Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 22
JÓLABLAÐ 1995 VÍKURFRÉTTIR Guðna Ingimundarson þekkja allir Garðmenn. Hann er þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi. Guðni hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur um dagana og oftar en ekki á trukknum með bómuna. Gemsinn er búinn að snúast í gegnum árin og á dögunum missti að- komumaður, sem hafði verið í Garðinuni fyrir áratugum, það út úr sér; „Er þessi ennþá á ferðinni“. Við hittum Guðna að máli í bílskúrnum að Borgartúni. Betta er aðeins meira en bílskúr því þarna hefur Guðni gert upp fjöldann allan af gömlum vélum sem eru eins og nýjar og fara allar í gang við fyrsta snúning. Guðni sam- þykkti viðtal og því var blaðamanni og , Ásgeiri Hjálmarssyni, sem var í för með blaöamanni, boðið inn í kaffi. Viðtalið var tekið fyrir afmælisblað Björgunarsveitar- innar Ægis sem kom út síðasta vor og er hér birt með góðfúslegu leyfi þar sem blaðinu var eingöngu dreift í Garði og vilji til að fleiri fengju að njóta viðtalsins við Guðna. OFT VERU NÆRRIÞVÍ AÐ RLOTNA í SKÓNA ♦ Guðni t „aksjón" á trukknum í Snndgcrði. VF-myndlHilmar Bragi. í kaf. Þegar eldurinn hafði kraum- að lengi í skipinu fóru að heyr- ast hvellir. Þá var eldurinn kominn í skotfærin. Það stóð síðan yfir skothríð í hálfan mánuð og setja þurfti vörð við skipið. I eldinum brann hell- ingur af timbri sem Bragi var búinn að búnta og ætlaði að flytja upp á land“. - Guðni Ingimundarson í hressilegu spjalli um ævintýrin í kringum strönduð skip á Garðskaga og Keykjanesi Viðtal: Hilmar Bragi Bárðarson SKELKAÐUR SKIP- STJÓRI MISSTI FLUTNINGASKIP í FLÖSINA Það er ekki komið að tóm- um brunninum þegar Guðni er annars vegar og þar sem hægt væri að skrifa heila bók um það sem á daga Guðna hefur drifið var ákveðið að tala um skipsströnd og ævintýrin í kringum þau. Eitt stærsta skipið sem strandaði hér í Garðinum á öldinni var flutningaskipið Hontenströmm. Það var í ttutningum fyrir breska herinn og var að koma með kox til landsins. Guðni man vel eftir öllum aðdragandanum að strandinu og söguna í kringum skipið. Gefum Guðna orðið: „Þetta var á vertíðinni 1943 og á því tímabili sem skipin sigldu með öll Ijós slökkt útaf stríðinu. Skipið er að koma utan úr heimi með koxfarm og er rétt komið fyrir flösina þeg- ar það mætir flota af skipum undir fullum Ijósum. Þegar skipstjórinn sér alla Ijósadýrð- ina bregður honum og slær af en missir þá skipið upp í flös- ina. Þetta reyndust þá vera línubátarnir úr Keflavík á leið í róður. Skipið strandaði í miðri flösinni norðan við hausinn. ÞRÍR TUNDURSPILL- AR REYNDU AÐ LOSA SKIPIÐ Þetta var 3000 tonna skip og þrír breskir tundurspillar reyndu mikið til að bjarga því en það tókst ekki. Það var síð- an ekki fyrr en um sumarið sem menn keyptu skipið til að bjarga úr því verðmætum en þá var framendinn farinn af því í briminu. Það var Vélsmiðjan Hamar í Reykjavík sem keypti ♦ Valborgá strandstað í Garðskagaflös. Þetta cr eina myndin sem er til af strönduðu skipi á flösimti. Mynd: Ásgcir Hjálmarsson. ♦ Innfellda inyndin cr af tmkknum lians Gtiðua íflösini fullum'af jámi. skipið og bjargaði úr því skrúf- unni, öxli og katli og tveimur til þremur bílhlössum af dósa- mat. Bragi Einarsson í Nýjabæ var með trillubát í flutningum fyrir Hamar og hann keypti síðan skipið af vélsmiðjunni. Hann var meira og minna allt sumarið í skipinu að rífa og Urðarfell er t.a.m. byggt úr timbri úr skipinu. Þá var óhentju af koxi ekið úr skipinu en það var notað til kynding- ar“. TÓK KVEIKJULOKIÐ AF OG BÍLLINN FÓR í KAF - Það er til fræg saga af mik- illi skothríð úr skipinu. Hvern- ig vildi hún til? „Þannig var að í lest skipsins voru skotfærabirgðir. Þegar Bragi var að rífa timbrið úr skipinu kom undan því mikill korkur sem var einangrun skipsins. Hún féll að sjálf- sögðu niður og yfir skotfærin. Eitt sinn vildi það til að það komu Ameríkanar út á skaga og höfðu með sér bát. Þetta voru tveir strákar og tvær stelpur. Þau fóru á bátnum yfir í skipið. Það vissi síðan enginn fyiT en um nóttina, að það fór að leggja reyk frá skipinu og síðan eld, að kveikt hafði verið í skipinu. Bragi hafði hins veg- ar frétt af ferðum Kananna og þeir geymdu bílinn í fjörunni. Hann tók því kveikjulokið úr bílnum svo þau komust ekki burtu á bílnum og hann flæddi KEYPTU TVÖ SKIP ÁRIÐ 1950 Guðni og Guðmundur bróðir hans festu kaup á tveimur skip- um í Garðskagaflös. Þau strönduðu bæði árið 1950. Það eru að sjálfsögðu sögur í kring- um þau skip. •Giíðm' flutti tugi tonna af brotajámi úr flösinni. Hér er trukkurinn fullur afjámi „á leið í land". „Fyrra skipið sem við keypt- um í flösinni var Sundswall, þýskt flutningaskip frá Ham- borg. Þetta var garnalt skip byggt árið 1886. Þannig var að þetta skip var fullt af salti sem átti að fara til saltfiskverkenda við Faxaflóasvæðið. Menn voru farnir að bíða eftir skip- inu. Það var mokveiði og allt orðið saltlaust í landi. Skipið var nokkra daga á eftir áætlun og mönnum létti því mikið þegar fréttist af því utan við Grindavík og síðan mættu menn á Voninni, sem voru að fara í línuróður, skipinu við Stakkinn en það átti að fara til Keflavíkur. Tveimur tímum síðar fréttist síðan af skipinu þar sem það er strand á flösinni. Skipið hafði þá snúið við og siglt í strand. Það var

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.