Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 21

Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Bláfjöll Skíðafólk naut útiverunnar um páskana eins og fleiri og þurfti oft ekki að fara langt til þess að láta reyna á leiknina í góða veðrinu. Styrmir Kári Þegar erfiðleikar koma í ljós hjá barni í leik- eða grunnskóla er brýnt að skoða nánar í hverju erfiðleikarnir felast. Kennarar og stjórnendur skólans hafa þá samband við þjónustumiðstöð hverf- isins og mál barnsins á að fara strax í ákveð- inn farveg, þ.e. á bið- lista eftir skoðun og mati sérfróðra aðila. Í framhaldinu er mikilvægt að barnið fái þá sérfræðiþjónustu sem sérmenntaðir þjónustuaðilar, s.s. sálfræðingar og sérkennarar, telja að þörf sé á til að auka vellíðan barnsins og auðvelda því að ná góð- um tökum á mikilvægum viðfangs- efnum og námsefni eftir því sem við á. Þrjú þjónustustig Þjónustumiðstöðvar borgarinnar hafa yfirumsjón með sérfræðiþjón- ustunni. Þjónustustigin eru þrjú. Fyrsta stigið er ákveðin grunnþjón- usta, Almenn þjónusta, og nær til allra barna og fjölskyldna þeirra, s.s. heilbrigðisþjónusta, þjónusta leik- og grunnskóla og svo fé- lagsþjónusta. Annað þjónustustigið er Sérhæfð þjónusta, hún nær til um 10 – 15% barna og undir hana flokkast ýmis sér- úrræði félagsþjónust- unnar. Þriðja stigið er Stofnanaþjónusta sem nær aðeins til um 3-4% barna. Sérfræðiþjónustan Sérfræðiþjónustu er ætlað að vera til stuðnings barninu og fjölskyldu þess en er ekki síður til stuðn- ings við starfsemi og starfsfólk í skóla barnsins. Með sérfræðiþjónust- unni er unnið að því að efla faglegt starf skólans til að þar sé hægt að leysa flest þau viðfangsefni sem koma upp í skólastarfinu. Er það vel, því oft þarf að veita kennurum og öðru starfsfólki skólans leið- sögn þegar um er að ræða ýmsa sérstæða erfiðleika sem upp kunna að koma í eðlilegu skólastarfi. Sérfræðiþjónustan getur verið með ýmsu móti. Fyrsta skrefið þarf alltaf að vera einhvers konar greining eða skimun til að ákveða alvarleikastig og eðli erfiðleika barnsins sem og forgangsstig. Síð- an er að ákveða hvaða þjónusta er talin helst koma til greina til að koma barninu til hjálpar. Það sorg- lega er að allstór hópur barna þarf að bíða óheyrilega lengi eftir því að komast að í grunngreiningu eða skimum. 418 börn bíða eftir sérfræðiþjónustu Framsókn og flugvallarvinir hafa í vetur leitað eftir upplýsingum um stöðu mála á biðlistum borgarinnar eftir sérfræðiþjónustu fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Hér var leitað eftir lengd og eðli biðlista eftir hverfum sem gæfi þá líka mögulega til kynna hvort það reynd- ist rétt að biðtími barnanna væri mislangur eftir búsetu innan Reykjavíkur. Í ljós kom að pr. 1.2. 2016 voru 418 börn á biðlista eftir sér- fræðiþjónustu skóla og skiptist þannig eftir þjónustumiðstöðum: Vesturbær 23 börn, Miðborg og Hlíðar 69 börn, Laugardalur og Háaleiti 114 börn, Árbær og Graf- arholt 76 börn, Grafarvogur og Kjal- arnes 91 barn (auk 70 barna sem höfðu fengið skimum en enga aðra þjónustu, þetta gerir í raun 161 barn) og í Breiðholti 45 börn (auk 161 barns sem hafði aðeins fengið skimun en enga aðra þjónustu, gerir í raun 206 börn). Hver er vandi barnanna? Þegar ástæður tilvísana varðandi biðlistana pr. 1.2. 2016 eru skoðaðar kemur í ljós að fjórar helstu ástæð- urnar eru; nr. 1 einbeitingarerf- iðleikar, nr. 2 málþroskavandi, nr.3 tilfinningalegir erfiðleikar og nr.4 hegðunarerfiðleikar. Þegar skoðað er sérstaklega hver sé helsti vandi þeirra barna sem eru með erlent ríkisfang kemur svipað í ljós; nr. 1 málþroskavandi, nr. 2 ein- beitingarskortur, nr. 3 og nr. 4 eru tilfinningalegir erfiðleikar og hegð- unarerfiðleikar. Í hvaða hverfi á barnið mitt að búa? Í ljós kom, að ef upp kemur þörf á sérfræðiþjónustu, þá getur skipt verulegu máli í hvaða hverfi borg- arinnar barnið býr. Þetta er með öllu óásættanlegt. Í fyrsta lagi á ekki að bíða lengi með að setja í gang vinnu- ferli til að koma börnunum til hjálpar þegar eitthvað alvarlegt er talið að. Í öðru lagi hlýtur það að flokkast und- ir brot á jafnræðisreglu að barn sem býr t.d. í Breiðholti þurfi að bíða allt að tveimur árum lengur eftir þjón- ustu en ef barnið býr í öðru hverfi borgarinnar þar sem biðtíminn er mun styttri, t.d. í Vesturbænum. Hvað á barnið að bíða lengi eftir hjálp? Þegar rýnt er í nýjustu tölur bið- listanna kemur t.d. í ljós að í Breið- holti eru 24 leikskólabörn sem eru búin að vera lengur en 6 mánuði á biðlista og síðan eru 50 grunnskóla- börn í Breiðholti búin að vera lengur en tvö ár á biðlista. Já, sum grunn- skólabörnin hafa þurft að bíða í tvö ár – og bíða enn. Þar sem biðtíminn er áberandi lengstur, þ.e. í Breiðholti, hefur ver- ið unnið gríðarmikið þróunarstarf á síðustu árum m.a. í formi skimunar tilvísana og þróunar námskeiða sem nú hefur verið ákveðið að öll hverfi borgarinnar eigi að taka upp. Hér má líka nefna mikilvæga skimun í 9. bekk tengda geðverndarmálum sem í dag er framkvæmd í öllum hverf- um Reykjavíkur. Styttum biðlistana Nú er brýnt að Reykjavíkurborg finni leiðir til að koma til móts við þennan mikla biðlistavanda og þá nú fyrst í Þjónustumiðstöð Breiðholts þar sem biðlistinn er lang-lengstur vegna tímafreks brautryðjenda- starfs sem í dag gagnast borginni allri. Eftir Jónu Björgu Sætran » Börn í leik- og grunnskólum í Reykjavík þurfa að bíða óhóflega lengi eftir sér- fræðiaðstoð. Biðin er mislöng eftir hverfum, 3 mánuðir upp í rúmlega tvö ár. Jóna Björg Sætran Höfundur er borgarfulltrúi Fram- sóknar og flugvallarvina. Situr í skóla- og frístundaráði. Biðlistar eftir sérfræðiaðstoð skóla Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þú neyðist til þess að standa upp úr stólnum og hefja þrautagöngu sem gæti endað þar sem síst skyldi og það er eins gott að vera vel skæddur til slíkrar ferðar. Nú, ef ég hef rangt fyrir mér og þú neyðist ekki til þess að standa upp úr stólnum vegna þess að Alþingi er að einhverju leyti skipað lúðulökum og lufsum, þá er ég viss um að þú munir gera það af fúsum og frjálsum vilja af því að þú ert góður drengur og þér þykir vænt um þína þjóð. Röksemdir til stuðnings máli mínu eru í tveimur þáttum: 1. Fáar ákvarðanir ríkisstjórna síð- ustu áratuga hafa skipt þjóðina meira máli en hvernig tekið skyldi á handhöfum krafna í föllnu bank- ana. Ef ég man rétt sögðuð þið Bjarni fyrir tæpu ári að við gæt- um sótt allt að 850 milljarða í þrotabúin. Nú sitjum við hins vegar uppi með einungis 300 milljarða vegna þess að kröfuhöf- unum var gefið tækifæri til þess að leggja af mörkum stöðugleika- framlag í stað þess að borga út- gönguskatt. Til þess að geta nýtt sér stöðugleikaframlagsleiðina áttu kröfuhafarnir að vera búnir að ganga frá sínum málum fyrir lok síðasta árs en þegar það reyndist þeim um megn var gef- inn frestur fram til mars. Og nú kemur í ljós, Sigmundur Davíð, að þú ert í hópi kröfuhafanna sem bera 550 milljörðum meira úr být- um en stefnt var að á síðasta vori. Það er með öllu óásættanlegt að þjóðin frétti nú að maðurinn sem leiddi ríkisstjórnina sem smíðaði í raun réttri samkomulagið við kröfuhafana sé einn af þeim. Það þýðir ekkert að segja að það sé konan þín en ekki þú sem eigi kröfurnar. Lögin um innherja- viðskipti setja sömu reglur fyrir maka í öllum til- fellum og allar regl- ur um hagsmuna- árekstra gera ráð fyrir að hagsmunir maka leiði til sömu hagsmunaárekstra og þínir eigin. Það er ekki bara ó- ásættanlegt að þú skulir hafa tekið þátt í samingunum heldur með öllu óskiljanlegt að þú skulir hafa haldið að það væri í lagi og haldir það enn þann dag í dag. Í því end- urspeglast dómgreindar-skortur sem gæti endað í sögubókum. Þjóðarleiðtogi sem er að semja fyrir hönd þjóðar sinnar og hefur sem einstaklingur hagsmuna að gæta með þeim sem hann er að semja við og gegn þjóðinni er óhæfur til þess að sinna starfi sínu og ef hann heldur því leyndu má leiða að því rök að hann hafi orðið uppvís að landráðum. Skipt- ir þá litlu hvers eðlis hagsmun- irnir eru sem um ræðir eða hvort hann græðir á hagsmunaárekstr- inum eða tapar. 2. Kröfurnar í föllnu bankana ís- lensku hafa gengið kaupum og sölum og það einstaka innsæi, sem þú hefur haft inn í mögulegt framtíðarverðmæti þeirra hlýtur að flokkast sem innherjaupplýs- ingar. Sú staðreynd að þú bjóst að þessum upplýsingum á sama tíma og þú áttir kröfur í bankana og gast notað þær til þess að taka ákvarðanir um að selja eða ekki gerir þig sekan um innherja- viðskipti. Sú ákvörðun að selja ekki er engu léttvægari í þessu samhengi en sú að selja. Það er athyglisvert og óheppilegt fyrir orðstír þinn að það verð sem kröfuhafar fá fyrir sinn snúð núna er töluvert hærra en það sem lægst var borgað fyrir kröfurnar á markaði. Það þarf ekki að teygja sig langt til þess að heyra samhljóm milli þessa og vand- ræða Baldurs Guðlaugssonar, fyrverandi ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu, sem seldi hluta- bréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Sigmundur Davíð, alvarleiki þess sem er rakið hér að ofan er með öllu óháður því hvort þú græddir eða tap- aðir á því að eiga kröfur í bankana. Hann er líka óháður því að þú geymd- ir fé á Tortola vegna þess að þótt það sé kannski dálítið smekklaust er það hvorki siðlaust né ólöglegt svo fremi sem keisaranum hefur verið goldið það sem keisarans er. Alvarleikinn byggist á tvennu, annars vegar því að það var óásættanlegt að þú tækir þátt í að ákvarða hvernig íslensk þjóð tókst á við kröfuhafana á meðan þú varst einn af þeim og hins vegar að þú hefðir upplýsingar um það hvern- ig við myndum gera það á sama tíma og þú varst að taka ákvarðanir um hvort þú héldir eða seldir. Nú er líklegt að það séu þeir bæði í pólitík og utan sem eru mér ósam- mála um það sem ég hef sagt í þessu bréfi vegna þess að þú átt vegna verðleika þinna stuðningsmenn og aðdáendur út um allt en það er næsta víst að margir koma til með að sjá þetta svipuðum augum og ég. Þar af leiðandi kemurðu til með að hrekjast úr embætti að endingu þótt svo þú berjist gegn því með kjafti og klóm. Því ráðlegg ég þér að sýna auðmýkt og lítillæti og segja af þér til þess að koma í veg fyrir að þjóðin þurfi að eyða þeirri orku í enn eina innri bar- áttuna sem mætti annars nýta til uppbyggingar. Forsætisráðherra, það er kominn tími til þess að fara Eftir Kára Stefánsson » Sigmundur Davíð, alvarleiki þess sem er rakið hér að ofan er með öllu óháður því hvort þú græddir eða tapaðir á því að eiga kröfur í bankana. Kári Stefánsson Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Opið bréf til Sigmundar Davíðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.