Morgunblaðið - 29.03.2016, Page 37

Morgunblaðið - 29.03.2016, Page 37
Á dögunum var frumsýnd í hinu kunna Berlínar- leikhúsi Volks- bühne ópera í einum þætti eftir Ragnar Kjart- ansson myndlist- armann og sam- starfsmann hans til margra ára, tónskáldið Kjartan Sveinsson. Óperan nefnist Krieg, eða Stríð, og var tónlistin hljóðrituð af Deutsch- es Filmorchester Babelsberg. Axel Hallkell gerði leikmyndina. Sýn- ingum lýkur í apríl. Ópera Ragnars og Kjartans í Berlín Ragnar Kjartansson MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Það hefur vakið athygli og umtal í Bretlandi að raðhús í Lundúnum þar sem meðlimir hinnar alræmdu pönkhljómsveitar Sex Pistols bjuggu á áttunda áratugnum og enn getur að líta veggjakrot eftir söngvarann, John Lydon sem kall- aði sig þá Johnny Rotten, hefur ver- ið sett í verndarflokk og nýtur þar næst efsta stigs samkvæmt bresk- um byggingaverndarlögum. Haft hefur verið á orði að það sé kaldhæðnislegt að hrjúfir rokk- ararnir sem gáfu dauðann og djöf- ulinn í hefðir samfélagsins skuli nú innvígðir á þenan hátt, að krot þeirra og hýbíli verðskuldi vernd. Byggingin sem um ræðir er frá 17. öld og númer 6 við Denmark Street og hafa aðdáendur hljóm- sveitarinnar gjarnan lagt leið sína þangað gegnum árin en á jarðhæð- inni er í dag verslun sem selur not- aða gítara. Fólk hefur þó ekki get- að skoðað skrif og teikningar Lydon í sambyggðu bakhýsi sem blaðamaður The Guardian segir áhugaverð. Þar getur meðal annars að líta í hástöfum eftirfarandi upp- hrópanir, á ensku: DEPRESSED MISERABLE TIRED ILL SICK BO- OED & BORED. Þá eru á veggjum teikningar hans af þeim félögum í hljómsveitinni og þekktum umboðs- manninum, Malcolm McLaren, sem heldur á fúlgu fjár. Talsmaður nefndar sem mælti með friðun hússins segir markmiðið að vernda hús sem teljast mikilvæg fyrir menningarsöguna og segir hann ekkert írónískt við það að vernda ummerki pönksins. Ljósmynd/Koen Suyk Rokk og ról Hljómsveitin Sex Pistols í Amsterdam 1977, þegar meðlimirnir hreyfðu við stofnanaveldinu. Frá vinstri: Paul Cook, Glen Matlock, Johnny Rotten og Steve Jones. Aðsetur meðlima Sex Pistols friðað Tónlist Barða Jóhannssonar við þöglu kvikmyndina Häxan frá árinu 1922, eftir danska kvik- myndagerðarmanninn Benjamin Christensen, verður leikin af sin- fóníuhljómsveit á sérstakri sýningu á kvikmyndinni á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Transilvaníu í Rúmeníu, sem hefst 27. maí og lýk- ur 5. júní. Sýningin fer fram í göml- um kastala og verður Barði við- staddur hana. Tónlist Barða við myndina var gefin út á diski fyrir tíu árum, í flutningi búlgarskrar sinfón- íuhljómsveitar. Häxan er þekkt kvikmynd og þótti svo ógurleg á sínum tíma að hún var bönnuð víða. Djöfullinn Stilla úr þöglu kvikmynd- inni Häxan frá árinu 1922. Tónlist Barða leik- in í Transilvaníu hann ekki þvælast fyrir sér. Vegna fyrirspurnar frá Þýskalandi og afskiptaleysis lögreglu þar og á Íslandi tekur hún að sér að spyrj- Frá því Velvakandi hófgöngu sína í Morg-unblaðinu hefur hús-móðir í Vesturbænum oft átt síðasta orðið. Glæpasagan Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur er angi af sama meiði nema hvað þar er konan marg- slungna nafn- greind. Sagan fjallar fyrst og fremst um nágrannana á Birkimelnum í Vesturbæ Reykjavíkur, Steinunni, 38 ára framhalds- skólakennara, og Eddu, fyrrver- andi verslunarstjóra í bókabúð og nú löggilt gamalmenni, sem reyndar er á besta aldri og lætur ast fyrir um þýska fyrrverandi pennavinkonu sína, málið hleður utan á sig og sitt sýnist hverjum. Konan í blokkinni er óvenjuleg glæpasaga, þar sem húmor er sem rauður þráður frekar en barátta góðs og ills. Edda, sem á sam- kvæmt ritúalinu að vera sest í helgan stein, hagar lífi sínu ekki eins og aðrir telja að hún eigi að haga því heldur fer sínu fram. Aðrar persónur verða að dansa með, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Frásögnin er létt, vel skrifuð og þægileg aflestrar. Birkimelurinn og Hótel Saga eru í skotlínunni en sagan teygir sig samt út fyrir Vesturbæinn og reyndar einnig til útlanda. Lesandinn fær grein- argóða mynd af sviðinu auk þess sem varpað er ljósi á ýmis vanda- mál sem blasa við fólki á eft- irlaunaaldri. Og jafnvel einnig yngra fólki. Þrátt fyrir fyndnina er undirtóninn stundum alvarlegur og á sálfræðilegum eða fé- lagsfræðilegum nótum og ýmislegt sem vekur fólk til umhugsunar. Ágætis blanda. Á tímabili voru rannsóknarlög- reglumenn í glæpasögum oft drykkfelldir en dregið hefur úr þeim lesti. Þrá í rauðvín veikir Eddu og vonandi sér hún að sér í framtíðinni, en á kápu bókarinnar stendur Eddumál sem gefur til kynna að framhald verði á. Morgunblaðið/Eggert Létt „Frásögnin er létt, vel skrifuð og þægileg aflestrar,“ segir um bókina. Áfallastreituröskun með léttum blæ í Vesturbænum Glæpasaga Konan í blokkinni bbbmn Eftir Jónínu Leósdóttur. Mál og menning 2015. Kilja. 292 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Franski leikarinn Vincent Cassel vandar þeim sem hafa umsjón með talsetningum á kvikmyndum á Ítal- íu ekki kveðjurnar og líkir þeim við mafíu, í samtali við breska dag- blaðið Independent. Hann segir ómögulegt að sjá kvikmyndir á Ítal- íu á upprunalegu tungumáli, tal- setjarar sjái til þess. Nýjasta kvik- mynd Cassel, Un moment d’égarement, var frumsýnd á Ítalíu 24. mars og fer talsetningin fyrir brjóstið á honum. Hann segir kímn- ina ekki skila sér og þá sérstaklega þegar kemur að ólíkum hreim frönsku leikaranna. „Talsetning- arleikararnir eru mafía,“ segir Cas- sel, greinilega mikið niðri fyrir. Ósáttur Vincent Cassel. Líkir ítölskum tal- setjurum við mafíu Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt BATMAN V SUPERMAN 3D 6, 9(POWER) MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 5:50, 8, 10:10 KUNG FU PANDA 3 5:50 ÍSL.TAL BROTHERS GRIMSBY 10 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 21:00 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.