Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Side 32

Víkurfréttir - 19.12.1996, Side 32
Steinn Erlingsson hefur verið syngj- andi allt sitt lif og nýverið gaf hann út hljómdisk sem nefnist „O, bjarta nótt". Hann gæddi sér á jólakræs- ingum á Flug-Hóteli ásamt Dagnýju Císladóttur og sagði henni frá söngnum. Þegar Steinn var lítill drengur dreymdi hann oft draum. Þá stóð hann á sviði í stórum tónleikasal og söng fyrir fólk. Þessi draumur blundaði í undinneð- vitund Steins í mörg ár á meðan hann var til sjós og gerði að tiski í seltunni. Hann braust síðáii frarn af fullum krafti þegar að Steinn kom á fast land og fór að skóla baritón rödd sína. „Ég man ekki eftir mér öðmvísi en syngjandi", segir Steinn á sinn rólega máta. Hann fær sér ekki mikið af jólahlaðborðinu og lætur sér nægja hamborgara- hrygginn enda á hann að fara syngja eftir skamma stund. Hann drekkur vatn nteð matnum og afþakkar jólarauðvín þar sem hann hefur það fyrir reglu að smakka ekki áfengi fyrir tónleika. „Líkaminn er mitt hljóðfæri og ég verð að hafa það í lagi", segir hann. Amma Steins á Sólbakka í Garði var söngelsk kona og spilaði á orgel. Þar var mikið sungið og spilað um helgar þótt að Steinn muni ekki eftir því enda 5 ára jregar hún dó. „Pabbi var ágætis bassasöngvari og söng bæði í kór Útskálakirkju og Karlakór Keflavíkur. Klassísk tón- list höfðaði strax til mín sem ég held að hafí verið frekar óvenjulegt fyrir svo ungan snáða. Ég heillað- ist af óperutónlist og söngvurum eins og Benjamin Gigli og DiStefano. Fyrstu undirstöðuatriði í tón- mennt fékk ég hjá Auði Tryggvadóttur sem var oig- anisti Útskálakirkju." Þegar Steinn var sendur í sveit sem lítill drengur hjálpaði söngurinn honum. „Ég notaði sönginn í sveitinni til þess að eyða leið- indum því þá fannst mér ég ekki vera lengur einn. Það var eins og það væri einhver hjá mér. Þannig hefur söngurinn stuðlað að innri sálarfriði með sjálf- unt mér". Af sjónum í sönginn Steinn stundaði sjómennsku í 20 ár. Að hans sögn var tíðarandinn sá á þeim tfma að það var ekki verið að hvetja menn til söngnáms. „Ég fór bara á sjó því á þeim tíma voru listamenn litnir hálfgerðu homauga", segir Steinn. „Þegar ég hætti á sjónum fór ég að syngja og studdi fjölskyldan mig f því með ráðum og dáðum. Ég gekk til liðs við Karlakór Keflavíkur árið 1976 og kirkjukór Keflavíkurkirkju 1977. Þegar ég var á mfnu öðm ári í KK fór ég að syngja einsöng. Ákvað I Jólahloðborði með Steini Flug-Hótels Erlingssyni er mmn ég þá að skella mér út í það að læra“. Steinn telur að kórarnir séu vagga söngvara. „Maigir af okkar góðu söngvurum byrjuðu einmitt í kórum. Unga fólkið tekur ekki nægjan þátt í söngstarfi að mfnu mati og mætti gera meira af því. Ég tel að það sé mikið uppeldisatriði". Steinn lauk einsöngvaraprófi fiáTónlistai'skólanum í Garðabæ árið 1985 þar sem hann nam undir leið- sögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Einnig fór Steinn alla leið til Tuscon, Arizona árið 1990 til jress að nema söngtækni í tónlistarháskólanum þar. Ástæða jiess að hann fór svo langt segir Steinn, er sú að þar býr dóttir hans Dagný. Lærði söngtækni í Arizona „Námið í Tuscon var gríðarlega lærdómsríkt. Þar starfa þekktir „teknískir" söngvarar og lærði ég að nýta líkamann til þess að syngja áreynslulaust“. Til þess að skýra mál sitt grípur Steinn skeið og ber henni í tennumar til jtess að sýna hvemig hann lætur það hljóma. „Rétt öndun er aðalundirstöðuatriði söngvara til jress að ná árangri sem og góður stuðningur frá þindinni enda er hún í hlutverki hljómbotns. Einnig er alger slökun efri hlutans mikilvæg og rétt hljóðmyndun í efra andliti sem söngvarar kalla maskann. Öndun og staða þindarinnar við hljóminn veitir stuðning og má líkja því við jiegar bogi er dreginn yfir selló", segir Steinn. „Það er gríðarlega mikil vinna að ná jressari tækni en hún er nauðsynleg hverjum söngvara“. Hljómdiskur Steins hefur hlotið góða dóma en þar er að finna fjölbreytt lagaúrval og em lögin valin í samvinnu við Ólaf Vignir Al- bertsson sem leikur undir á píanó. I dómi eftir Odd Bjömsson sem birtist í Morgun- blaðinu nýverið segir m.a „Steinn Erlings- son hefur maigt til bmnns að bera sem góð- ur söngvari, hefur góða og allvel skólaða „náttúrurödd" (háan baritón), sem vex að hljómgæðum eftir því sem henni er beitt af meira þrótti. Yfirleitt fer hann vel með lög og texta og nýtur aðstoðar mjög góðs undirleikara, Olafs Vignis Albertssonar. Hljóðritun er einnig góð. óvæntur og ánægjulegur hljóntdiskur.“. Líkamleg óreynsla viö upptökur „Við vildurn vera með lög sem að fólk |)ekkir, segir Steinn en á diskinum má ftnna ellefu vinsæl og góð íslensk þjóðlög m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Jón Ásgeirsson og Magnús Kjartansson. Tíu þeirra eru af erlendum uppruna, þ.á.rn. lög eftir Giordani og Giulio Sarti sem og þrjú lög eftir John Jacob Niles. Upptökur stóðu í eitt og hálft ár í sal Tónlistarskóla Seltjamamess. “Maður tæmdist hreinlega eftir hvem dag við upp- tökur sem oft stóðu yfir í 5 - 6 tíma“, segir Steinn. „Þetta er mikil líkamleg áreynsla og því þurfti oft að líða tími á milli upptaka. Að sögn Steins hvöttu vinir og ættingjar hann mjög til útgáfunnar og stóð fjöl- skyldan öll að baki honum. Þess má geta að hljóm- diskurinn er sá fyrsti sem einsöngvari gefur út á Suð- umesjum og vildi Steinn þakka öllum Suðumesja- mönnum fyrir þær afburðaviðtökur sem hann hefur fengið og um leið senda jreim sínar innilegustu jóla- kveðjur. Steinn sér sjálfur um dreifinguna og geta þeir sem vilja kaupa diskinn nálgast hann á heimili hans. Söngurinn er minn Guð Hvað gefur söngurinn jiér? „Söngurinn er minn Guð. Mér finnst hann gefa mér svo mikið af því góða. Söngurinn gefur fólki mikið og á aðventunni í desember kentur annar hljóntur í tónlistina og fólk fer að hlusta. Er þetta ekki gjöf Guðs til okkar? Tilgangur ntinn með söngnum er að láta fólkinu sem á hlýðir líða vel. Ég syng stundum misjafnlega en ef fólkinu líður vel þá er ég ánægður. Ég held að baritónar verði einfaldlega betri með ár- unum enda hafa þeir lengri líftíma en tenórar. Öll túlkun og flutningur verður dýpri eftir því sem þú þroskast". Steinn drýpur nú á síðasta kaffidropanum og sýnir á sér fararsnið enda þarf hann að fara að syngja. „Ég er lánsamur maður sem hefur fengið rödd til þess að gefa. Þeim hæfileikum fylgir mikil hamingja og er nauðsynlegt að rækta og fara vel með þá“. JOLABLAÐ 1996 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.