Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 18.12.1997, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 18.12.1997, Qupperneq 17
erum að snæða hér í kvöld“, segir Hjörtur og hlær góðlát- lega. „En jólahlaðborðin eru jákvæðari nú en áður þegar jólaglöggin var og hét. Hún gat oft endað illa og tel ég að hún hafi verið heilmikið þjóð- arböl á tíma“. Áhuga á fjölmiðlun Nú ert þú nýkominn heim eft- ir þriggja ára nám í Edinborg í Skotlandi þar sem þú rannsak- aðir tengsl þjóðkirkjunnar við ríkisfjölmiðla. Hver var ástæða þess að þú fórst út í þetta nám? „Ég hef lengi haft áhuga á fjölmiðlun og mér finnst mál- efni kirkjunnar hafa margt með fjölmiðlun að gera. Þar má nefna boðmiðlun, sam- skipti og boðun orðsins en þetta skarast allt saman. Fjöl- miðlar snúast um samskipti og boðmiðlun og svo gerir kirkjan einnig“. Hér sér Hjört- ur einhver efasemdablik í aug- um mínum og útskýrir rnálið því nánar. Kirkjan og fjölmiðlar „A miðöldum og kannski fram á þessa öld var kirkju- stofnunin æði miðlæg í sam- félaginu og átti stóran þátt í að móta það og viðhalda gerð þess. Én hún er nú komin út á jaðarinn. Fjölmiðlar eru aftur á móti mjög miðlægir og þeir móta upplýsingaumhverfi fólks, heimsmynd og veru- leikaskynjun sem og menn- ingarumræðu sem áður var í höndum kirkjunnar. Það er þessi skömn þ.e.a.s. samskipti kirkjunnar við fjöl miðla sem er verð- ugt umfjöllunar- efni. Er það bæði í þessu sögulega og félagsfræðilega ljósi og svo ekki síst í Ijósi þeirra deilna sem átt hafa sér stað innan kirkju stofnunar innar und- anfarin ár. Margt af því er, að ég held kirkj- unni sjálfri að kenna vegna þess að hún hefur náð að fóta sig í því upplýs- inga- og fjölmiðlaumhverfi sem við hræmmst í“. Uppfyllti námið væntingar þínar? Opnaði nýjar dyr Hjörtur hugsar sig um áður en hann svarar. „Jú, það gerði það en að vissu leyti varð ég fyrir vonbrigðum því það miðaðist töluvert við annað menningarumhverfi en hjá okkur. En námið opnaði að því að manni fannst nýjar dyr. Mín rannsókn snýst mikið til um samskipti þjóðkirkju við ríkisfjölmiðla og í Skotlandi er einnig þjóðkirkja þótt hún sé að ýmsu leyti sjálfstæðari gagnvart ríkinu en sú íslenska. Ég gerði samanburðarrann- sóknir á ntilli íslands og Skotlands þar sem ég skoðaði annars vegar samskipti skosku kirkjunnar við BBC og hins- vegar íslensku kirkjunnar við Sjónvarpið. í raun má segja að ég hafi verið að skoða þá mynd sem birtist af kirkjunni í fjölmiðlum t.d. hvernig fjöl- miðlar bera fréttir af kirkju- þingi og prestastefnum og þeirri mynd sem dregin er upp af kirkjunni þegar þjóðarsorg dynur yfir. Þar skoðaði ég hvemig fjallað var um snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum og bar það sam- an við fréttir BBC af morðun- um í Dumblane. Við þessar kringumstæður birtist jákvæð- ari mynd af kirkjunni en (regar verið var að flytja fréttir af t.d. kirkjuþingum. A tímum þjóð- arsorgar sjá fjölmiðlar kirkj- una hafa mikilvægu hlutverki að gegna en þegar fjallað er um stofnunarmál kirkjunnar má greinilega finna þann tón undir niðri að kirkjan hafa litla skírskotun til samfélagsins í dag". Gott að koma heim Að sögn Hjartar er öll rann- sóknarvinna að baki en hann á enn þá eftir að vinna úr niður- stöðum rannsóknarinnar. Ég ákveð því að spyrja hann hvenær hann muni Ijúka henni. „Ég sé til með það“, segir Hjörtur með óræðu brosi sem gefur til kynna að bið geti orð- bið á því. „Það er búið vera gríðar- 1 e g a mikið að gera hjá mér frá því að ég kom heim svo ég hef ekki náð að líta á þetta. Það bíður bara síns tíma“. Hvernig var að koma heim eftir námið? „Það var mjög gott að koma heim“, segir Hjörtur og leggur áherslu á orð sín. „Móttökur voru virkilega góðar og hlýj- ar og ég fann það að ég hafði saknað preststarfs- ins að miklu leyti. Það voru viðbrigði eftir þá einangrun sem að vissu leyti fylgir rann- sóknarvinnu. Ég hafði saknað jress að vera með fólki á gleði jafnt sem sorgarstundum en fyrir mig em það viss forrétt- indi og ég nýt þeirra. En þetta er annar lífstaktur og það tek- ur einhvern tíma að komast aftur í hann“. Jólastemmningin hefur farið vaxandi þetta kvöld og víða má heyra hlátrasköll. Víst er að á tímum upplýsinga og íjölmiðlunar þar sem hver og einn neytir síns fjölmiðils í sínu homi að þá gefur fólk sér enn tíma til mannfagnaðar og er það að mati Hjartar mjög jákvætt. Hann sýnir nú á sér fararsnið enda orðið áliðið og í mörgu að snúast fyrir sóknarprest rétt fyrir jól. Hjörtur gefur sér þó tíma til þess að sitja fyrir á nokkmm ljósmyndum áður en hann hverfur út í vetrar- myrkrið og hugsar til jólanna. „Ég og fjölskylda mín sökn- uðum íslensku jólanna þegar við dvöldum í Skotlandi og okkur fannst Skotar ekki halda nein jól. Auðvitað gera þeir það en bara ekki eins og okkur líkaði. Þeir vom gjama á pöbbnum á aðfangadags- kvöld og fannst okkur hátíð- leikann skorta. Jólin eru okkur mjög mikil- væg, jafnt bömum sent full- orðnum, kannski vegna þess að við finnum meira fyrir skemmdeginu og kuldanum en þeir í Skotlandi. Hér sam- einast því Ijósahátíð og sólar- hátfð við fæðingarhátíð frels- arans á þessum helga tíma“. XELDZf varnir " V höldum SLYSALAUS JÓL OG ÁRAW°t' Brunavarnir Suðurnesja Hafib eldvarnir í lagi, þ.e.a.s. reykskynjara, y eldvarnarteppi og slökkvitæki. Er reykskynjari og slökkvitæki í lagi og rétt staðsett? Um áramót þarf að huga vel að: Ganga vel og tryggilega frá undirstöðum þegar þið skjótið upp flugeldum. Fylgið ávallt leiðbein- ingum sem standa á skoteldum, notið hanska og hlífðargleraugu við notkun þeirra. Opnunartímí jffír hátíöarnar Þorláksmessa Opíð 11:30 - 23:30 Aðfangadagur jóla LOKAÐ Jóladagur LOKAÐ Annar í jólum Opíð 11:30-01:00 27. desember Opíð 11:30 - 01:00 28. desember Opíð 11:30-01:00 29. desember Opíð 11:30 - 01:00 30. desember Opíð 11:30-01:00 Gamlársdagur Opið 11:30-16:00 og 01:00 - 07:00 Nýársdagur J0:00-01:00 2. janúar 11:30-01:00 * Gleðílegjól, farsælt nýtt ár! Víkurfréttir JÓLABLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.