Víkurfréttir - 19.12.1996, Síða 30
Bergdís Ásta er 24
ára. Hún býr í
Njarðvíkum ásamt
foreldrum sínum og
hefur unun af tónlist
og fer oft í sund. Líf
hennar er þó geró-
líkt annarra því hún
er fötluð. Dagný
Gísladóttir skoð-
aði venjulegan dag
í lífi Bergdísar Ástu.
Bergdís Ásta er dóttir hjónanna Ás-
geirs Ingimundarsonar og Sigríðar
Guðbergsdóttur og á hún tvö systkin,
Ásu 16. ára og Ingimund 21. árs.
Bergdís fæddist í nóvemberlok árið
1972 og kom þá í ljós að hún var tjöl-
fötluð. Fötlun hennar lýsir sér þannig
að hún getur lítið gengið og notar yfir-
leitt hjólastól eða göngugrind. Hún er
einnig heyrnarskert og því geta tjá-
skipti verið erfið. Hún getur ekki talað
en gerir sig að nokkru leyti skiljanlega
á táknmáli og með hljóðum. Hún notar
ákveðnar áherslur og reynir að segja
orð sem foreldrar hennar skilja.
Bergdís þarf hjálp við allt sem lýtur að
daglegu líft og sjá því foreldrar hennar
um umönnun hennar. Auk þess starfar
hún á Hæfingarstöð svæðisskrifstofu
Reykjaness.
Venjulegur dagur hjá Bergdísi Ástu
hefst klukkan sjö á ntorgnana og þá
finnst henni erfitt að vakna því hún er
morgunsvæf. Klukkan átta fer móðir
hennar með hana f vinnuna á Hæftng-
arstöðina en þar vinnur Bergdís Ásta
til klukkan fjögur.
Pressar dósir í vinnunni
Meginmarkmið hæfingarstöðvarinnar
er að veita fötluðum dagþjónustu sem
felur í sér vinnu við ýmis verkefni sem
gefur þeim möguleika til virkrar þátt-
töku í atvinnulífinu, bæði vemdaðri og
almennri vinnu. Þar er starfshæfnin
efld með því að vinna verkefni fyrir
utanaðkomandi fyrirtæki og verkefni
sem til falla innanhúss eins og pökkun,
röðun og flokkun.
Á morgnana byrjar Bergdís Ásta á því
| að fá sér kafftsopa á hæfingarstöðinni
ásamt öðrum sem þar vinna. Eftir
kafftsopann er farið í vinnuherbergi og
þar vinnur Bergdís Ásta við þau verk-
efni sem verið er að vinna hverju
, sinni. Má þar nefna pökkun á heymar-
tólum, skrúfum og krækjum fyrir
Húsasmiðjuna. Fara yfir og pakka
Flugleiðabæklingum, endurvinnsla
pappírs og nú fyrir jólin er Bergdís að
búa til skál úr pappír. Bergdís Ásta
vinnur einnig við að pressa dósir í
dósapressuvél sent útbúin var sérstak-
lega fyrir hennar fæmi. Vegna fötlunar
sinnar þarf Bergdís á miklum stuðn-
j ingi að halda við vinnuverkefnin sem
og í daglegu lífi og er því ávalt starfs-
maður henni innan handar. Að sögn
j Margrétar Pálsdóttur þroskaþjálfara á
Hæfingarstöðinni er Bergdís Ásta
j mjög sterkur persónuleiki og lætur hún
skoðanir sínar ákveðið í Ijós. Vinnu-
deginum lýkur hjá Bergdísi Ástu kl.
16.00 og þá er hún sótt.
Gefur hestunum brauð
i Stundum sækir Guðlaug Hilmarsdótt-
ir, félagsfræðinemi Bergdísi Ástu í
vinnuna en Guðlaug starfar hjá lið-
veislu Reykjanesbæjar. Megintilgang-
ur liðveislunnar er að veita persónu-
legan stuðning og aðstoð sem einkum
miðar að því að rjúfa félagslega ein-
angmn og felst m.a. í aðstoð til þess að
njóta menningar og félagslífs. Guð-
laug fer með Bergdísi Ástu í sund sem
hún hefur sérstaklega gaman af og ein-
nig fara þær oft að gefa hestunum
brauð við Mánagrund. „Bergdís Ásta
er mikill dýravinur og einnig er hún
nijög hrifin af börnum“, segir Guð-
laug. „Hún elskar líka að fara f sund
og höfum við þrætt alla sundstaðina
hér á Suðumesjum og verð ég að segja
að aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant
hjá ýmsum þeina". Vinnan með Berg-
dísi Ástu getur verið erfið líkamlega
og einnig getur fölunin takmarkað
möguleika þeirra því oft em t.d. stofn-
anir ekki byggðar fyrir fatlað fólk.
Samskipti þeirra á milli em takmörkuð
en segir Guðlaug að þær noti sín á
milli lykilhugtök og orð sem virka oft-
ast. Þó kemur Sigga móðir Bergdísar
til hjálpar þegar að Guðlaug skilur
ekki hvað það er sem Bergdís Ásta
vill. „Öll samskipti skipta miklu máli
hversu takmörkuð sent þau eru“, segir
Guðlaug. “Bergdís Ásta hefur góða
kímnigáfu og er yfhieitt mjög róleg og
geðgóð. Þó getur hún svo sannarlega
reiðst eins og hver annar“.
Sundið hefur gefið
Bergdísi mikið
Dýr og börn eru mikið hugarefni
Bergdísar Ástu og einnig hefur sundið
gefið henni mikið. Henni líður vel í
vatninu. Að sögn þeirra sem þekkja
hana vel er hún ákaflega skapgóð en
þó hefur hún skap og sem betur fer,
segja foreldrar hennar. Hún getur orðið
öskureið og þá grætur hún einfaldlega.
Tilefnið getur verið ýmislegt en þó
minnist Guðlaug þess að það haft gerst
eitt sinn er þær komu að lokaðri sund-
laug.
Kímnigáfan er ekki langt undan og oft
tengist hún undarlegunrhljóðum þar
sem þau magnast upp í heymartækjum
Bergdísar.
Bergdís er mannelsk og finnst ekkert
skemmtilegra en að fara út á meðal
fólks, og horfa á það með mikilli at-
hygli.
Hún er hrifin af tónlist og oft gerist
það á daginn þegar hún kemur heim úr
vinnu eða frá Guðlaugu að hún sest
við hljómborðið sem er í herbergi
hennar og spilar á það tímanum sam-
an. Að sögn móður hennar er hljórn-
borðið hluti af henni. Bergdís Ásta fer
yfirleitt að sofa kl. 10 og þar með lýk-
ur degi hennar.
JOLABLAÐ 1996
Víkurfréttir