Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 42
JÓLABLAÐ 1995 VÍKORFRÉTTIR MuniO eftir hvíta stafnum í jólaösinni Það óhapp vildi til við pósthúsið í Keflavík í vikunni að aldraður maður sem þarf að nota blindrastaf þar sem hann er með mjög litla sjón, hrasaði til skammt hjá inn- ganginum. Hann missti af sér skóna og meiddist aðeins við fall- ið. A11 nokkrir gengu framhjá manninum án þess að veita honum hjálparhönd. Eftir nokkra stund fann hann báða skó sína og komst á fætur og lauk erindi sínu á póst- húsinu. Dóttir mannsins hafði samband við blaðið og vildi hvetja fólk til að fylgjast mcð fólki með blinda stafinn og taka tillit til þess í miðri jólaösinni. fréttir Síðasti heilunardagur læknamiðla Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja verður laugardaginn I6. desember kl. 13-16 og eru allir hjartanlega velkomnir. Skrifstofa félagsins verður lokuð frá I5. desember lil I0. janúar 1996. Óskum öllum félagsmönnum og velunnurum félagsins gleðilegrar jóla- hátíðar og friðsældar á komandi ári. Góð þjónusta í Exó Hjón í Keflavík hringdu: „Okkur langar að koma á fram- færi ánægjulegum viðskiptum okk- ar sem við áttum við verslunina Exo í Kcflavík. Við keyptum rúm hjá fyrirtækinu sem við síðan vild- um skipta. Það reyndist ekkert mál og við fengum nýtt rúrn sem við erum mjög ánægð með. Liðlegheit og lipur þjónusta var allsráðandi hjá Skúla Rósantssyni þegar þessi kaup fóru fram og viljum við færa honum okkar bestu þakkir fyrir.“ Gjafavara ur sandi eftir brottflutta Keflvíkinga Jónas Hörðdal Jónsson í Breiðavík á Vestfjörðum hef- ur sett á markað gjafavörur, sem eru handunnar úr fjöru- sandi. Um er að ræða salt og pipar-par og vasa í þremur litabrigðum. Kona Jónasar er Árnheiður Guðnadóttir og eru þau bæði fædd og uppalinn í Keflavík en hafa búið í Breiðavfk síð- an 1977. Þau eiga þrjá syni. Sonur þeirra Samúel Hörðdal Jónasson hannaði salt og pip- ar staukana, þegar hann stundaði nám í Hönnunar- deild Iðnskólans í Hafnar- ftrði, og hlaut hann verðlaun fyrir. Staukarnir voru þá gerðir úr málmi og tré, þar sem Jónas hefur fengist við að þróa vinnslu úr sandi í nokk- ur ár, var ákveðið að nota þá aðferð. Jónas hefur fengist við að höggva í stein og hefur tekið þátt í þremur samsýningum m.a. í Keflavík fyrir tveimur árum. Jónas og Adda hafa nú stofnað fyrirtæki sem þau nefna Fjörugull, sand og steiniðja, en á sumrin reka þau gistiheimili í Breiðavfk, sem er mjög stutt frá Látra- bjargi. -Þar er hvít og falleg sandfjara og þaðan er mest- allur efniviður iðjunnar feng- inn. Suðurnesjabúar eru hvattir til að koma þar við á leið sinni um Vestfirði, þar er alltaf heitt á könnunni. Munirnir eru til sýnis og sölu í Blómabúðinni Kósý í Keflavík og á tveimur stöð- um í Reykjavík, þ.e. í Te & Kaffibúðinni við Laugaveg og í Listhúsinu í Laugardal. Afmæli Sextugur er í dag Ólafur Gam- alíelsson, fiskverkandi í Grindavík. Eiginkona Ólafs er Guðbjörg Thorstensen. Þau taka á móti gestum laugardag- inn 16. des. milli kl. 18 og 22. Tvíbökurnar á Vallargötu 20 verða 30 ára laugardaginn 16. des. Til hamingju með afmælið. Bræður. Hún María Guðmundsdóttir verður 45 ára laugardaginn 16. des. I tilefni dagsins setur hún upp þessa hárgreiðslu. Til hamingju. Börn og barnabörn. Vantar þig áhugaverða gjöf? Ég er umboðsinaður og söluaðili á mynduerkum á striga, pappír og grjóti eftir listamanninn Verið uelkomin í heimsókn Sigurlaug Gunnarsdóttir Fagragarði lO, Keflauík Sími 421-2411 íff wf? ^2^ t^i rtvi■ys'ivir Til leigu 2ja herberRja íbúð í Keflavík, laus strax. Uppl. í sfma 422-7112 eftirkl. 19:00. 2ja herbergja íbúð í Heiðarholti tímabundið frá janúar. Leiga kr. 30.000.- m/rafm. hita og hússj. Uppl. í síma 421-4510. eða sölu mjög góð 2ja herbergja íbúð, laus 1. janúar 1996. Uppl. ísíma 421-2764 og 896-5502. 2ja herbergja íbúð við Fífumóa 5a, laus 1. janúar. Nánari uppl. hjá Eignamiðlun Suðumesja (Böðvar). 3ja herbergja íbúð við Faxabraut 27, 1. hæð og ein- býlishús í Garði við Garðbraut, einnig atvinnuhúsnæði í Höfnun. Uppl. í símum 896-1848 og 845-8085. 3ja herbergja herbergja íbúð, sérinngangur. Uppl. .í síma 421-2835. eða sölu í Grindavík, 270 ferm. iðnaðarhúsnæði góð lofthæð og stórar aðkeyrsludyr. 155 ferm. beitningaraðstaða og veiðar- færageymsla og einnig 40 ferm. beitn- ingaraðstaða og frystigámur. Uppl. í síma 426-7099. Til sölu 1,40 á breidd með krómbogum, mjög lítið notað. Uppl. í síma 422-7302. Óskast keypt notuð uppþvottavél fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 421- 1256 eftir kl. 17:00 föstudag og alla helgina. Atvinna Flísalagnir Tek að mér flísalagnir. Vönduð vinna, gott verð. Uppl. 421-4753, Hermann. Fyrir jólin ATH! Tek að mér jólaskreytingar með og án sería á húsum, jafnt utan sem innan. Get einnig skreytt jólatré. Vinna og efni c.a. 1.000.- til 2.000.-sem fer eftir stærð húsa. Væri nú ekki tilvalið að skreppa í bæinn og á meðan væri húsið skreytt fyrir þennan pening? ATH. er löggiltur rafvirki. Uppl. í síma 896- 4034 (GSM) og 422-7199 (heima), Guðmundur Jens Knútsson. Tapað-fundið tapast hefur svört biblia í hvítum plastpoka. Finnandi vinsamlegast hafið samband við blaðið. fundist hefur stór gulbröndóttur og hvítur fressköttur. Hann fannst á Heiðarholti, og dvelur nú í Kattholti í síma 567- 2909. Iþróttahúsið í Keflavík: DHL deildin Fimmtudagur 14. desember kl. 20:00 Keflavík- Njarðvík Landsbanki íslands Útibúin á Suðumesjunum m tSHe- AFRAM KEFLAVIK!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.