Morgunblaðið - 29.03.2016, Page 34

Morgunblaðið - 29.03.2016, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg. FLATKÖKUR Þótt Spánn sé fyrsta val Íslendinga þegar kemur að því að velja áfanga- stað til að heimsækja þá má segja að langfæstir sem sækja landið heim kynnist því sem Spánverjar myndu segja að væri ekta Spánn. Benidorm, Magaluf, Marbella, Pla- ya del Inglés, Costa del Sol y Torrevieja eru staðir sem eiga það sameiginlegt að þar sleikja Íslend- ingar sólina og snæða mat á kvöldin án þess að komast í snertingu við innfædda, segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar á Íslandi og eigandi menningar- ferðaskrifstofunnar Mundo. „Það er líka frábært því við þurf- um á sólinni að halda.“ Úr akademíu í ferðamennsku Margrét er spænskufræðingur að mennt en hún lauk doktorsprófi í spænsku frá Princeton. Eftir 25 ár í akademíunni söðlaði hún um og stofnaði ferðaskrifstofuna Mundo sem sérhæfir sig í ferðum sem hún segir vera um „ekta“ Spán. „Þetta var rökrétt framhald á starfsferli mínum sem gekk út á að miðla spænskumælandi menningu til nemenda hér á Íslandi. Nú hef ég snúið þessu við og fer með Ís- lendinga til Spánar þar sem ég býð þeim að tengjast innfæddum milli- liðalaust. Flestar ferðirnar sem ég býð uppá byggjast líka á persónu- legum tengslum mínum við Spán. Ég var t.d. skiptinemi í bænum Zafra í Extremadurahéraði á Spáni – héraði sem afar fáir Íslendingar þekkja. Nú rúmum 30 árum síðar þá fer ég í þorpið með 30 ungmenni á aldrinum 14-18 ára sem dvelja á heimilum í þorpinu þar sem eru ungmenni á sama aldri. Slíkt væri óhugsandi ef vinkona mín væri ekki aðstoðarskólameistari í mennta- skólanum og önnur vinkona mín væri ekki í bæjarstjórn.“ Með þeirra hjálp segir Margrét tryggt að öll ungmennin dvelja á öruggum heimilum og vitaskuld læra íslensku krakkarnir helmingi meira á því að vera inni á heimilum þar sem er unglingur á sama aldri en ef þau eru öll saman á heima- vist. Menning og list ekki bara sandur og sól í ferðunum Margrét er alin upp í ferða- mennsku og því er ferðaskrifstofan Mundo eðlilegt framhald á starfs- ferli hennar, segir hún. Aðspurð segist hún ekki ætla að flytja Ís- lendinga á sólarstrendur heldur muni hún sérhæfa sig í að nota sér- þekkingu sína á Spáni til að búa til ævintýri fyrir fólk. „Ég trúi á að menntun, skemmt- un, menning og þjálfun geri allar ferðir skemmtilegar og tel að land- inn vilji öðruvísi ferðir, vilji kynnast því hvernig venulegt fólk lifi lífinu á Spáni. Vinsældir ferðanna um Jak- obsveginn sýna það glöggt að fólk vill öðruvísi ferðalög. Í ferðunum um Jakobsveg leggur fólk heilmikið á sig líkamlega því flesta daga eru gengnir um það bil 20 kílómetrar eða hjólaðir 60 kílómetrar. Í slíkri ferð er farið um sveitahéruð sem aldrei eru í alfaraleið og gefst fólki tækifæri til að tengjast öðrum á sömu leið og fá allt aðra sýn á Spán en hefur verið í boði hingað til.“ Fræðimaður og ferðafrömuður Fræðistörf og fræðimennska hafa einnig heillað Margréti en hún var t.d. aðalritstjóri spænsk-íslensku og íslensk-spænsku orðabókarinnar auk þess að hafa komið að annarri útgáfu. Henni hefur tekist vel að tengja fræðimennskuna og ferða- lögin og segir menningartengdu ferðamennskuna m.a. byggjast á sérþekkingu sinni á spænskri tungu og bókmenntum. „Í ferðirnar mínar legg ég allt sem ég hef safnað í sarpinn í gegn- um lífið og veit að virkar. Þannig er ég jógakennari og nota það meira að segja þegar ég kenni unglingum málfræði í sumarbúðunum á Spáni. Það gekk svo vel í fyrra að krakk- arnir báðu um meira af slíku. Þá lét ég þau gera sólarhyllinguna á sama tíma og við beygðum sagnir. Það svínvirkaði,“ segir hún og skelli- hlær. „Margir Íslendingar halda nefni- lega að Spánn sé takmarkaður við nautaat og senjorítur en þegar þeir komast að því hversu rík saga land- ins er, hversu merkileg listasagan er og hversu dásamlegur maturinn er þá opnast nýr heimur fyrir fólki.“ Þá segir Margrét Spánverja ekki bara lifa á fornri frægð því mann- lífið og samfélagið sé mjög fjöl- breytt í dag og á mikilli siglingu. „Mjög fáir vita að Spánverjar vinna nú ár eftir ár heimsmeist- aratitilinn í matargerðarlist, sem og alþjóðlegu arkitektaverðlaunin. Enn færri vita að þeir eru bestir í líffæraflutningum og að þeir stýra helmingi allrar flugumferðar í Evr- ópu og búa til bestu hraðlestir og vindmyllur í heimi. Það eru einmitt þessi atriði sem unun er að miðla til fólks í ferðum um landið.“ Mannleg tengsl og minningar Gott ferðalag á að auka á þekk- ingu okkar og víðsýni og skapa góð- ar minningar. „Að geta tengt fólk beint við inn- fædda dýpkar upplifun ferðamanns- ins og kveikir áhuga á að vita meira, læra tungumálið og búa til skemmtilegar minningar á fleiri stöðum. Þannig er ég nú að skipu- leggja ferðir með hópum sem hafa gengið með mér áður á nýjar og spennandi slóðir. Margir hafa farið með mér um Spán og nú í haust verð ég með fyrstu ferðina til Róm- önsku Ameríku eða á Inkastíginn í Perú. Það þekkja það allir sem ganga að sterk tengsl myndast hjá fólki á göngu. Ómeðvitað nærir fólk líkama og sál um leið og það nýtur náttúru, byggingarlistasögu og matar. Því skyldi engan undra hversu margir velja einmitt að ferðast á þennan máta því þetta er að fá menningu beint í æð.“ Margrét segir að besta dæmið um það hversu ný menning og tungumál móti mann sé skiptinema- dvölin en 13 skiptinemar hafa dval- ið á vegum Mundo á Spáni í vetur. „Þú ættir að sjá krakkana núna í mars – altalandi á spænsku og synda nú um spænska menningu eins og ekkert sé. Hún segir að fjöldi nema í skiptinám hljóti að Menning og ævin  Margrét Jónsdóttir Njarðvík kynnir fólki á öllum aldri spænska menningu og list  Menningartengd ferðaþjónusta sem eykur þekkingu og víðsýni fróðleiksfúsra ferðalanga Menning Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi Mundo og vararæðismaður Spánar á Íslandi. Bandaríski rithöfundurinn Jim Harrison er látinn, 78 ára að aldri. Náttúran skipaði stóran sess í mörgum af hans verkum, þar á meðal í Legends of the Fall sem síð- ar varð að kvikmynd með Brad Pitt í aðalhlutverki. Harrison samdi 21 skáldsögu og 14 ljóðabækur, auk ritgerða og einnar barnabókar. Hann var mikill drykkju- og reykingamaður og lýsti hann sjálfum sér sem geðhvarfa- sjúkum. Verk hans endurspegluðu ást hans á villtri náttúrunni og ástríðu hans fyrir veiðimennsku, auk matreiðslu. Harrison var nýbúinn að gefa út nóvelluna The Ancient Minstrel og ljóðabókina Dead Manśs Float þeg- ar hann lést. AFP Heilsa Bandaríski rithöfundurinn Jim Harrison var mikill drykkju- og reykingamaður. Jim Harrison er látinn, 78 ára að aldri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.