Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Side 35
Úr sumarlínu Bouchra Jarrar 2016. Hönnun Jarrar einkennist mikið til af mínimalisma. Bouchra Jarrar tók nýverið við sem listrænn stjórnandi elstatískuhúss Frakklands, Lanvin. Forveri hennar í starfi, Al-ber Elbaz, var látinn fara eftir að hafa starfað sem yfir- hönnuður Lanvin í 15 ár. Jarrar fæddist í Cannes árið 1970 en for- eldrar hennar eru marokkóskir. Hún útskrifaðist úr Duperré School of Applied Arts í París árið 1994, þá 24 ára gömul, og hóf að strax að starfa innan tískuheimsins, meðal annars við skartgripagerð hjá tískuhúsinu Jean Paul Gaultier. Tveimur árum seinna hóf Jarrar störf hjá franska tískuhúsinu Balenciaga þar sem hún var yfirmaður stúdíósins. Hún starfaði hjá Balenciaga í áratug eða þar til 2006 að hún fékk stöðu yfirhönnuðar hátískulínu Christi- ans Lacroix. Þar starfaði hún í þrjú ár eða þar til hún stofnaði eigin hátískulínu, Bouchra Jarrar, árið 2010, eftir að hafa fengið mikla hvatningu hjá Lacroix. Jarrar er mínimalískur hönnuður. Hún hefur mikið sótt inn- blástur í sjöunda áratuginn í sínum fyrri línum auk þess sem hún leggur ríka áherslu á útsaum og vönduð smáatriði. Jarrar greindi frá því í viðtali við tímaritið WWD að þegar hún hæfi störf hjá Lanvin myndi hún helga sig starfinu. Því telja tískuspekúlantar ekki líklegt að hún muni halda áfram að hanna línur fyrir Bouchra Jarra. Jarra er fjórða konan sem stýrir tísku- húsinu Lanvin, sem var stofnað árið 1889. Hún mun gegna starfi yfirhönn- uðar kvenlínu tískuhússins. Það þótti mikil eftirsjá að Alber Elbaz og mótmæltu aðr- ir starfsmenn Lanvin upp- sögninni. Elbaz er þekktur fyrir ákaflega glæsilega kjóla og kokteilklæðnað og því má gera ráð fyrir töluverðum breytingum hjá Lanvin þar sem Jerra er þekkt fyrir fágaðan einfaldleika. Þó er stefna fyrirtækisins að halda í glæsi- lega kjóla og kokteilklæðnað sem verður áberandi ásamt einföldum fatnaði í anda Bouchra Jarrar. Bouchra Jarrar tók nýverið við sem yfirhönn- uður elsta starfandi tískuhúss Frakklands, Lanvin. Jarrar er fjórða konan sem stýrir hönnunardeild hússins. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Bouchra Jarrar hefur tekið við sem yfirhönnuður Lanvin. AFP Alber Elbaz var látinn hætta eftir 15 ár hjá tískuhúsinu. Úr sumarlínu Albers Elbaz fyrir Lanvin 2016. Línan einkennist af fallegum formum og glæsileika. Einfaldleiki í bland við hátísku 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Vila 7.490 kr. Stutterma galla- skyrta. Falleg við til að mynda gallabuxur. Kastanía 31.990 kr. Þetta úr frá Tiwa er ofboðslega fallegt. Selected 49.990 kr. Vandaður rúskinns- jakki í rústrauðum lit. Gallerí 17 52.995 kr. Síð, hneppt leðurskyrta er falleg yfir gallabuxur eða þykkar sokkabuxur og strigaskó. Bianco 13.990 kr. Támjó ökklastígvél eru fáguð og passa við flest. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Það er nauðsynlegt að eiga gott úrval af grunnflíkum sem henta við mörg tilefni og auðvelt er að poppa upp með skarti og öðr- um aukahlutum. Klassískir hælar, góðar gallabuxur og þægilegur jakki eru flíkur sem eiga oft við og auðvelt er að para við mismunandi flíkur og snið. Net-a- porter.com 24.382 kr. Æðislegt síma- hulstur frá Saint Laurent. Eva 17.995 kr. Þröngar gallabuxur frá Samsøe & Samsøe. Hugo Extreme er ný útgáfa af hinum goðsagnakennda ilmi Hugo Man frá árinu 1995. Nýi lmurinn er þó eilítið krydd- aðri en Hugo Man. sigurborg@mbl.is Essie naglalökkin eru mjög endingargóð og fáanleg í fjöl- mörgum litum. Petal Pushers er fallegur litur úr vorlínu Essie. Hugo Woman Extreme er ný útgáfa af ilminum Hugo Woman frá Hugo Boss. Ferskur og kvenlegur blómailmur. Nýtt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.