Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
Nokkrir hælisleitendur komu nýverið ásamt sjálf-
boðaliðum Rauða krossins í heimsókn á Stofnun Árna
Magnússonar. Þar tók Guðrún Nordal forstöðumaður
á móti þeim, kynnti þeim stofnunina og stiklaði á stóru í
sögu þjóðarinnar frá landnámi. Fékk hópurinn kynn-
ingu á handritunum, íslensku tungumáli og ýmsu öðru.
Ljósmynd/Árnastofnun
Hælisleitendur á Árnastofnun
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ferðamenn sækjast eftir að leigja
herbergi í gistiheimilinu Ási í Hvera-
gerði sem er að Bláskógum 5. Húsið
er í eigu Grundar.
Það hafði staðið
autt um tíma áður
en farið var að
leigja það ferða-
mönnum.
„Það hefur ver-
ið töluverð aukn-
ing á ásókninni í
þetta,“ sagði Júl-
íus Rafnsson,
framkvæmda-
stjóri Áss. „Okkar
hefðbundna starfsemi hefur gengið
út á að þjónusta aldrað fólk, bæði í
dvalarrýmum og hjúkrunarrýmum.
Þá höfum við lengi verið með þjón-
ustu við fólk með geðræn veikindi, í
samvinnu við Landspítalann. Það hef-
ur búið hjá okkur í skemmri eða
lengri tíma. Einnig höfum við leigt
starfsfólki okkar húsnæði og fólki
sem komið er yfir sextugt.“
Júlíus sagði að ríkið hefði skorið
niður þjónustuna á árunum 2008 til
2011 og rúmum verið fækkað. Hann
sagði að heimildir Áss til að gegna
sinni föstu þjónustu hefðu verið
skornar niður um 18% frá árinu 2008.
Þáverandi ríkisstjórn hefði ákveðið
að fækka rúmum á allflestum öldr-
unarheimilum í landinu til þess að
geta borgað að minnsta kosti vísitöl-
una ofan á daggjöldin. Einnig var
markmiðið að fjölga einbýlum á heim-
ilunum. „Það eina sem þeir gerðu í
Ási var að fækka einbýlunum. Einu
tvíbýlin sem við erum með eru í
hjúkrunarheimilinu,“ sagði Júlíus.
Ás er nú með sex íbúðir í útleigu
fyrir 60 ára og eldri og er mikil eft-
irspurn eftir þeim. „Við ákváðum að
gera tilraun með gistiheimili fyrir
ferðamenn í einu húsinu. Það er í bí-
gerð að bæta við einu eða tveimur
húsum í viðbót fyrir ferðamenn. Þessi
hús hafa öll staðið auð um nokkurt
skeið,“ sagði Júlíus. Engum var því
sagt upp til þess að búa til pláss fyrir
ferðamennina.
Góð aðstaða fyrir ferðamenn
Í Bláskógum 5 eru þrjú tveggja
manna herbergi, sameiginlegt bað,
eldunaraðstaða og setustofa. Þar er
sjónvarp og þráðlaust netsamband.
Hægt er að bóka herbergi í gegnum
vefinn booking.com eða í gegnum
netfangið gisli@grund.is.
Júlíus sagði að hann hefði sent
skipulagsyfirvöldum í Reykjavík fyr-
irspurn fyrir nokkru um hvort leyfi
fengist til að breyta húsnæði í eigu
Grundar í borginni til útleigu fyrir
ferðamenn. Samkvæmt svarinu var
talið að það yrði ekki leyft.
„Eitthvað verðum við að gera til að
ná endum saman í þessum öldr-
unarrekstri. Við höfum selt eignir til
að standa undir honum. Þetta hefur
verið erfitt, sérstaklega síðustu 6-7
ár,“ sagði Júlíus.
Ás tekur við ferðamönnum
Eitt hús í Hveragerði þegar leigt ferðamönnum Í bígerð að bæta við fleiri
húsum í ferðaþjónustu Gert til að ná endum saman í öldrunarrekstrinum
Júlíus
Rafnsson
Ljósmynd/Kjartan Örn Júlíusson
Hveragerði Gistiheimilið Ás er að Bláskógum 5. Þar eru þrjú herbergi til
leigu fyrir ferðamenn og aðstaða. Einnig er hægt að leigja allt húsið í einu.
Húnavatnshreppur samþykkti á
dögunum að veita Landsvirkjun
heimild til að reisa tvö vindmælinga-
möstur. Eru þau 50 og 60 metra há
en mælingarnar eru liður í undirbún-
ingi Landsvirkjunar fyrir mögu-
legan vindmyllugarð í svonefndum
Blöndulundi, sem ætlað er að geta
framleitt 100MW raforku.
Margrét Arnardóttir, verkefnis-
stjóri vindorku hjá Landsvirkjun,
reiknar með að möstrin verði reist í
lok sumars. Ekki verða fleiri slík
reist í tengslum við rannsóknir fyrir
Blöndulund. Möstrin fara upp í landi
Steinár 2-3 og á Auðkúluheiði. Þau
munu standa uppi í að minnsta kosti
ár og mæla þarna vindhraða og aðra
veðurfarsþætti.
Að sögn Margrétar voru á þessum
stöðum minni mælingamöstur, um
10 metra há. Þetta sé næsta skref
mælinganna.
Sambærilegt mastur, þó öllu
hærra, eða 80 metrar, hefur staðið
fyrir ofan Búrfell vegna Búrfells-
lundar. Landsvirkjun hefur nú skilað
inn matsskýrslu til Skipulagsstofn-
unar um Búrfellslund, en fyrir eru
þær tvær vindmyllur sem gefið hafa
góða raun í raforkuframleiðslu.
bjb@mbl.is
Tvö möstur reist til vind-
mælinga Landsvirkjunar
Liður í undir-
búningi fyrir mögu-
legan Blöndulund
Ljósmynd/Landsvirkjun
Vindur Mastur sett upp við Búrfell,
verður svipað í Blöndulundi.
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Veitingastaðir, kaffihús
ísbúðir & booztbarir velja
Vitamix blandara
Tímaritið eVolo hefur frá árinu 2006
haldið hugmyndasamkeppni um
byggingu skýjakljúfa. Hafa nú vinn-
ingshugmyndir ársins 2016 verið
kynntar og er margt um áhugaverðar
hugmyndir. Í þriðja sæti keppninnar
höfnuðu Ítalirnir Valeria Mercuri og
Marco Merletti með hugmynd sína að
skýjakljúfi á Íslandi. Hugmyndin er
að kljúfurinn muni hýsa gagnaver
fyrir fyrirtæki bæði vestanhafs og
austan. Í tilkynningu dómnefndar
segir að þörfin á gagnaverum muni
aukast í framtíðinni auk þess sem
áhersla á umhverfisvæn gagnaver
verði meiri. Er bent á heppilega stað-
setningu Íslands, mitt á milli Evrópu
og Bandaríkjanna. Þá er kuldinn hér
á landi gagnlegur til að kæla gagna-
verin. Síðan sé orkuverð lágt og fram-
leiðsla orkunnar afar umhverfisvæn.
Gagnaver
í átt til
skýjanna
Hugmynd Svona gæti skýjakljúf-
urinn á Íslandi litið út.
Tölvumynd/eVolo