Morgunblaðið - 29.03.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
BAKSVIÐ
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Strax og fréttist af árásunum á
þriðjudag voru borgaraþjónustan og
bakvaktarteymi hennar kölluð út hér
heima eða um tíu manns,“ segir Urð-
ur Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi ut-
anríkisráðuneytisins, um ferlið sem
fer í gang hjá íslensku utanríkisþjón-
ustunni ef upp kemur neyðarástand
erlendis þar sem íslenska ríkisborg-
ara er að finna. Talið er að um 40 þús-
und Íslendingar séu nú búsettir er-
lendis og árið 2015 hafi Íslendingar
farið í um 450.000 ferðir til útlanda,
skv. upplýsingum Ferðamálastofu.
Neyðarástand getur myndast til
dæmis við styrjaldir, náttúruhamfarir
og nú síðast hryðjuverk í Belgíu.
Við slíkt ástand fer viðbragðsáætl-
un í gang þar sem verklagsreglur eru
samræmdar og skjót viðbrögð starfs-
manna ráðuneyta, sendiskrifstofa og
ræðismanna er tryggð. „Þegar það
kemur upp neyðarástand í landi þar
sem við erum með sendiráð þá höfum
við strax samband og samstillum
vinnu okkar við að miðla upplýsingum
og hafa uppi á Íslendingum í borg-
inni,“ segir Urður. Einnig sé strax
haft samband við stjórnvöld á staðn-
um og upplýsinga aflað um stöðu ís-
lenskra ríkisborgara.
Þannig er leitast við að staðsetja ís-
lenska ríkisborgara erlendis, tryggja
öryggi þeirra þar og eftir atvikum
koma þeim á öruggan stað. Sé um al-
varlegri tilfelli að ræða getur komið
til greina að standa að neyðarflutn-
ingi þeirra frá umræddu svæði.
Utanríkisþjónustan létti þannig
undir með sendiráðunum þar sem þau
séu ekki stór og gríðarlegt álag skap-
ist við neyðarástand eins og hryðju-
verk. „Við reynum því að létta undir
eins og hægt er, beina símtölum til
okkar, nýta samfélagsmiðlana og
annað,“ bætir hún við.
Aukið gildi samfélagsmiðla
Samfélagsmiðlarnir gera gríðar-
legt gagn í neyðarástandi eins og því
er myndaðist í Brussel eða París þeg-
ar hryðjuverk voru framin, að sögn
Urðar. „Við hvetjum fólk eindregið til
að nýta samfélagsmiðlana og láta vita
af sér. Það léttir gríðarlega undir með
öllum – bæði aðstandendum og vinum
fólks á svæðinu og svo okkur sem er-
um að reyna að ná yfirsýn yfir stöð-
una. Símtöl og sms eru góð en þau ná
bara til þess sem er á hinum enda lín-
unnar og margir standa enn eftir
áhyggjufullir.“
Sendiráðin eru einnig hvött til að
vera virk á samfélagsmiðlum og veita
þar nauðsynlegar upplýsingar.
„Sendiráð Íslands í Brussel mjög
virkt í að miðla upplýsingum frá yf-
irvöldum, til dæmis hvort ætti að
halda sig innandyra, hvaða lestarlínur
væru lokaðar og annað nauðsynlegt
er varðaði ástandið,“ segir
Urður en Íslendinga-
hópar á Facebook hafi
einnig verið virkjaðir
í gegnum sendiráðin.
„Ég held að fólk sé
að átta sig æ betur á
því hve miklu máli
skiptir að láta strax
vita af sér og að þar
leiki samfélagsmiðl-
ar algjört lykilhlut-
verk.“
Virk þjónusta í neyðarástandi
Utanríkisþjónusta, sendiráð og ræðismenn samstilla vinnubrögð í neyðarástandi Hvetja til nýt-
ingar á samfélagsmiðlum til upplýsinga um öryggi 30.000 mál á borð borgaraþjónustunnar í fyrra
AFP
Öryggi Samfélagsmiðlar hafa sannað mikilvægi sitt þegar neyðarástand myndast erlendis þar sem Íslendingar eru.
Borgaraþjónustan veitir ís-
lenskum ríkisborgurum vernd
og aðstoð gagnvart erlendum
stjórnvöldum, stofnunum og
einstaklingum allt árið um
kring. Þá fer þjónustan með
mál er varða réttindi Íslendinga
og íslenska hagsmuni erlendis.
Borgaraþjónusta hefur vaxið
mjög með árunum en hún gegn-
ir hlutverki alla daga, allt árið
um kring þó mest beri á henni
þegar neyðarástand skapast er-
lendis. Fjöldi aðstoðarmála sé í
beinu hlutfalli við aukinn fjölda
Íslendinga erlendis, segir Urður.
Sem dæmi um aðstoð sem
veitt er íslenskum ríkisborg-
urum má nefna útgáfu ferða-
skilríkja, vottun opinberra
skjala, aðstoð við Íslendinga
sem slasast eða lenda í vanda.
Á síðasta ári komu um
30.000 mál inn á borð til úr-
lausnar borgaraþjónustunnar
og er það í samræmi við síð-
ustu ár. „Þetta eru bæði
stór og smá mál,“ segir
Urður en þjónustan er
samstarfsverkefni
skrifstofunnar, sendi-
ráða og ræðismanna
Íslands erlend-
is.
Aðstoð allan
ársins hring
BORGARAÞJÓNUSTAN
Urður
Gunnarsdóttir
Rafvædd framtíð í takt við samfélagið
– hverjar eru áskoranir Landsnets í stóru myndinni?
Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica,
kl. 9-11 þriðjudaginn 5. apríl 2016, þar sem fjallað
verður umhlutverk raforku í tengslum við stöðu
loftslagsmála á Íslandi:
Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir varðandi stefnu-
mótun, þróun og uppbyggingu flutningskerfis raforku á
Íslandi?
Hver er staða loftslagsmála í heiminum, umræðan á Íslandi
og hvernig geta Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálarnar?
Með hvaða hætti má draga enn frekar úr losun gróðurhúsa-
loftegunda til framtíðar í íslenskum sjávarútvegi?
Morgunhressing er í boði frá kl. 8:30 og á fundinum.
Þátttökuskráning á landsnet.is, eða í síma 563 9300.
Allir velkomnir!
Dagskrá:
Pallborðsumræður
Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost aðmæta á fundinn,
geta fylgstmeð beinni útsendingu frá honum á landsnet.is og ámbl.is.
Þá verður hægt að senda fyrirspurnir á twittermeð
merkingunni #landsnet.
Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra
Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir
– Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets
Leysa þarf knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til
framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga
– Guðni Elísson, prófessor
Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í
sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi
Fundarstjóri – EddaHermannsdóttir
AT
HY
GL
I–
04
-0
3-
16