þessarar leikskólalóðar var sjálfbærni og umhverfi haft til grundvallar. Byggingin er klædd með rekavið. Regnvatn af þaki er leitt í bunustokk niður á stóran stein við húsvegginn. Gæði ekki mæld í fjölda tækja Útisvæði leikskóla er dýrmætt fyrir börnin og mikilvægt að það sé krefjandi og ýti undir leik. Félag íslenskra landslags- arkitekta stóð fyrir sýningu á leiksvæðum barna á Hönnunar- mars í samstarfi við skóla- og frístundsvið. Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt segir mikilvægt að vernda leikskólalóðina þegar unnið sé að þéttingu byggðar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt segir leik- skólalóðir mjög mikilvægar. Ljósmynd/Landmótun LEIKSVÆÐI 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.