Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 20
JÓLABLAÐ 1995 VlffURPRÉTTIR Sani1 kartnem.. emogaftir Yið bræðurnir ösluðum þög- ulir yfir mýrina í átt að bflnum. í hverju skrefi sukkum við upp undir klof í snjóinn og élið og skafrenningurinn barði andlitið. Stóri bróðir virtist lítið farinn að lýjast en plægði sig gegnum skaflana og ég sigldi í kjölfarið og óskaði þess hálft í hvoru að hafa ekki skotið alveg svona mikið, því ólarnar á bak- pokanum skárust orðið illilega inn í axlirnar. þegar að bflnum kom varð auðvitað að bera sig vel, bursta af sér mesta snjóinn, bryðja grýlukertin úr yfirskegg- inu og umfram allt losa sig við bakpokann. Eftir að hafa hresst okkur um stund á heitu kakó úr brúsa og samlokum var haldið til byggða. Jepplingurinn minn hegðaði sér betur en á leiðinni uppeftir um morguninn, enda var vegurinn neðst á heiðinni ekki lengur sami krapaelgurinn. Á leið til tjalla þennan fyrsta veiðidag vetrarins dansaði bíllinn tangó þvers og kruss á veginum og gerði ítrekað- ar tilraunir til að bregða sér út af. Satt að segja var ég skíthræddur á tímabili þó auðvitað sé það leynd- armál. Bíllinn þurfti bensín og auk þess tilhlýðilegt að hringja heim og láta vita af sér.Fleiri virtust í sömu erindum auk þess að seðja sárasta hungrið og jafna sig eftir vosbúðina.Menn báiu sig illa yftr veðri og veiði og þó við bræður segðum fátt leyfðum við okkur að brosa laumulega hvor til annars. Allir viiiust komnir af tjalli og ýmsir hætt snemma. En skyndi- lega heyrðust díseldrunur endur- kastast í hrauninu og stálgrár skúffubfll renndi í hlaðið. I rökkr- inu glytti í stærðar fjórhjól á pall- inum. Út snaraðist bílstjórinn, frernur stuttur til hnésins en sterk- legur og þrekvaxinn. Þegar hann hrinti upp hurðinni þögnuðu samræður stundarkorn og þegar þær hófust aftur voru þær örugglega ögn lágværati.Við vorum búnir með kaffibollana og í raun að hugsa okkur til hreyfmgs þegar hann snéri frá afgreiðslu- borðinu með kúfaðan disk af hamborgurum, eggjum, beikon og risaskammti af frönskum með kokteilsósu. ( Eg komst að því síðar að eins og allir alvöru karl- menn hefur hann ekki áhyggjur af kólesterólinu ) Hann lagði af stað til sætis, en miðja vegu kom hann auga á okkur, þverventi og stefndi til okkar. Á leiðinni plægði hann sig gegnum hóp manna sem voru svo óforsjálir að vera fyrir honunt líkt og sovéskur ísbrjótur sigldi gegnum krap. Hann skellti bakkanum á borð- ið svo bjór skettist úr krúsinni sett- ist á bekkinn svo allar flóttaleiðir mínar tepptust. „Þú ert þessi væskill að sunnan sem er að skrifa um alvöru karlmenn sagði hann og gaf mér homauga, Hreggviður eða eitthvað svoleiðis." Eg ákvað að vera ekki að gera athugasemdir við nafnbreytinguna enda orðinn vanur ýmis konar nafnaklúðri og jánkaði þvf bara. Augnabliki síðar var búið að reka vísifingur sveran eins og gúrku upp í andlitið á mér og til- kynna mér að ég hefði ekki hundsvit á karlmennsku fremur en aðrir ræflar á suðvesturhominu. Þetta voru fyrst kynni mín af Hauk Harðann, verktaka, útilífs- manni, piparsvein og sönnum karlmanni. Haukur vinnur fyrir sér með því að moka útbrunnum óþarfa eldfjöllum á bíl og selja. Með því tjármagnai' hann pallbfl- inn, rauða sportbflinn og eltinga- leik við fugla, fiska og Ijóshærðar stúlkur. Karlmennskan er að deyja út sagði hann með þunga og leit um leið ógnandi yfir á næsta borð þar sein þrír rindilslegir náungar frá Ríkisendurskoðun sátu. þeir höfðu gerst fullháværir í gagnkvæmri aðdáun á því hversu mjög þeir hefðu saumað að sýslumanns- embættinu á Kmmmavík. Augna- ráðið dugði til að þeir hrukku í kút og einum svelgdist svo á diet kók- inu að hann blánaði upp. Haukur glotti illyrmislega út í annað en snéri sér aftur að mér og máli mál- anna. Tökum tattóver- ingar sem dæmi sagði hann ákveð- inn. Hér áður þýddi tattó það, að þú varst sjóari með seltu í blóðinu, hafðir komið í St. Pauli þurrdrukkið heilu hverfin í Grimsby og Hull og áttir vinkonur í Kaupmannahöfn. Þegar þú komst í höfn þyddi það framandi vaming, fatnað, áfengi og kínvetja og áramótasprengjur fyrir krakkana. Konumai' biðu eft- ir hetjunum sínum á bryggjunni [tegai' þeir komu heim með pening eins og sand. Hvað þyðir tattó í dag? Ekki neitt, trúlega búið til í Hafnarfirði og oftar en ekki er það á kvenmanni. Strákarnir í dag, vöðvalausir aumingjar með eyma- lokka.. Ja ég veit það ekki sagði ég við eigum nú góða og karlmannlega íþróttamenn í það minnsta... Hah! sagði hann, karlmannlega ? Kanntu fleiri ? Horfðu bara á handboltann , hér áður áttum við sterkar skyttur sem skutu mark- manninn beinlínis inn í markið, eins og þegai- islensku fallbyssum- ar fóm út með einn línumann, tvo markmenn og 10 stórskyttur. Núna ef þú horfir á handboltaleik þá fagna þeir hveiju marki svo óg- urlega að maður heldur að þeir séu að skora sigurmark á síðustu sekúndu en eru svo kannske 5 mörkum undir. Þeir em kannske svona hissa á að hafa komið tuðr- unni í netið ? Nei, alvöm karl- menn líta á það sem eðlilegan hlut að skora þegar þeir skjóta og em ekkert að gera veður út af því. Og fótboltinn , Itoppa hver upp á annan og faðmast og kyssast. Þegar ég var í þessu hefðum við steinrotað hvem þann karlmann, sem hefði reynt eitthvað svoleiðis og hann hefði aldrei fengið að fara með okkur hinum í sturtu.Meðan hann talaði innbyiti hann matinn af ótrúlegum hraða, en tókst jafn- ffamt að pota í mig með flestum frönsku kartöflunum til að leggja áherslu á oið sín. Á næsta borði Itöfðu endur- skoðaramir gleymt sér augnablik og vom famir að smjatta óþarflega hátt á grænmetissalati með “dress- ing". Þegar Haukur bretti skyrtu- ermamar upp massífa framhand- leggina og gekk yfir til þeirra til að „ræða málin “ nýttum við tæki- færið að laumast út í myrkiið og mugguna. Með kveðju Hregg....ég rneina Hrafnkell.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.