Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 26
JÓLABLAÐ 1995 VÍKURFRÉTTIR Hörpuútgáfan sendir frá sér tíu bækur fyrir þessi jól. Hvíldarluus ferð inn í drauminn eru smásögur eftir Matthías Johannessen ritstjóra. í bókinni eru 22 smásögur og stuttir þætlir þar sem bestu kostir Matthíasar sem skálds fá notið sín. Ragnar í Skaftafelli - frá- sagnir og æviminningar. Helga Einarsdóttir skráði. Bók- in segir frá lífi og störfum fólksins í einni afskekktustu sveit þessa lands og þrotlausri baráttu þess við óblíð náttúru- öfl. Einnig frá náttúruperlunní Skaftafelli, en Ragnar var fyrsti þjóðgarðsvörðurinn og mikill áhugamaður um stofnun þjóð- garðsins og friðun hans. Fjöldi mynda prýða bókina. Skáldkonur fyrri alda, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur, ný út- gáfa. Höfundur byggir verk sitt á traustum sögulegum grunni og ítarlegri könnun heimilda. A látlausan og alþýðlegan hátt tekst henni að skrifa listræna bók, sem er í senn skemmtileg aflestrar og girnileg til fróð- leiks. Lífsgleði, viðtöl og frásagn- ir. Þórir S. Guðbergsson skráði. Sex íslendingar líta um öxl og rifja upp liðnar stundir. Þau sem segja frá eru: Guð- laugur Þorvaldsson, f.v. sátta- semjari, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri, Úlfur Ragnarsson læknir, Fanney Oddgeirsdóttir, húsmóðir á Akureyri, Daníel Ágústínusson f.v. bæjarstjóri á Akranesi og Þóra Einarsdóttir segir frá uppvexti sínum og hjálparstarfinu á Indlandi. Furður og feluleikir limrur og Ijóð í sama dúr, nefnist ný bók eftir Jónas Árnason, rithöf- und. Hinir fjölmörgu lesendur þessa vinsæla höfundar fá hér nýja bók, sem ekki mun valda þeim vonbrigðum. Orð dagsins úr biblíunni, Ólafur Skúlason biskup valdi. I bókinni eru ritningargreinar fyrir hvern dag ársins. Kær- komin lesning og uppflettibók. Litla skólahúsið, smásögur eftir bandaríska höfundinn Jim Heynsen, sem korn hingað til lands 1994 og las þá úr verkum sínum. Hann hefur sent frá sér smásagnasöfn og ljóðabækur sem njóta vaxandi vinsælda. Gyrðir Elíasson valdi sögurnar og íslenskaði. Draumarnir þínir, ný ís- lensk draumráðningabók. Þóra Elfa Björnsson tók saman efni bókarinnar. Þá eru einnig nýjar þýddar skáldsögur eftir höf- undana Jack Higgins og Bodil Forsberg. Helga K. Einarsdóttir Endurmínninggr og Irúsugnir 11111,1 i ,4 ruiiíon Furður og feluleikir Limrur og ijóú i sama dúr Vistmenn óska öllum þeim sem sjnt hafa þeim vinarhug °g glatt meö heimsóknum, glebilegra jóla og farsœldar á njju ári. Gub blessi ykkur öll. Oskum öllum þeim sem sjnt hafa okkur vinarhug og glatt meb heimsóknum, gledilegra jóla ogfarsœldar á njju ári. Gub blessi ykkur öll. Vistmenn á Hlévangi. ♦ Egill Ólafsson, umboðsmaður Samvinnuferða á Suðurnesjum var einn afmörgum Suðurnesjamanna semfóru t golfferðir með Golf- ferðaklúbbi SL. A myndinni er liann í svaka „svíngi" á hinum frá- bæra velli Gahvay Bay á vesturströnd Irlands, en hann er í eigu ltins kunna t'rska kylfings, Christy O’Connor jr. Golfferð til Thailands Samvinnuferðir Landsýn bjóða nú í fyrsta sinn golf- ferð til Thailands í janúar nk. Um er að ræða þriggja vikna ferð á mjög hagstæðu verði og verður farið 18. janúar 1996. Að sögn Kjaitans L. Pálsson- ar, golfferðaklúbbsstjóra SL verður gist á fyrsta flokks hót- eli sem staðsett er í fallegum garði, á hinni fögru strönd Pattaya. Við hótelið eru tvær sundlaugar, tennisvellir, mat- sölustaðir, barir og fleira. Fjölmargir golfvellir eru á Thailandi og eru þeir einstak- lega fallegir og vallargjöldin eru mjög hagstæð. Að sögn Kjartans mun SL bjóða fjölbreytt úrval golfferða á næsta ári, m.a. í vor. um og eftir páska svo og næsta haust. ♦ Vallarkrakkarnir voru áltiigasamir íbakstrinum t Sigurjónsbak- aríi. Varnarliðskrakkar í Sigurjónsbakaríi Barnahópur ofan af Keflavíkurflugvelli kom í heimsókn í Sigur- jónsbakarí nýlega. Fengu þau að skoða bakaríið og einnig að reyna sig með deigið. Eins og sjá má á myndunum voru vallar- krakkarnir áhugasamir í Islands-bakstrinum. f ♦ Þessi unga dama cr ansi bakaraleg með Sigurjónsliiifti og útötuð í hveiti. VF-myndir/libb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.