Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 eru til af Eyfellingum sem gerðust langþreyttir á durtum sem bjuggu hér í hellinum og fóru ránshendi um svæðið. Þeir voru að lokum eltir uppi og drepnir, en þú verður að láta Fannar bónda segja þér þá blóðugu sögu, ég lýg einhverju að þér ef ég segi þér hana,“ segir Guðjón og hlær. Fleiri blóðugar sögur bætast við þegar gengið er inn í hellinn sem opnast innst í fjárhúsinu, en upp í hann eru höggnar tröppur í bergið. „Árið 1936 komu hingað menn frá Dolla prakkara, sem fleiri kann- ast við sem Adolf Hitler, og stunduðu þeir rannsóknir á hellinum. Á efri hæðinni í hellinum hefur hakakross verið ristur í bergið. Þeir voru með kenningu um að hér hefðu áður fyrr farið fram fornar, heiðnar athafnir, blóðfórnir. Hér eru ummerki, bollar í gólfi og hankar í veggjum. Þýsku fornleifafræðingarnir töldu að hér hefðu þrælmenni verið bundin niður og þeir skornir á háls og blóðið látið dreyra niður í hlautbollana.“ Benjamín bætir því við að öll þessi ummerki veki ýmsar getgátur, en lítið sé um heimildir. „Þó eru til heimildir um að til forna létu bændur hér undir Eyja- fjöllum þræla sína höggva hella,“ segir hann og bætir við að hann hafi séð móösku þegar þeir voru að stinga út úr húsinu í upphafi og það bendi til þess að eldað hafi verið þarna. Guðjón er kominn á flug í sög- unum og kemur næst með frásögn af því hvernig Eyfellingar á sínum tíma blönduðust Fransmönnum. Hann segist hafa söguna frá innfæddum. „Það strandaði franskt skip og aðeins tókst að bjarga einum ungum manni. Hann var settur kaldur og hrakinn upp í rúm til húsfreyju á bæ einum og hún afklæddist til að hlýja manninum og reyna að koma í hann Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Inn af þessu fjárhúsi er mjögmerkilegur, manngerður hell-ir sem enginn veit hversugamall er. Hann er stór, á þremur hæðum, og þar sjást merki um hin ýmsu byggingarstig. Hann hefur verið þiljaður af og innst í hon- um hefur greinilega verið höggvið úr fyrir rúmbálki. Við getum því gert ráð fyrir að margir Eyfellingar hafi komið undir hér í þessum helli,“ segir Guðjón Kristinsson hleðslumaður og hlær, en hann ásamt bróður sínum Benjamín vinnur nú að því fyrir Minjastofnun að endurgera gamalt fjárhús sem byggt var framan við helli í Hrútafelli undir Eyjafjöllum. „Þetta hús var byggt á fjórða áratug tuttugustu aldar og er merki- legt fyrir þær sakir að gamla og nýja verkmenningin mætast í því. Ofan á mæninum voru til dæmis járnplötur, en jafnframt er þakið klætt með steinhellum á gamla mátann. Þetta var að mestu hrunið, hálft þakið stóð uppi en tréverkið var kássufúið. Upp- runalega timbrið í húsinu er úr skips- flökum og rekavið, en við ákváðum að nota íslenskan skógarvið í uppistöð- urnar. Brúnásarnir eru gömlu upp- runalegu raftarnir og í steinhleðsl- unni í gaflinum er grjótið að mestu það sama og var fyrir. Þetta hefur verið tröllsleg hleðsluaðferð því þetta eru mjög stórir steinar, þrjú til sex hundruð kíló hver. Þær eru flottar hleðslurnar víða hér undir Eyjafjöll- um, enda gátu þeir höggvið þetta til með öxi því móbergið er svo mjúkt,“ segir Guðjón og bætir við að þetta húsakerfi sé ævafornt, frá bronsöld. „Þetta er svokallað þriggja ása kerfi, það eru súlur sem halda uppi tveimur brúnásum og þar á milli er vaglbiti og ofan á honum er mæniás. Þetta húsakerfi finnst hjá mörgum þjóðum um víða veröld, alveg til Suðurhafseyja. Þetta er dæmigerð norræn byggingaraðferð, alveg frá forn- eskju, og virkilega gaman að vinna við þetta.“ Blóðugar sögur og ástin líka Þegar gengið er inn í fjárhúsið segir Guðjón að dauður hrútur liggi þar undir jarðveginum og sé það vel við hæfi, því fé hafi verið haldið í hús- inu árum saman. „Einhverjar munnmælasögur „Í þessum helli hafa margir Eyfellingar komið undir“ Bræðurnir og hleðslumeistararnir Guðjón og Benjamín Kristinssynir vinna nú við að endurbyggja fjárhús undir Eyjafjöllum, en í þeirri byggingu mætast gamli tíminn og nýi. Inn af fjárhúsinu er stórmerkilegur hellir á þremur hæðum þar sem ummerki eru um að fólk hafi búið. Guðjón fór á kostum og sagði sögur. Að störfum Benjamín fer til að ljúka við þilið en Guðjón hugar að hleðslu. Undir kletti Fjárhúsið stendur fallega í framhaldi af klettinum og hellinum. Guðjóni Kristinssyni hleðslumeistara er margt til lista lagt, hann hefur í gegnum tíðina hoggið út og skorið í tré og hvalbein hinar ýmsu kynjaver- ur og einnig hefur hann málað í seinni tíð. Í síðustu viku opnaði hann sýningu á verkum sínum í Átthaga- stofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík og stendur sýningin til 15. apríl. Þar get- ur að líta sýnishorn af því sem hann hefur verið að dunda sér við í smiðj- unni sinni heima í Árbæ í Ölfusi, á milli þess sem hann hleður veggi. Hann er t.d. hleðslumeistari Þúfu Ólafar Nordal við HB Granda, auk annarra verka hér heima sem og í út- löndum. Hægt er að fylgjast með Guðjóni og störfum hans á Facebook- síðunni: Stokkar og steinar. Sýning í Átthagastofu Kraftur Eitt af málverkum Guðjóns. Höggmyndir og málverk Guðjóns Útskurður Guðjón í smiðju sinni. Þó páskahátíðin sé frá er um að gera að skoða og kynna sér grip mánaðar- ins hjá Þjóðminjasafninu, en það er forláta páskaeggjamót frá miðri 20. öld úr Björnsbakaríi í Reykjavík. Mót- in voru á sínum notuð til að útbúa súkkulaðiegg og -hænur. Á Íslandi er fyrst minnst á páska- egg í blaðafrétt árið 1893. Þar segir frá því að Rússakeisari hafi fundið á skrifborði sínu skrautlega málað páskaegg með uppreisnarhótunum frá andstæðingum sínum innan í. Ekki verður vart við siðinn sjálfan hérlendis fyrr en kemur fram undir 1920. Væntanlega hafa Íslendingar þó þegar kynnst páskaeggjum í Dan- mörku og víðar. Innflutt páskaegg fengust í búðum á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar, en fyrsta prentaða heimild um ís- lensk egg má sjá árið 1922 þegar Björnsbakarí birti auglýsingu í Morg- unblaðinu 2. apríl um að páskaeggin væru þegar tilbúin. Páskaeggjamótin eru til sýnis í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík. Heimild: Árni Björnsson, Saga daganna, Reykjavík 1993. Gripur marsmánaðar í Þjóðminjasafninu Páskaeggjamót frá miðri 20. öld úr Björnsbakaríi í Reykjavík Miðaldir Uppruna páskaeggja má rekja til daga lénsveldisins á miðöldum. Í FÍNU FORMI EFTIR MIÐJAN ALDUR! Nú hefur uppskriftinni af Build Up verið breytt og hún endurbætt. Drykkurinn heitir nú Meritene Energis. Meritene Energis er próteinríkur næringardrykkur í duftformi. Hann inniheldur 19 vítamín og steinefni sem miða við næringarþarfir fólks um og eftir fimmtugt. Meritene Energis kemur í stað Build Up Meritene Energis nýtist vel í tengslum við: • Þreytu og þrekleysi af völdum skorts á næringarefnum • Næringar- og vítamínskort • Minnkaða matarlyst • Þyngdartap • Uppbyggingu eftir veikindi Þú færð Meritene Energis í Hagkaupum og öllum helstu apótekum. Heilbrigð sál í hraustum líkama

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.