Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ 1995 WK'UHPRÉTTIR Texti og myndir: Hulda G. Geirsdóttir Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi þessa dagana. Sumir hafa þegar lokið öllu, en flestir eru rétt að byrja. Sigríður Kalmannsdóttir í Keflavík er mikil jólamanneskja og hún er löngu búin að koma heimili sínu í jólabúninginn. Tónlistarskóli Njarðvíkur Jólatónleikar Jólatónleikar verða sem hér segir: Laugardaginn 16. desember kl. 17:00 Fram kemur m.a. lúðrasveitin, eldri deild auk annarra samleiksatriða. Sunnudaginn 17. desember kl. 15:00 Ásamt þessum tónleikum koma fram m.a. forskóla- og Suzuki nemendur auk annarra samleiksatriða. Báöir tónleikarnir fara fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju og er aðgangur ókeypis. Jólafrí hefst mánudaginn 18. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimm- tudaginn 4. janúar 1996. Skólastjóri Víkurfréttir heinisóttu Sig- ríði í byrjun desember og fengu að kynnast jólaundir- búningi hennar.. Þegar maður keyrir í hlaðið hjá Siggu er alveg ljóst hvaða gluggar eru hennar. Margiit jólaljósin og fallegar skreyt- ingarnar lýsa manni leið að litlu jólaveröldinni sem falin er í íbúð í Heiðarholtinu. Sigríður saumar mikið og hefur búið til fjölda brúða, bæði til jólaskrauts og annars skrauts. „Það eru mörg ár síð- an ég fór að hafa áhuga á að sauma brúður. Ég hafði hins vegar aldrei tíma til að sinna þessu. Þegar ég bjó í Ameríku keypti ég fullt af sniðum, ég varð alveg sjúk þegar ég kom inn í fyrstu búðina sem seldi svona snið. Mörgum árum síð- ar er ég svo að nota sniðin sem ég keypti. Ég fæ lfka snið frá vinum og kunningjum. Núna í sumar fékk ég bók frá konu í Toledo sem er heimsfræg í dag. Hún byrjaði að teikna snið mjög ung og vann út úr bflskúmum hjá sér. Við urðum miklar vinkonur og hún kveikti svona í mér. Þarna var sér her- bergi fyrir jólin, öll jólaefnin þar, alls konar snið og efni. Það var ofsalega gaman að koma þar inn.“ Byrjaði að sauma 6 ára -Hvenær byrjaðir þú að sauma? ♦ Sigrtður í jólalandinu sínu í Heiðarholtinu. „Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að sauma. Ætli ég hafí ekki verið svona 6 ára þegar ég saumaði fyrst á dúkkuna mína. Ég klippti efnið til sjálf og saumaði í höndunum. Sigríður býr ekki aðeins til brúður fyrir jólin, heldur líka allt skrautið á trénu sínu. „Þetta er nú bara eitthvað sem mér datt f hug. Ég nota alls kyns af- ganga, blúndu, hnetur, kart- öflupoka og margt fleira. Ég er líka mjög hrifin af þvf að þræða poppkorn upp á band og skreyta tréð þannig. Ég hugsa alltaf sem svo að það hljóti að vera hægt að nýta allt. Ut úr einni gerð af blúndu fékk ég t.d. þrjú munstur sem ég nota í jólaskraut. Svo hekla ég líka stjörnur á tréð. Galdurinn er að nota ímyndunaraflið og sjá út hluti sem ekki eru augljósir." Meðfæddur hæfíleiki Sigríður hefur aldrei lært neitt í saumaskap nema af sjálfri sér. Hún segir að senni- lega sé þessi hæfileiki með- fæddur. en bætir svo við að lík- lega geti allir sem kunna á saumavél gert þetta. „Ég hef aldrei lært neitt, en áhuginn er svo mikill. Ég er alltaf að skoða tuskur og hugsa með mér hvað ég geti gert úr þessu og hinu.“ -Saumarðu bara fyrir sjálfa þig? „Mikið af þessu á ég sjálf, en svo bý líka til t.d. jólagjafirnar handa skyldfólki mínu. Ég hef selt svolítið og fólk er mjög Fiskverkendur - bændur - iðnrekendur Framleiðum ódýra veggja- og loftklæðningu úr lituðu stáli. Timbur og stál hf._, 5 Smiðjuvegi 11, Kópavogi, sími 564 2940 og 554 5544 , fax 554 5607 Sendum vvbskiptavinum okkar og Suburnesjamömnum öllum bestujóla- og nýársóskir. Olafur Þorsteinsson og Co. hf. Reykjavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.