Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 16
14 JÓLABLAÐ 1995 VlfCUUFRÉTTIR Útkall íslenska neyðarlínan: Magnaðar íslenskar björgunarsögur -skráðar af Óttari Sveinssyni Björgunarbókin Útkall ís- lenska neyðarlínan eftir Óttar Sveinsson er koinin út hjá ís- lensku bókaútgáfuni, en hann skrifaði metsölubók síðasta árs, þyrlubókina Útkall Alfa TF-SIF. í bókinni Útkall ís- lenska neyðarlínan segja björgunarmenn og þeir sem bjargað var úr lífsháska á áhrifaríkan hátt frá reynslu sinni. Fiöfundurinn hefur að mestu leyti spunnið frásagn- irnar saman í fyrstu persónu af nákvæmndi og á afar gríp- andi hátt. Víkurfréttir hafa fengið leyfi hjá Óttari og útgáfunni til að birta hluta af einni frá- sögn bókarinnar, en þar er um að ræða örlagaríka för tíu þyrluflugmanna varnarliðsins til að bjarga sex aðfram- komnum skipbrotsmönnum af björgunarskipinu Goðan- um sem fórst í Vöðlavík þann 10. janúar 1994. ♦ Óttnr Sveinsson, höfundar bókarinnar með þyrlu- flugstjóranum John Blumentritt. Mynd: Gunnar V. Andrésson. Óskurn Suðurnesjamönnum gíetttlegttt jóla með þökkfyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. David Pitt og Co. Reykjavík Oskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gletHlegra jóln, árs ogfriðar og þökkum samstarfið og viðskiptin á árinu. SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA ♦ Fyrsta hífingin. I björgunarstólnum sitja Ómar Sigtryggson, Níels Hansen og Jesse Goerz sigmaður. Mynd: Gísli Guðjónsson. Þyrlusveit á ystu mörkum við spennu- þrungna björgun Klukkan sex, þegar áhöfn Goðans var sambands- laus við umheiminn að berj- ast fyrir lífi sínu í myrkri og ágjöf í brú skipsins, vaknaði Jim Sills, flugforingi í þyrlu- sveit varnarliðsins, á heimili sínu á Keflavíkurflugvelli. Fram undan hjá honum var æfingaflug með félögum hans. „Þegar ég vaknaði varð mér hugsað til fyrri eiginkonu minnar. Dagurinn sem var að renna upp, 10. janúar, var af- mælisdagurinn hennar. Eg kynntist henni fyrst þegar við vorum í gagnfræðaskóla en eft- ir menntaskóla giftum við okk- ur. Við bjuggum síðan saman í mörg ár en svo skildi dauðinn okkur að. Ég hafði þó eitthvað að hlakka til um daginn. Við vor- um að fara að fljúga. Ég leit út um gluggann. Uti var þungbú- inn himinn og dæmigert vetrar- veður á Islandi. Mér fannst lík- legt að stormur væri í aðsigi. Þegar ég mætti út í flugskýli var klukkan orðin sjö og þyrlu- áhafnirnar að setjast niður til að fara yfir flugáætlun dagsins. Við vorum að fara í æfingaflug ... Ég var orðinn vanur vélun- um, veðurfarinu á Islandi og eldsneytistöku frá Herkúlesvél- um á fiugi.... A fundinum gekk allt sam- kvæmt venju og við ræddum um veðrið þegar við klæddum okkur í fluggallana og björgun- arvestin o^ settum á okkur hjálmana. Utlitið var ekki gott fyrir flug við suðurströndina en spáin var þó ekki það slæm að hún kæmi í veg fyrir að við færum af stað. ... Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög góð æfing að fljúga í slæmu veðri. Ég vissi að áhafnirnar fengju góða reynslu af flugi í hvass- viðrinu þennan dag. ... Eftir- væntingin lá í loftinu enda er alltaf spennandi að takast á við íslenskt veðurfar....“ Klukkan var orðin rúmlega hálfníu þegar Gísli Guðjónsson vaknaði í sumarbústaðnum í Vöðlavík. Gísli heyrði fótatak þegar Sigurður frá Trygginga- miðstöðinni kom fram: „Ég vaknaði við fuglasöng í nótt,“ sagði Sigurður. „Hvaða vitleysa er þetta?“ sagði ég. „Það eru engin fuglar hér í vitlausu veðri um hánótt.“ Við ræddum þetta ekki frek- ar og fórum að kalla í talstöð- ina til að fá fregnir frá þeim á Goðanum. Það komu engin svör. Ég hélt að rafhlöðurnar í stöðinni væru búnar. Jón Trausti, bróðir minni, var með farsíma í bíl sínum við bústað- inn og hringdi í Goðann. Það var sama sagan. Enginn svar- aði. Þá hringdi Jón Trausti í Nesradíó til að spyrjast fyrir um hvort vaktin þar hefði heyrt eitthvað frá Goðanum ... Hjá Nesradíói höfðu menn ekkert heyrt frá Goðanum. Við vorum farnir að ókyrr- ast. ... Klukkan var að ganga tíu. Okkur fannst óþægilegt að vera ekki í sambandi við skip- ið. Við ókum af stað á tveimur jeppum. Þegar við vorum komnir langleiðina út víkina sáum við skyndilega skært ljós. Við áttuðum okkur ekki strax á hvað þetta var en sáum svo að þetta var neyðarblys. Þetta var óvænt og ógnvekj- andi augnablik. Ég gerði mér grein fyrir að eitthvað mjög alvarlegt hafði gerst. Neyðarblysið bar svo lágt yfir að ég áttaði mig ekki á hvort það kom utan af sjó eða frá landi. Þegar við komum út á sandinn sást að ljósið kom frá Goðanum úti í brimgarðinum, um þrjú hundruð metra frá landi. Það var örlítið farið að birta af degi og við greindum einhverja tíru þarna úti f brim- inu. Þegar slokknaði á blysinu beindum við bílljósunum út að skipinu. Ekki var mann að sjá þarna úti í skipinu. Okkur rann kalt vatn milli skinns og hör- unds ... Jim Sills fékk fyrirmæli frá yfirstjórninni í gegnum talstöð: „Við viljum að þið búið ykk- ur undir að fljúga til Aust- fjarða. Við ætlum að kanna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.