Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 18
JÓLABLAÐ 1995 VlK'URFRÉTTIR Rotaryklúbbur Keflavíkur: Menningar fyrir hugvit og framtak - á 50 ára afmæli klúbbsins ♦ Gtiðmundur Bjömsson varaforseti Itjá Rotary afhendir Guðjóni Ormssyni viðurkenninguna fyrir hugoit og framtakssemi. ♦ Gunnar Eðvarðsson tekur við viðurkenningu fyrirhönd Hrafnhildar Njálsdóttur fyrir fram- leiðslu á hársnyrtivörum úr íslenskum jurtum. Rotaryklúbbur Keflavíkur veitti nýverið þrjár við- urkenningar fyrir hugvit og framtak. Viðurkenningarnar eru veittar í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins sem var stofnaður 2. nóvember 1945. Hársnyrtivörur úr íslenskum jurtum Hrafnhildi Njálsdóttur er veitt viðurkenning fyrir hugvit og framtak við þróun og fram- leiðslu hársnyrtivara úr íslensk- um jurtum. Hrafnhildur er fædd í Keflavík 18.október 1959 og lauk námi í hárgreiðslu árið 1981. Hrafnhildur starfaði í Danmörku árin 1986 til 1990 þar sem hún kynntist hársnyrti- vörum sem einstaklingur fram- leiddi og hún sá að fleiri en stóru alþjóðarisarnir gátu fram- leitt góða vöru. Hugmyndin að þvf að prófa slíkt sjálf varð til á þessum árum og mótaðist frek- ar eftir að hún kom heim. Með aðstoð Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis hefur Hrafnhildur prófað sig áfram með ýmsar jurtablöndur, grunnsápur og olíur. Sem dæmi um jurtir sem eru notaðar má nefna vallhumal, blóðberg, baldursbrá, fjallagrös og birki. Fyrir tveirum árum fór þró- unarvinna af stað í eldhúsinu heima og í júní sl. kom fram- ! leiðslan fyrst á markað. Undir- tektir hafa verið mjög jákvæðar og nú framleiðir Hrafnhildur fimm tegundir af sjampóum og eina af hárnæringu undir heit- inu Jurtagull. Fleiri tegundir eru væntanlegar. Mikið er lagt upp úr gæðum vörunnar og eru gæði íslenskra jurta talin meiri en sambæri- legra jurta frá nágrannalöndum. Smekklegar umbúðir, sem Hrafnhildur hefur hannað sjálf og framleiddar eru sérstaklega fyrir jurtagull, hafa vakið at- hygli. Hrafnhildur hefur með þessu framtaki sýnt mikinn dugnað og frumkvæði, öðr- um til eftirbreytni. Hugvit og framtakssemi á ýmsum sviðum Guðjón Ormsson hlýtur við- urkenningu fyrir hugvit og framtakssemi til margra ára við þróun og smíði fjölmargra hluta. Guðjón fæddist í Hafnarfirði 3. ágúst 1920 og er því nýlega orðinn 75 ára. Hann er iærður rafvirkjameistari og fluttist til Njarðvíkur 1970. Guðjón hefur í gegnum árin unnið að ýmsum verkefnum og verið þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í hönnun og smíði og eftir hann liggja ýmis Óskum félögum okkar og oörum Suðurnesjamönnum ftlcöUcijt ú jólfl og fntéflílfii liunifliiði ávs meö þökk jyrir samstarfiö á árinu sem er að líða. Tðnsveinafélag Suðurnesja ♦ Valgerður G. Eyjólfs- dóttir og Garðar Ólafsson taka við viðurkenn- ingunni fyrír Grip-lásinn. VF/myndir: Oddgeir verk sem munu gagnast landi og þjóð um ókomin ár.. Eitt meginverkefni Guðjóns undan- farin ár hefur verið þróun líf- rænnar gervibeitu til línuveiða í samstarfi við Jóhannes Pálsson. Danskur aðili hefur einnig að- stoðað við verkið og prófanir þar og hér heima lofa góðu. I tengslum við við þetta hefur Guðjón einnig unnið við þróun beitingarvélar, öngulhlífar sem kemur í veg fyrir að línuönglar flækist saman og sérstaks spils. Verkefni þetta er nú í uppnámi sökum fjárskorts. Ein af uppfinningum Guð- jóns er sérstaklega einfalt og snjallt lok á málningardósir til þess að strjúka af penslum á. Fjöldaframleiðsla á því fer nú sennilega að fara af stað í Dan- mörku. Þá hefur hann þróað skaköngulinn Gretti, sem fram- leiddur hefur verið á vernduð- um vinnustöðum í Keflavík og Akranesi og þannig hafa skap- ast störf fyrir einstaklinga sem eiga ekki auðvelt með að fá vinnu við hæfi. Margt fleira hefur komið úr smiðju Guðjóns sem of langt mál er að telja upp hér og hann er enn að. Guðjón Ormsson hefur sýnt djörfung og þor í sínum verkum og Ijóst að hann hef- ur sýnt fordæmi og elju öðr- um til fyrirmyndar. Griplásinn til hagræðing- ar í sjávarútvegi Valgerður G. Eyjólfsdóttir og Garðar Olafsson hljóta við- urkenningu fyrir hugvit og framtak við þróun og fram- leiðslu á lásnum Grip. Valgerður er fædd í Njarðvík 4. mars 1955 og Garðar í Keflavík 20. júní 1962. Þau hafa búið og starfað hér á Suð- urnesjum og bæði verið m.a. til sjós. Sl. tíu ár hefur Garðar starfað hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og frístund- irnar farið í þróunarvinnuna. Valgerður hefur ekki getað unnið utan heimilis síðan 1991 að hún lenti í alvarlegu slysi. Hún hefur tekið virkan þátt í vinnu við þróun og framleiðslu á Grip-lásnum. Meginverkefni þeirra hjóna hefur verið þróun og fram- leiðsla á ýmsum gerðum lása sem munu spara hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi ómældan kostnað og auðvelda alla vinnu í skipum er varðar splæsingar og hnýtingar á flotteinum, lín- um og fleiru. Náinn samstarfs- maður þeirra frá upphafi hefur verið Gestur Eyjólfsson, bróðir Valgerðar. Frumgerð af lásnum Grip var send í hönnunarsamkeppni árið 1991, við lítinn orðstýr. Síðan þá hefur verð lögð mikil vinna í þróun lássins og hann breyst mikið. Hugmyndin er snjöll og í dag birtist hag- kvæmnin ekki síst í einfald- leika lássins og margir munu segja; því datt mér þetta ekki í hug. Mikill tími hefur farið í að þróa og smíða tæki til fram- leiðslunnar, því þó lásinn virð- ist einfaldur þá er smíðin mikil námkvæmnisvinna þar sem brot úr millimetra skiptir máli. Hampiðjan hefur sýnt lásn- um mikinn áhuga og stutt vel við bak þeirra hjóna að undan- förnu. Lásar eru nú komnir um borð í skip til prófunar á styrk- leika og þoli og hafa reynst mjög vel. Framtíðarmöguleik- arnir virðast því miklir. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá Valgerði og Garðari, m.a. ýmsar útfærslur á lásnum, en tíma- og fjármagnsskortur hamlar frekari þróun um sinn a.m.k. Forsvarsmenn Grips hafa sýnt dirfsku og þor og sýnt að með vilja og elju er hægt að skapa mikil verðmæti. Félagar í Rotarýklúbbi Keflavfkur er 59 í dag. Stjórn skipa Guðni Jónsson forseti, Grétar Grétarsson gjaldkeri, Ólafur B. Ólafsson ritari, og Þorvaldur Arnason stallari. Fyrsti forseti klúbbsins var Alfreð Gíslason og stofnendur voru 13. Af þeim lifa fimm, en það eru Karvel Ögmundsson, Kristinn Reyr, Huxley Ólafs- son, Egill Þorfinnsson og Ólaf- ur Einarsson. Sendum félagsmönnum okkar og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gícöiícg jól, gutt og ftvroivlí Uotnattiit áv og þökkum samstarfið á árinu sem er að liða. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.