Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 23
VlffURPRÉTTIR JÓLABLAÐ 1995 norðan bræluskratti þegar þetta gerðist. Menn heyrðu síðar að skipstjórinn hafi feng- ið þau skilaboð að skipið ætti ekki að koma aftur út“. EKKI SALTKORN UM BORÐ - Það var slæmt ástand í landi og saltleysið var farið að koma illa við marga verkendur enda mokfiskirí eins og þú segir. Var ekki hægt að bjarga salti úr skipinu? „Eg komst um borð í skipið kl. ellefu um morguninn. Þá var gat á skipinu og ekki salt- korn um borð. Það hafði þá allt runnið út um gatið“. - Hitt skipið sem þið keypt- uð í flösinni? „Það var skoskur lúðuveið- ari, Invercould. Fyrst þegar ég kom á staðinn viídu þeir ekk- ert með mig né Þorsteinn Jó- hannesson hafa og sögðust ætla út á flóðinu. Skipið losn- aði hins vegar aldrei alveg og rak upp með rifinu. Þetta skip var einn af gömlu línuveiður- unum, um 200 tonna skip. Sig- urbergur Þorleifsson bjargaði úr skipinu um tveimur bíl- förmum af lúðu.“ - Þið bræðurnir keyptuð þessi tvö skip. Eftir hverju voru þið að sækjast? „Það þóttu mikil verðmæti í þessu og aðallega var það nú koparinn sem borgað var fyrir hátt verð þá. Síðar var það einnig brotajárn sem við björguðum úr fjörunum". ÆVINTÝRIN í JÓNI BALDVINSSYNI RE Það var óhemja af brotajárni sem Guðni ók á trukknum úr flösinni og upp á kambinn. Það gefst hins vegar ekki tími til að ræða um brotajárnið á skaganum því ef þeir bræður Guðni og Gvendur hafa ein- hvertímann komist í hann krappann þá var það úti á Reykjanesi um borð í nýsköp- unartogaranum Jóni Baldvins- syni RE. GVENDUR FASTUR Á BAKVIÐ SVEIFARÁS „Við vorum stundum komn- ir að því að blotna í skóna. Það stóð stundum tæpt og var stundum fallið einum of mikið að. Ákafinn var það mikill í því að rífa. Dekkst var það þegar Gvendur lokaðist á bak- við sveifarásinn á Jóni Bald- vinssyni RE. Skipið lá á hvolfi. Allar legur voru úr kopar og skipið lá það mikið aftur að við komust aldrei að því að berja aftasta legubolt- ann úr. Það var mannhol til að komast bakvið tappann og Gvendi dettur í hug að fara í gegn og komast þannig hinum megin við tappann. Um leið og hann slær leguboltann úr snýst tappinn hálfhring og lok- ar útgönguleiðinni. SJÓRINN KOMINN VEL UPP í MITTI Það var hörkuaðfall og ég alveg vitlaus. Við vorum fjórir þarna og ég ákveð að hlaupa upp og byrja að brenna fyrir ofan hann til að reyna að kom- ast niður á Gvend. Þegar ég byrja að brenna kemur hins vegar í Ijós að það er steypa undir og það vissi enginn hvað hún var þykk. Eg fór því niður aftur og við reyndum að vega tappann og fengum hann af stað en aldrei nóg. Þá myndi ég allt í einu eftir þvf að þar voru gamlar tréblakkir í skipinu og þarna var nóg af köðlurn. Ef við fengjum nógu mikinn kraft á tappann þá myndi þetta takast. En þar sem tappinn skorðaðist við stimpilstöngina var mesta kúnstin að fá hana frá. Eina leiðin var að brenna gat fyrir stimpilstöngina og láta hana ganga inn til Gvendar. Þetta tókst og við sluppum en þá var sjóinn kominn vel upp í mitti á Gvendi en skipið fór á kaf á flóðinu". - Þið hafið ekki verið hrædd- ir? „Það heyrðist ekki múkk í Gvendi allan tímann. Honum var alveg sama þó hann vissi það að allt færi í kaf‘. SKRÚFANSPRENGD AF MEÐ DÝNAMÍTI Guðni sagði að þetta væri ekki í eina skiptið sem það hafi staðið tæpt um borði í Jóni Baldvinssyni RE. Um tíma hafi þeir verið með kláf úr fjörunni og um borð í skipið og það hafi oft brotið á tunnunni á leið í land. Það var ævintýri með skrúf- una af Jóni Baldvinssyni RE. Skrúfuna tóku þeir þannig að skipinu að þeir brenndu rónna aftanaf og skutu síðan skrúf- unni af með dýnamíti. „Þetta gekk eins og í sögu,“ segir Guðni og bætir við: „Það gekk hins vegar á ýmsu þegar við vorum að flytja skrúfuna í land. Við hengdum skrúfuna neðan í fimmtán olíu- tunnur og ætluðum að fleyta henni til Grindavíkur. Það gekk vel fyrstu tvo tímana en svo brældi á suð-austan og var beint í nefið. Svo fór að dimma. Við vorum komnir fyr- ir bergið og inn á Staðarvíkina og sáum Ijósin f Grindavík þegar það brotnaði þrýstilega á skrúfunni á bátnum hjá okkur. Það var ekki um neitt annað að ræða en að stoppa. Við byrjuð- um strax að kynda bál. Við fór- um að veita því athygli að tunnumar voru alltaf að lækka í sjónum og við sáum koma gusur upp úr þeim. Þá þoldu tunnurnar ekki álagið og spmngu. Skrúfan sem var 2970 kfió lyfti sér þá ekki nóg og tunnurnar sprungu undan þrýst- ingnum. Þegar allar tunnurnar • Jón Baldvinsson RE á strandstað undir Keflavíkurbergi á Reykjanesi. Togarinn var aðeins tveggja og Itálfs árs þegar liann strandaði. Brxðumir Guðni og Guðmundur lngimundarsynir keyptu skipið. KOKKURINN SKILAR SÉR Á MORGUN! Menn drifu sig í land í hvelli og þegar menn voru komnir vel á veg upp flösina vildi skip- stjórinn fullvissa sig um að allir væru komnir frá borði. Þá vant- aði kokkinn. Þeir sem vissu betur sögðu að hann hafi dáið áður en skipið strandaði. „Þá skilar hann sér á rnorgun," sagði skipstjórinn. Allir komust í land og Isak vitavörður tók á móti mönnunum. Daginn eftir var skipið horfið en farmurinn allur kominn á land en þar var timburfarmur sem skipið flutti. Kokkurinn kom einnig í leitirnar." Þessa frásögn las Guðni í Lesbók Morgunblaðsins á árun- um upp úr 1950 en það sem að sjálfsögðu vakti athygli Guðna var að í skipinu voru jafnframt tvö tonn af dýnamíti sem var staflað inn á milli timburfarms- ins. Það dýnamít hefði mátt nota á margar klappir, hugsaði Guðni með sér... 0Svona var Jón Baldvinsson RE þcgar þeir hræður voru að vinna við að rífa koparlegur og fleira úr skipinu og þeir bræður komust íþað krappasta þegar Gvendur festist á bakvið sveifarásinn og það dýpkaði liratt sjórinn inni í skipinu. voru sprungnar var báturinn kominn upp á endann. Ég hljóp afturá með öxi og stóran slag- hamar en í því slitnaði vírinn og skrúfan sökk og er þarna ennþá. Nokkru síðar fékk ég Einar Dagbjartsson úr Grinda- vík til að koma með mér með slæðu til að slæða upp vírinn en hann kom ekki upp. Menn komu með þær tilgátur að skrúfan og vírinn haft sokkið í leir á þessum slóðum“. GÁTUM GRAMSAÐ í NETALESTINNI - En ævintýrunum í kringum togarann var ekki lokið? „Nei. Við áttum fjóra gaskúta um borð og ennþá voru tveir þeirra fullir. Við fórum því til að sækja kútana. Þegar við Gvendur erum komnir um borð vorum við vissir um að við gátum eitthvað gramsað í netalestinni. Þetta var gat um fermetri í þvermál sem við fór- um niður um. Við urðum varir við það að það voru að koma skvettur í gatið. Allt í einu heyrðum við kvæs og fruss í kviku og allt í einu gengur mik- il skvetta yfir skipið og við sjá- um skrúfuna á bátnum sem við komum á yfir gatinu og það kom góð gusa niður gatið á okkur. Þarna vorum við öruggir á að báturinn væri kominn upp í grjót. Þegar upp var komið kom í Ijós að allir spottarnir voru slitnir en báturinn hékk á einni keðju. Við vorum fljótir að korna okkur í burtu“. ÞETTA LÍKA FERLÍKI STRANDAÐ Á fyrrihluta aldarinnar og á fyrstu áratugunum strönduðu fjölmörg skip í fjörunum hér við Garðinn. Þessa sögu kann Guðni af strandi norska gufu- skipsins Scandia sem strandaði á flösinni 21. febrúar 1905: „Maður nokkur var að koma neðan úr Gerðum og á leið til síns heima út í Garði. Þar sem það var frost fór hann sýkið og þegar hann kemur upp á Ut- skálahólinn heyrir hann skips- flaut. Manninum datt ýmislegt í hug þar sem það var útsynning- ur. Hann ákveður að hraða sér heim og kemur við hjá Lauga á Blómsturvöllum. Þeir heyra flautið aftur og er ákveðið aða fara niður f flös. Þegar þeir koma í flösina sjá þeir þetta líka ferlíki strandað. Þeir komust að síðu skipsins en ekki með nokkru móti um borð. Laugi var forsjáll maður og hafði tekið með sér band sem hann hafði utan um sig miðjan. Eftir að hafa barið dallinn að utan án þess að fá svar koma þeir þó bandinu um borð og ná að komast upp á því. Þegar um borð var komið urðu þeir ekki varir við nokkurn mann og var því farið að leita að mannabú- stöðum sem fundust fljótt. Þar voru allir sofandi og gekk illa að vekja mannskapinn. Það hafðist þó um síðir og var á- kveðið að fara í land. Skýringin á þessum fasta svefni hjá allri áhöfninni var sú að fjórum sólarhringum áður hafði komið leki að skipinu og höfðu áhafnarmeðlimir staðið í austri þar til skipið strandaði. Þegar skipið var komið í strand og menn voru búnir að fullvissa sig um að það gæti ekki sokkið gátu menn lagt sig áhyggju- lausir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.