Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Síða 29

Víkurfréttir - 18.12.1997, Síða 29
SUMARDAGAR í REYKJANESBÆ FISCHERHÚS Mikið athafnasvæði var hér í kringum Miðbryggjuna. Að- gerðarplan nokkurra báta (Planið), hlaðinn sjóvamar- garður og skjólveggur sem náðu frá miðbryggju að Stokkavör er hér undir upp- fyllingunni, þar sem við erum stödd. Hér sjáum við sögu- frægt hús, Fischershús, reist 1882. Það |x>tti með glæsilegri hús- um landsins, |tegar búið var að koma því upp, en það kom allt tilsniðið frá Danmörku. Viðimir í burðarveggjununt og spemmum em númeraðir saman og geimegldir, þar em engirjámnaglar. Því miður hefur viðhald hússins ekki verið sem skyldi. Langvar- andi leki í kringum reykháf- ana hefur valdið miklum fúa í tréverkinu þar í kring. Undir húsinu er kjallari, úr tilhöggnu grjóti. Hafnargatan hefur ver- ið hækkuð það mikið að búið er að fjarlægja sérlega fallegar tröppur og viðbyggingar sem gengið var inn um. H. P. Duus kaupir Fischerhús- ið 1893 og flytur verslun sína úr Gömlubúðinni í húsnæði Fischerverslunarinnar. Versl- Mynd frá því um alda- mótin. Á henni er m.a. „Hans R Pedersen bókari" sem getid er um ígreininni. Athygli vekur ártalið 1848 en það er stofnár Duusverslunar sem flutt var úr Gömlu-búðinni í Fischerverslun. Vel færi á því að koma húsnæðinu til fyrra horfs. nef. Þá er Ósnef og handan við það er Óssker og Ósinn. Þar var, og er kannski enn, öðuskel. Aðan var notuð til beitu. Þá var farið upp í Hval- fjörð eftir kræklingi og gat ferðin tekið tvo til þrjá sólar- hringa. Kræklingurinn var geymdur í Ósnum og annars- staðar í fjömnni, þar sem ekki flæddi undan. Hann var hafð- ur í pokum sem bundnir vom við steina og þannig haldið lifandi þar til átti að beita hon- um, en þá var hann sóttur eftir þörfum og ftskurinn skorinn úr skelinni. FYRIR BOTNI KEFLAVÍKUR Edinborgarverslun var á svæði sunnan „Rásar” (Tjam- argötu). Fyrstu bryggjumar vom mjóar og gerðar fyrir handvagna. Mikill þrældóm- ur var að skipa upp við Edin- borgarbryggju. Hún var svo brött að klossar voru negldir á bryggjudekkið svo að fengist viðspyma við að draga upp hlaðna vagnana. Tilhöggnir steinar úr bryggjuhausnum em hér Básmegin við safn- húsið. Nærströnd var norðan við Rásina, þá Myllubakki sem dregur nafn sitt af kom- myllu sem þar var. Undir allri þessari uppfyllingu, sem er fyrir bomi Keflavíkur, er graf- inn fjöldi ömefna og gamalla mannvirkja. GATKLETTUR Nú var haldið í átt að Vatns- nesvitanum. skoða átti Gat- klett, eitt af náttúmsmíðinni hér. Aðstæður til skoðunar vom slæmar. „Uppfyllingin” sem þama er var dýblaut og illa lyktandi. Ég hef velt fyrir mér hvers vegna þessi ósómi er ekki fjarlægður af friðlýsta svæðinu. Það væri þess virði að koma hér, ef umgengnin væri önnur. Héðan er víðsýnt, hægt væri að njóta sjávarins, fuglalífsins og fallegu klett- anna. Vel hefði farið á að öll friðlýst svæði væru inni á ný- útgefnu „göngukorti”. FJARAN, VETTVANGUR DAGLEGS LÍFS Gengið var niður Básinn. Skollanefið var skoðað frá veginum, þaðan sést munninn að gatinu. Staldrað var við hjá „Sundhöllinni”. Sund- höllin var upphaflega byggð sem útilaug árið 1939 af U.M.F.K. tíu ámm eftir stofh- un þess. Staðsetningin réðst af því að sjór var hafður í lauginni, þar sem hér vom hvorki vatns- né holræsisveit- ur, fyrr en um og eftir lýð- veldisstofnun. Fyrir neðan Tónlistarskólann var Fram- nes, hús systranna Jónínu og Guðlaugar Guðjónsdætra, sem þekktar vom fyrir störf sín að kennslu og félagsmál- um. Faðir |teirra var vel lát- inn bátasmiður. Við smíðam- ar vann hann allt árið héma í fjömnni. Fjaran öll var mikill vettvangur daglegs lífs. Þar var gert að afla og dyttað að bátum, konur tíndu sprek og þvoðu t.d. strigapoka með því að slá þá með „klöppu” á steini niðumndir flæðarmáli og böm vom þar við leiki. HANDAN NORD- FJÖRDSGÖTU Næsta stopp okkar var niður undir Norðfjörðshúsi (byggt 1888, nú Nýung). Trúlega hefur ekkert hús hér hýst eins marga starfsemi; íbúðir, lækn- isstofu, Sparisjóðinn, verslan- ir. samkomur. böll, bíó, leik- fimis- og leikhús og eflaust margt fleira. Næsta hús við Norðfjörðshús, að norðan- verðu, var kallað Eldhúsið. Það nafn er vfst tilkomið af þvf að húsið er staðsett þar sem gamalt hlóðareldhús var og daglega kallað Eldhúsið. Næsta hús er Kot, þar er sama ástæða fyrir nafngiftinni, þar stóð lítill torfbær, sem kallað- urvarKot. Fyrir daga hol- ræsisins, rann til sjávar af þó nokkm svæði fyrir ofan gamla bæinn, leysingavatn eftir far- vegi sem vatnið hafði grafið og kom fram milli Eldhússins og Kots. Farvegurinn beygði niður með Kotslóðinni, í átt að Ishússtígnum og var sam- hliða honum. A þeim kafla, voru aðgerðar og beitningar- skúrar yfir honum og „ræsi” á Hafnargötunni, sunnan við Miðbryggjuna (krakkar gátu gengið þama undir og í gegn). Fyrir ofan þar sem farvegur- inn beygði niður með Ishús- stígnum á að vera vatnsból sem talið var illbrúklegt vegna klappar sem er í botni þess. Húsið sem er hér vinstra megin við Íshússtíginn varkallað Skólinn. Þarvar bamaskólinn til húsa frá árinu 1897 þar til nýr skóli var byggður 1911 sem er fyrsta steinsteypta húsið í Keflavík. Honum var valinn staður (við Skólaveginn) nokkuð mið- svæðis milli Njarðvíkurog Keflavík, þar sem hann var sóttur af bömum beggja stað- anna, sem voru eitt sveitarfé- lag. Hinum megin við Ishússtíg- inn, á móti skólanunt, er jám- klætt hús. Þegar það og önn- ur hús hér voru í eigu Duus var það afþiljað í fjós og hest- hús. Hey var geymt uppi á lofti, sem var í húsinu og í kjallaranum var þvottahús. Fyrir enda jsess að ofanverðu var „Hlandforin”. Hús þetta var gert að vélarhúsi þegar vélvæðing tók við af gömlu aðferðinni við að frysta síld til beitu. Eftir bmnann sem hér var er búið að fjarlægja rúst- imar. Sjást nú vel hlaðnar undirstöður og veglegir viðar- bitar, geimegldir, hér var ís- húsið sem Ishússtígurinn dregur nafn sitt af. „Bygging- amar” sem em ofan á og inn- an hins frábærlega hlaðna garðs, sem Símon steinsmiður vann að mestu eða öllu leyti við annan mann og átti að vera skjól fyrirhugaðs „skrúð- garðs” em ekkert augnayndi. Garðinum ætti að koma í upp- mnalegthorf. Steinamirúr skörðunum, sem rofin hafa verið í hann, eiga að vera til. Aðgerð á Planinu. Húsið með hvítmál- uðu glugg- unum er Norð- fjörðshús. Víkurfréttir JÓLABLAÐ

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.