Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 33
Wkurfréttir JÓLABLAÐ 1995 Jólatréssala Kiwanis hafin Hin árlega jólatréssala Kiwanismanna er haf'in og er að venju i áhaldahúsi Keflavíkur við Vesturbraut. Boðið er upp á úrval trjáa og Kiwanismenn stefna að því að selja um þúsund tré eins og undanfarin ár en gerðirnar eru aðallega Norðmannsþynur frá Danmörku og fslenskt rauð- greni og stafafura úr Skorra- dalnum. Einnig er fáanlegt rauðgreni í potti sem mörgum finnst fallegt að setja fyrir framan hús sín. Greni til skreytinga er í miklu úrvali, jólatrésfætur og einnig er hægt er að fá krossa á leiði sem Sinavik-konur útbúa. Það er opið á Vesturbraut- inni alla virka daga kl. 17-22 en um helgar frá 13 til 22. Allur ágóði af jólatréssöl- unni rennur að sjálfsögðu til líknarmála en skammt er síðan Kiwanismenn afhentu gjafir fyrir á fjórðu milljón króna á 25 ára afmæli klúbbsins. Aösent: Við hættum að rífast Oftsinnis hefur það koniið fyrir okkur hjónin að deilur hafa sprottið án þess að þær í raun gerðu boð á undan sér og skönimu síðar deildum við um ástæður þess að deilur risu! Eg hygg að flest hjón þekki þetta af eigin raun og margir líti á að þetta sem nánast náttúrulögmál - óhjákvæmilegt. En svo er nú aldeilis ekki. I lok nóvember var ég svo lánsöm að vinkona mfn færði mér bókina „Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus" að gjöf. Ég varð satt best að segja hálf hvumsa við og spurði hvað ég ætti svo sem að gera við vandamálabók. Hvort eitt- hvað væri að mínu hjónabandi. En það kom fljótt á daginn að þarna er engin venjuleg bók á ferð. Ég las hana á tveimur sól- arhringum og maðurinn minn hefur lesið hana - og hún hefur satt best að segja gert krafta- verk. Einfaldar en áhrifarfkar leið- ir dr. John Gray, sem skrifaði bókina, hafa sannarlega hrifið - og stóraukið skilning okkar hjóna á tilfinningum hvors annars. Við erum betur með- viðtuð þegar við erum á leið í skotgrafir rifrildis og stoppum áður en byssukúlum er hleypt af . Það hrífur svo sannarlega. Við skiljum tillfinningar hvors annars betur. Mig langar í lok- in að vitna í Gray: „Astin blómstrar þegar karlar og kon- ur samþykkja og viðurkenna það sem er ólíkt með þeim. Það er sannleikur. S.J. Frábær matur á Glóöínni Starfsfólk Þvottahallarinnar hafði samband við blaðið. Það fór í jólahlaðborð á Glóðinni nýlega og vildi skila sérstökum þökkum til Arnar og hans fólks á veitingastaðnum. Maturinn hefði verið frábær og þjónustan eftir því. Sendum starfsmönnum okkar svo og öllum Suburnesjamönnum bestu óskir um gleðileg júl, og gott og fœréœlt Íi0iimnbt ár Þökkum samstarfió á árinu sem er aö Ivöa. Dverghamrar ♦ Kiwanismcnn og börti með sýnishom af jólatrjáaúrvalimt íár. VF-mynd/pkct. Fallegir köflóttir jóladúkar í úrvali SATIN NATTFOT OG SERIÍIR VERÐ FRÁKR. 3.100.- SÆNGIRVERASETT • gamaldags bróderub Verd frá kr. 3.850.- • satínsœngurverasett Verbfrá kr. 4.750.- • bóniullardanitisk Verð kr. 2.950.- DráumalanÁ Tjarnargötu 3 - Keflavík - sínii 421 385.5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.