Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 40
JÓLABLAÐ 1995 VÍKURFRÉTTIR Glæsilc? nærföt á dömuna Einni? babydoll sett á ?óðu verði Semelíu- o? perluskart í mjö? miklu úrvali. Mi, slæður, töskur, seðlaveski o? handtöskur. 34 - ’Kefámá - <úttú 42/ 50/9 Keflavík og Njarðvík í undanúrslit! ♦ Veronica Cook og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Það verður nágrannaslagur í bikarúrslitum kvenna, en þá mætast Njarðvík og Keflavík. VF/mynd-Hulda. Lið Keflvíkinga og Njarð- víkinga eru komin í 4ra liða úrslit í bikarkeppni kvenna. Þar með eiga stelp- urnar góðan möguleika á því að bæta upp skertan híut Suðurnesjaíiða í bikarúrslit- um þetta árið, því ekkert karlaliðanna á svæðinu kom- ust áfram. Njarðvíkurstúlkur áttu ekki í erfiðleikum með Valsara og sigruðu 58-37 í tjögurra liða úrslitunum sl. þriðjudagskvöld. Njarðvíkurstúlkur hafa svo sannarlega komið á óvart og verður gaman að fylgjast með hinu unga og efnilega liði þeiiTa í toppslagnum. I Grindavík mættust heima- menn og Keflavík og sigruðu gestirnir með yfirburðum, 54- 79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og virtist leikur- inn ætla að verða æsispenn- andi. I lok fyrri hálfleiksins tóku Keflavíkurstúlkur þó af skarið og náðu forystunni. Staðan í hálfleik var 36-22 Keflavík í vil. Keflavíkurstúlk- ur komu ákveðnar til síðari hálfleiks og má segja að þær hafi tryggt sér sigur á fyrstu mínútum þess hálfleiks með því að raða niður körfunum, en ekkert gekk upp hjá Grindavík. Lykilmenn Keflavíkur, þær Björg Hafsteinsdóttir, Anna María Sveinsdóttir og Veronica Cook sýndu frábær tilþrif á köflum, en liðið lék allt vel, sérstaklega í síðari háltleik. Hjá Grindavík var Penny Peppas at- kvæðamikil að venju, en þó mátti sjá að hún átti í erfiðleik- um gegn Cook. Peppas var stigahæst hjá Grindavík með 21 stig, en Svanhildur Káradóttir kom næst með 11. Hjá Kefla- vík skoraði Björg Hafsteins- dóttir 23 stig, en Veronica Cook 19. Cook var að leika annan leik sinn með Kefiavík og við spurðum hana hvernig henni litist á? „Mér líst mjög vel á aðstæð- ur í Keflavík og mér hefur ver- ið vel tekið. Satt best að segja líður mér eins og heima hjá mér, ég fell vel inn í hópinn. Ég stefni að því að gera mitt besta fyrir liðið og ég held mér muni líka vel.“ -Ferðu heim um jólin? „Nei, ég er svo nýkomin að ég reikna ekki með því. Ég mun líklega eyða jólunum með liðinu og kynnast íslenskri jólastemmingu. Mér líst vel á það.“ -Hvað finnst þér um boltann hér, er hann ólíkur þeim körfu- bolta sem þú spilaðir í Banda- ríkjunum? „Háskólaboltinn úti er mun grimmari og því finnst mér ekki erfitt að koma inn í þenn- an bolta hér. Mér líst vel á liðin hér og sýnist efniviðurinn góð- ur." -Heldur þú að Keflavík muni hampa titlum í vetur? „Já, tvímælalaust. Þetta er gott lið og þrátt fyrir að ég sé aðeins búin að vera hér í stuttan tíma sé ég hversu metnaðarfull- ar þær eru. Þetta eru stelpur sem eru vanar að vera í topp- baráttunni." Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshóp íslands fyrir landsleikina gegn Eistlandi milli jóla og nýárs. Sex Suður- nesjastúlkur eru í hópnum, fjórar frá Keflavík, þær Anna María Sveinsdóttir, Björg Haf- steinsdóttir, Erla Reynisdóttir og Erla Þorsteinsdóttir. Frá UMFN kemur Pálína Gunnars- dóttir og frá Grindavík Júlía Jörgensen. SÍMTÆKI - ÚTVARPSKLUKKIR - HANDÞEYTARAR - KAFFIVÉLAR , BRAUÐRISTAR - SAMLOKUGRILL - HÁRBLÁSARAR - KRULLUJÁRN x „uaWÓs SIEMENS - TENSAI ^ GRUNDIG - KOLSTER YóAaset'^voSsav sjónvörp, myndbandstæki og útvarpstæki ,e'uV WWaóav V YoswWasvata ] meðó\eVta« FERÐATMI með geislaspilara Verð frá kr. 13.900.- stgr. VERSLUN SIGURÐAR IAGVARSSOAAR III IOMMIM 2 4.\ltm SÍAII 422 7103 VJtvaAaí^f \óm\>ant

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.