Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. M A R S 2 0 1 6 Stofnað 1913  72. tölublað  104. árgangur  SPÆNSK MENNING OG LIST FYRIR UTAN SAND OG SÓL HELLIR OG MÁTTUR FRÖNSKU LYFJALAUST LAXELDI EINSTAKT Á HEIMSVÍSU ENDURBYGGING 12 HREINLEIKI Á ÍSLANDI 20SAGA OG HEFÐ 34  Um 30 þúsund mál komu til kasta borgara- þjónustu utan- ríkisráðuneytis- ins á síðasta ári. Þegar neyðar- ástand kemur upp erlendis þar sem íslenska rík- isborgara er að finna er þjón- ustan ræst í gang ásamt bakvakt- arteymi, líkt og gerðist núna síðast eftir hryðjuverkin í Brussel. Áætlað er að um 40 þúsund Ís- lendingar séu búsettir erlendis og því margir sem geta þurft á þjón- ustunni að halda. Líkt og vegna Brussel fer við- bragðsáætlun í gang þar sem verk- lagsreglur eru samræmdar og skjót viðbrögð starfsmanna ráðuneyta, sendiskrifstofa og ræðismanna eru tryggð. Leitast er við að staðsetja íslenska ríkisborgara erlendis, tryggja öryggi þeirra og eftir at- vikum koma þeim á öruggan stað. Samfélagsmiðlar gegna þar lykil- hlutverki í dag. »15 30 þúsund mál á borði íslensku borg- araþjónustunnar Minningarathöfn í Brussel. Fleiri farþegar » Heildarfjöldi farþega árið 2016 er áætlaður 6,7 milljónir manns. Það er fjölgun um 1,9 milljónir á milli ára. » Starfsfólki verður fjölgað og flugstöðin stækkuð í ár. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Alls hafa 25 flugfélög boðað komu sína til Íslands í sumar. Hefur flug- félögunum því fjölgað um fimm frá árinu 2015 þegar 20 félög lentu hér á landi með farþega sína. Er þetta töluverð fjölgun en árið 2010 voru flugfélögin einungis tíu talsins og fimm árið 2005. Flugfélögin sem hingað hafa kom- ið eiga uppruna víða um heim en sem dæmi má Lufthansa, Easy Jet, Pri- mera Air, Air Berlin, Lux Air, Air Greenland, Czech Airlines, SAS og Sun Express. Stærsta félagið sem flýgur hingað til lands í sumar með tilliti til farþegafjölda er Easy Jet. Áætlað er að um 6,7 milljónir far- þega fari um Keflavíkurflugvöll í ár en til samanburðar fóru um 4,8 millj- ónir manna um völlinn í fyrra. Þar á meðal eru komu-, brottfarar- og skiptifarþegar og því eykst heildar- álag á flugvöllinn milli ára. Starfsfólki í Leifsstöð hefur verið fjölgað til að koma til móts við aukið álag og flugstöðin sjálf stækkuð, seg- ir Guðni Sigurðsson, upplýsingafull- trúi Isavia, við Morgunblaðið. Metfjöldi flugfélaga í sumar  25 erlend flugfélög með ferðir til og frá Íslandi í sumar  Voru fimm árið 2005  Heildarfjöldi farþega áætlaður 6,7 milljónir í ár  Isavia bregst við fjölguninni MFjölgun um 1,9 milljónir »4 AFP Ofbeldi Fjórir sem slösuðust í árás- unum fyrir viku eru látnir. Belgísk yfirvöld hafa skýrt frá því að tala látinna eftir hryðjuverka- árásina á þriðjudaginn fyrir viku sé nú komin upp í 35 að vígamönn- unum sjálfum meðtöldum. Ástæða þess að tala látinna hækkar er að fjórir sem særst höfðu í árásinni eru nú látnir. Viðbúnaður er enn mikill í Bruss- el og hefur lögreglan í Belgíu gert húsleit víða og búið er að handtaka á annan tug einstaklinga. Lögreglan í Hollandi handtók á páskadag Frakkann Anis B í Rotterdam og fundust skotfæri í húsi hans. Grun- ur leikur á því að hann hafi verið að undirbúa árás í Frakklandi. Sleppt úr haldi lögreglu Í Belgíu þurfti ríkissaksóknari að sleppa úr haldi Faycal Cheffou en hann er talinn vera maðurinn sem sést ganga um Zaventem-flugvöll með hryðjuverkamönnunum tveim- ur rétt áður en þeir sprengdu sig upp. Faycal Cheffou var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum, að sögn ríkissaksóknara í Belgíu. Hryðjuverk í Pakistan Yfir 70 manns létu lífið í sjálfs- morðsárás í almenningsgarði í borg- inni Lahore í Pakistan á páskadag og fleiri en 300 manns eru særðir. Árásinni var beint gegn kristnum sem voru samankomnir til að fagna páskum. Árásin var gerð nærri barnaleikvelli og er talið að um 30 börn séu meðal látinna. Klofnings- hópur úr röðum talibana hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og sagt hann beinast gegn kristnum. »18 Fleiri fórnarlömb fallin í Brussel  Einn handtekinn í Hollandi  Yfir 70 látnir eftir hryðjuverkin í Pakistan Landsmenn voru á ferð og flugi um páskana að vanda. Fjöldi var á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, sumir héldu til fjalla á jepp- anum góða eða sleðanum en flestir sem völdu ævintýri í snjónum spenntu á sig skíði eða bretti. Veður var gott víðast hvar og skíðabrekkurnar iðuðu af lífi, t.d. í Hlíðarfjalli við Akureyri þar sem myndin var tekin í gær. Sumir vita að mik- ilvægt er að hvíla sig vel á milli ferða! »10-11 Stund milli stríða í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmennt í skíðabrekkum landsins um páskahelgina  Bandaríska dómsmála- ráðuneytið hef- ur fellt niður kröfu á Apple um að opna síma í eigu manns sem gerði árás í San Bernardino í Kaliforníu í desember sl. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, hefur tekist að opna símann með hjálp þriðja aðila. Apple neitaði að verða við kröf- um FBI um að komast fram hjá öryggiskerfum iPhone-síma fyrir- tækisins. Fyrirtækið sagði að kraf- an stæðist ekki ákvæði stjórnar- skrárinnar og ef fyrirtækið yrði að opna símann myndi það eyðileggja það traust sem allir iPhone not- endur bera til Apple. FBI komst inn í sím- an án leyfis Apple iPhone frá Apple. Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð menningarborginni Pal- myra á sitt vald en liðsmenn Ríkis íslams tóku hana fyrir 10 mánuðum. Þrátt fyrir mikla eyðileggingu Ríkis íslams á fornminjum í borginni, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, telja fornleifafræðingar að byggja megi hana upp á fimm árum. Ríki íslams er að hörfa á flestum vígstöðvum í Sýrlandi og Írak. »19 Palmyra í Sýr- landi frelsuð RÍKI ÍSLAMS GEFUR EFTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.