Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 14.12.1995, Blaðsíða 30
JÓLABLAÐ 1995 VllfURPRÉTTIR Við óskum Suðurnesjamönnum glrf>i(eg?<t júlrt oq fœvðœU)av á íiotimttbi ávi Samband Sveilarfélaga á Suðurnesjum Sendum starfsmönnum okkar svo og öllum Suðurnesjamönnum bestu óskir um glcoilcg júl, IJOtt OlJ flvvðiút íiotttattbt áv Þökkum samstarfið á árinu sem er að liða. ÍSLENSKIR AÐAL VERKTAKAR Gaf tölvubúnað Svavar Sigurðsson gaf fyrir stuttu síðan veglegan tölvubúnað að andvirði nokkur hundruð þús- unda til fíkniefnadeildar Tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli. Þor- geir Þorsteinsson, sýslumaður á Keflavfkurflugvelli veitti gjöfinni mótttöku og sagði hana koma sér vel í þeirri erfiðu vinnu sem ffkni- efnadeildin sinnir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svavar kemur færandi hendi til fíkniefnadeildar á Keflavíkurflug- velli því hann lék sama leikinn fyr- ir nokkrum árum síðan. Kynþátta- kærleikun í Njarðvík Ráðstefna um kynþáttakær- leik var haldin í Grunnskóla Njarðvíkur á dögunum. Frum- mælendur komu víða að en því miður voru áheyrendur ekki margir. Umræður voru þó lífle- gar og fólk skiptist á skoð- unum. A meðfylgjandi mynd má sjá þau John Spencer frá Baháí-samfélaginu, Einar S. Jónsson frá Norrænu mannkyni og Amal Rún Case frá Sómaiíu, búsaett í Reykjavík. VF/mynd: Hilmar Bragi Oj, hvað lífið er leiðinlegt og grimmt Þessi hugsun hefur eflaust flogið í gegnum huga okkar margra nú þegar skólaleiðinn er farinn að færa sig upp á skaftið og prófin að byrja í þokkabót. En örvæntið ekki, nú eru jólin að ganga í garð og lífið verður yndislegt...í nokkrar vikur. Nei, í alvöru, hugsið ykkur allar kræsingarnar, svefninn, gjafirnar og hangsið, þetta verður yndislegt. í staðinn fyrir að hugsa: Nú eru prófin að byrja, skulum við hugsa: Nú eru prófin bráðum að verða búin! Það er ofurlítin ástæða fyrir þessum skrifum mínum og hún er sú (haldið ykkur) að eftir áramót byrjar fjörið, þá fyrst byrjar þung- lyndistímabilið fyrir alvöru og þess vegna ættum við að reyna að vera kát og glöð sem lengst, því að í janúar og febrúar verður ekki hjá því komist að detta svolítið niður en núna höfum við til jólanna að hlakka. Hægt er að komast hjá því að láta prófin toga í okkur í vitlausa átt. Þannig að...hugsið bara nógu mikið til jólafrísins og þið munuð lifa veturinn af. GLEÐILEG JÓL!. GR.I. / Oskum Suðurnesjamönnum glebilegta jú(itt ávð og fvíbav. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Hitaveita Suðurnesja P.S. Vizkustykki er komið út og það ætti að lyfta brún einhverra þunglyndissjúklinga. Herðið upp hugann! Hugleiðing! Jólin, jólin allsstaðar. Stressið, stressið allsstaðar (syngið þetta til yndisauka og til að minna ykkur á jól án stress). Þegar jólin nálgast tökum við eftir því hvað bærinn lifnar við og alisstaðar birtir til. Flestir fara í jólaskap og yndisleg jólastemmn- ing er í miðbænum. Jólaundirbúningurinn er misjafnlega mikill á heimilum, sumir baka í gríð og erg, kemba húsin sín og kaupa jafnvel ný föt. Aðrir fara rólega af stað og gera lítið sem ekki neitt. Það virðist ríkja ákveðin hefð hjá okkur Islendingum, að gera of mikið úr veislunni og hátíðum, stressa okkur yfir þeim, samanber jólin og fermingar. Einnig rfkir ákveðin spenna þegar jólin nálgast og við bíðum með eftirvæntingu eftir jólunum, fríinu og góða matnum. Auðvitað eru það jólin sem halda í okkur lífinu og bætum við oft nokkrum aukakílóum á okkur eftir jólamatinn enda eru allar Ifk- amsræktarstöðvar landsins kjaftfullar eftir jólasprenginguna, af fólki með samviskubit yfir aukakflóunum. Það sem við viljum benda ykkur á kæru Suðurnesjamenn er að þið ættuð að njóta þess frekar að vera í fríi með fjölskyldunni án alls stress og fara milli- veginn varðandi hreingerningar og bakstur og þess háttar. Kærar jóiakveðjur, G.Þ. og B.Þ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.