Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Page 14

Víkurfréttir - 19.12.1996, Page 14
f lítilH stórborg og Golden Á Kyrrahafsströnd Band- ríkjanna gætir mikilla spænskra áhrifa sem rekja má til valdabaráttu spænskumælandi og bandaríkjamanna í gegnum aldirnar. Borgir og bæir á þessum sláðum bera spænsk nöfn s.s. Los Angeles og San Francisco. Til þeirrar sí&arnefndu hélt hópur íslenskra feröalanga nú í lok nóv- ember og fyllti hópurinn eina Jumbóþotu Átlanta flugfélagsins. Tæplega 500 íslendingar, þarf af dágóbur hópur Subur- nesjamanna, dvöldu í borginni um vikutíma og nutu veburblíöunnar, fagurs umhverfis og skemmtilegs mannlífs. Colden Gate og AUatraz San Francisco byggðist upp í kringum trúboðsstöð sem spænskumælandi trúboðar af Franciscureglunni settu á laggimar og stendur hluti hennar enn. Síðan þá hefur svæðið, sem er stórt og hæð- ótt, byggst upp og telur nú fáar milljónir íbúa með út- hverfum og bæjum í næsta nágrenni. Hippamenningin er af sumum talin eiga upptök sín í San Francisco og óvíða er mannlífið fjölskrúðugra en þar. Sérstakt bæjarstæði borg- arinnar hefur margsinnis verið vettvangur kvikmynda og ýmsir staðir og mannvirki lieimsfræg s.s. Golden Gate brúin og Alcatraz fangelsið sem stendur á samnefndri eyju rétt fyrir utan borgina. Alcatraz fangelsið hefur orðið kveikjan að nokkmm kvik- myndum sem starfsmenn eyj- unnar í dag segja að eigi sér litla eða enga stoð í raunveru- leikanum. mitt á meðan hópurinn var þar staddur, daginn eftir þakka gjörðadaginn, „Thanksgiv- ing“. A Union Square, torgi í miðborginni em helstu versl- anir borgarinnar. Daginn eftir þakkargjörðadaginn var kveikt á 30m háu jólatré á torginu og markar sú stund upphaf aðventunnar á vestur- strönd Bandaríkjanna þótt við Frónbúamir fyndum ekki fyrir mikilli jólastemningu í 18 stiga hita. Þúsundir manna komu þar saman, sinfóníu- hljómsveit borgarinnar lék, tníðar og aðrir skemmtikraftar skemmtu bömunum. Samtals stóð dagskráin ytir í 2 klukku- stundir í blíðskaparveðri sem við gætum svo sannarlega notað við hátíðarhöldin í Skrúðgarðinum í Keflavík jsegar kveikt er á jólatrénu frá Kristiansand: venjulega í norðan vetramæðingi og frosti. Dægradvöl Boðið var upp á skoðunar- ferðir um næsta nágrenni s.s. í vínræktarhémðin í Napa daln- um og til bæjarins Carmel þar sem Clint Eastwood var bæj- arstjóri uin 2ja ára skeið. Suntir fóm á eigin vegum alla leið til Los Angeles en aðrir létu sér nægja næsta nágrenni hótelsins. I gömlu smábáta- höfninni í San Francisco hafa borgaryfirvöld byggt upp skemmtilegt svæði sem heitir Fishermans Wharf. Þessi staður mun vera næst fjölsótt- asti ferðamannastaður Kali- fomíu, á eftir Disneygarðin- um. Þegar okkar leið lá þar um vom þúsundir ferðamartna og innfæddra á staðnum enda mikið úrval alls konar afþrey- ingar þar. Verslanir, tívolí, veitingastaðir og fleira, eitt- hvað fyrir alla. Eitt augnablik laust í huga greinarhöfundar sú hugmynd að með lagni mætti gera eitthvað svipað f smábátahöfninni hér en þegar hann var skyndilega minntur á veðurfarið hér heima hurfu þær hugmyndir eins og dögg fyrir sólu. Smábátahöfnin okkar og Duus húsin fá verð- ugt hlutverk í framtíðinni en þar verða varla þúsundir manna samankomin í sömu andrá nema í undantekningar- tilfellum. Að lokuin er ástœða tilað þakka ölltim feröafélögttm fyrir samveruiia íSan Francisco meö óskuiii um gleöilega jólaliátíö ogfar- sœlta feröaár árið 1997. Kjartan Már Kjartansson. Kinahverfið San Francisco er lítil stórborg. Hún skiptist í ýmis hverfi og eitt af þeim er Kínahverfið sem er fjölmennasta byggð Asíubúa utan Asíu. Að ganga um götur Kínahverfisins er skemmtileg upplifun. Þar tala allir kínversku, fáir ensku, auglýsingar er á kínversku, meira að segja útvarpið er á kínversku. Það eina sem minnir á Banda- ríkin er gjaldmiðillinn og bfl- Kveikt á jólatrénu I miðborginni og úthverfum má finna útibú allra helstu verslanna Bandan'kjanna og sáu sumir ferðalanganna ástæðu til að líta þar aðeins inn fyrir dyr enda byrjuðu frægustu útsölur landsins ein- amir. Upphaf þess að Asíubú- ar fóru að streyma til Banda- ríkjanna má m.a. rekja til þess að unt rniðja 19. öldina hófu yfirvöld gerð jámbrautar^fir þvera Norður Ameríku. A jressum tíma voru allir inn- fæddir á Vesturströndinni uppteknir í gullleit enda stóð Gullæðið í Villta Vestrinu sem hæst. Því þurfti að flytja inn vinnuafi til landsins, vinnuafl sem ekki kostaði mikið en vann vel. Þetta vinnuafi vom Asíubúar sem hafa síðan alið af sér margar kynslóðir og búar þar enn. AUatíaz Islendingor í Son Francisco: JOLABLAÐ 1996 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.