Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Síða 47

Víkurfréttir - 19.12.1996, Síða 47
jói föréœlt (iontattbi dt* Þökkum samskiptin á árinu sem er aó líða Moðfísk með útgáfutónleika Keflavíska rokksveitin Moð- fisk lieldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 19. desember nk. Húsið opnar kl. 22 en tónleikarnir hefjast kl. 23. Ovænt upphitun og léttar veit- ingar em í boði. A tónleikun- um mun Moðfisk flytja efni af nýrri geislaplötu, auk bráð- skemmtilegra rokkslagara víðs vegar að. Miðverð er kr. 500.- Hljómsveitin Moðfisk sendi nýlega frá sér sína fyrstu geislaplötu, Er neðansjávar, en á henni má finna átta frum- samin lög. Sveitina skipa þeir Karl Óttar Geirsson, trommu- leikari, Guðmundur Bjarni Sigurðsson. gítarleikari og söngvari, Jón Björgvin Stef- ánsson, gítarleikari og Krist- ján Guðmundsson, bassaleik- ari. Útgáfufyrirtækið Rymur gefur diskinn út, en upptökur fóm fram í Studio Grúv. Sveit GS sem keppti í Portúgal ásamt fararstjórum. F.v. efri röð Gylfi Kristinsson, Guðmundur Rúnar Hallgrims- son, Hilmar Björgvinsson og Sturlaugur Ólafsson, liðs- stjóri. Fremri röð f.v. Örn Ævar Hjartarson, Davíð Jónsson og Helgi B. Pórisson. Sveitin varð í 12. sæti af22 og örn lenti einnig í því tólfta af 65 þátttak- endum. Hann lék á 299 hög- gum. Helgi Þórisson kom næstur okkar manna í 35. sæti á 309 höggum. Gott ór hjá Golfklúbbnum -Sigurður Sigurðsson næsti golfkennari klúbbsins Þann 30. nóv síðastliðin fór fram aðalfundur Golfklúbbs Suðumesja. Þar kom fram að nýliðið golfár var gott affeksár og ber það hæst er Öm Ævar Hjartarson vann opið ung- lingamót er fram fór í Frakk- landi. Róbert Svavarsson var endur- kjörinn formaður og Einar Guðberg verður áfram fram- kvæmdastjóri. Tvær breyt- ingar urðu í stjóm golfklúbbs- ins en út fóm Jóna Gunnars- dóttir og Elías Kristjánsson og inn komu Hafdís Ævarsdóttir og Óskar Halldórsson. Á fundinum kom fram að rekstr- artekjur líðandi árs hafi verið kr. 20.867.500.-. Tekjuaf- gangur eftir fjármagnsliði var kr. 1.906.573.- og nægði það til þess að greiða afborganir lána og halla síðasta árs. Heildarskuldir klúbbsins eru 6.748.243.-.Framlag Reykja- nesbæjar gerði Golfklúbbi Suðumesja kleift að ráðast í veigamiklar breytingar á vell- inum, þ.e. byggð var ný flöt á hinnu nýju 7. braut, og smíði nýs 300 fermetra véla- geymsluhúss sem nú er komið undir þak. Norðurlandamót unglinga var haldið í Leimnni í sumar með miklum glæsi- brag. íslensku strákamir spil- uðu ágætlega og lentu í 2. sæti Árið 1996 var gott afreksár hjá Golfklúbbi Suðumesja og eignaðist klúbburinn alls 14 íslandsmeistara. Þar bera hæst sigrar Karen Sævarsdóttur í meistaraflokki kvenna og hjá A-sveit GS í Sveitakeppni GSÍ. Örn Ævar Hjartarson keppti f opnu unglingamóti í Frakklandi og gerði sér lítið fyrir og sigraði á því móti en til gantans má geta að Örn Ævar er ineð með næstlægstu forgjöf á landinu. Hann var síðan í forystu hjá GS-sveiti- nni þegar hún keppti í Evrópukeppni klúbblandsliða í Portúgal í haust. Fyrir lipurð Reykjanesbæjar, Gerðahrepps, Hitaveitunnar, Reis og jólasveinsins er 90 mm vatnslögn orðin að vem- leika, eitthvað sem gæti talist eitt af átta undrum veraldar í augum GS-inga eftir að liafa notast við eigin borholur og dælt vatni úr þeini til vökvun- ar á flöturn og annarra nota. Kennari Golfklúbbs Suður- nesja til 7 ára Phillip A. Hunt- er hefur sagt starfi sínu lausu þar sem hann hefur ráðið sig í vinnu til Þýskalands. Þessa dagana standa yfir samningaviðræður við Sigurð Sigurðsson, sem síðastliðið sumar kenndi hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, en Sigurður er GS-ingur í húð og hár hefur verið félagi í klúbbnum næst- um frá blautu barnsbeini en hann kenndi golf hjá Golf- klúbbi Reykjavíur í sumar. SALTVER hf. Sendi starfsfólki mínu, viðskiptavinum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir árið, sem er að líða. Hilmar R. Sölvason hf. Ræstingaþjónusta Þökkum samskiptin á árinu sem er oð /íðo ISLENSKIR ADALVERKTAKAR Víkuifréttir JÓLABLAÐ 1996

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.