Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 2

Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 2
Vor Brátt kemur betri tíð með blóm í haga. Von er á hlýviðri eftir helgi. Nokkuð mun hlýna sunnanlands um helgina skv. spá Veðurstofunnar. Á mánudag er búist við því að snúi til suðvesturs með hæglætisvindi og víða bjartviðri, en 5-10 m/s norð- vestantil, skýjað, en úrkomulítið. Hitastig verður frá 13 stigum um landið, hlýjast á Suður- og Suðvest- urlandi. Á þriðjudag og miðviku- dag gerir Veðurstofa Ísalands sömuleiðis ráð fyrir hlýju veðri og verður úrkoma lítil sem engin yfir landinu. Um helgina verður þó kaldara, sérstaklega um norðan- og austanvert landið. Á sunnudag er gert ráð fyrir 3-12 stiga hita um landið en mildast suðvestantil. Úr- koma verður lítil og hægur vindur. Vorhlýindi loksins í vændum  Betra eftir helgi 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alþjóðlegri ráðstefnu brjóstaskurðlækna sem haldin var í Klíníkinni, sérhæfðri lækninga- og heilsumiðstöð, í Ármúla lauk í gær. Aðal- viðfangsefni ráðstefnunnar var arfgengt brjóstakrabbamein og hvernig má minnka áhættu þessara kvenna, meðal annars með fyr- irbyggjandi brjóstnámi. Fjölmargir heimsfrægir vísindamenn og læknar voru meðal fyrirlesara. Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir, framkvæmdi fyrirbyggjandi brjóstnám á tveim- ur íslenskum konum á ráðstefnunni, og gafst ráðstefnugestum kostur á að fylgjast með að- gerðinni í sal fyrir ofan skurðstofuna og í stórum sal, sem áður var stærsti samkomusalurinn á Broadway. Brjóstnám í beinni á stóra sviði Broadway Morgunblaðið/Eggert Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir að hæð trjánna í Öskjuhlíð, hafi í einstaka til- fellum haft áhrif á flutningsgetu flugvéla félags- ins. Í samkomulaginu sem Hanna Birna Kristjáns- dóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, gerðu með sér þann 13. október 2013, um lokun NA/SV-flug- brautarinnar, svonefndrar neyðarbrautar, var m.a. eftirfarandi málsgrein: „Þegar lokun NA/SV- brautarinnar hefur verið staðfest verða ný lend- ingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deili- skipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar.“ Engin tré hafa enn verið lækkuð eða felld, nú tveimur og hálfu ári síðar. Árni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Flugfélag Íslands hefði gert athugasemdir við trén og hæð þeirra. „Þetta hefur í einstaka til- fellum haft áhrif á flutningsgetu flugvéla okkar. Þetta hefur verið til vandræða hjá okkur í nokk- urn tíma. Þetta gerist sem betur fer ekki oft, en við vissar aðstæður skapa trén vandamál fyrir okkur,“ sagði Árni. Ekki lengur við þetta unað, segir Isavia Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvalla- sviðs Isavia, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að gríðarlegur munur væri á milli þeirra þátta sem snúa að flugöryggismálum og einhvers sam- komulags um einhverja flugbraut. „Það hefur allt- af verið okkar álit, að ekki er hægt að tengja sam- an samkomulag um lokun á flugbraut og spurninguna um það hvort öryggismál flugvall- arins eru í lagi,“ sagði Jón Karl. „Þetta hefur verið okkar skoðun lengi og raunar er þetta líka skoðun Samgöngustofu, sem er lög- gjafinn á vellinum. Við höfum farið fram á það við Reykjavíkurborg, að við setjumst niður og förum í alvöru yfir þetta, vegna þess að þessi mál eru kom- in á þann stað, að það verður ekki lengur við un- að,“ sagði Jón Karl. Hann segir að vandamálið sé ekki einskorðað við Öskjuhlíðina, því trén í Hljómskálagarðinum hafi vaxið svo mikið, að þau séu komin í aðflugslín- una inn á norður-suður-brautina. „Þetta hefur í raun ekkert með umræður um flugvöllinn að gera. Ef það er flugvöllur, og flogið inn á hann, þá verðum við einfaldlega að uppfylla þær öryggisreglur sem eru í gildi,“ sagði Jón Karl. Trén hafa skapað vandræði  Flugfélag Íslands hefur gert athugasemdir við hæð trjánna í Öskjuhlíð  Fram- kvæmdastjóri flugvallasviðs segir öryggismál flugvallarins verða að vera í lagi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það eru forrétt- indi að fá svona hús í fangið og fá tækifæri til að gera eitthvað skapandi í rým- inu,“ segir Að- alheiður Magn- úsdóttir, sem er nýr eigandi Ás- mundarsals ásamt eiginmanni sínum, Sigurbirni Þorkelssyni. Ásmundarsalur við Freyjugötu hefur um árabil verið í eigu Lista- safns ASÍ og hefur leikið stórt hlut- verk í lista- og menningarsögu Ís- lands allt frá því Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið á fjórða áratug síðustu aldar. Ásmundar óskaði þess að húsið yrði nýtt í þágu myndlistarinnar eft- ir hans dag og það er vilji nýrra eig- enda. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og lista- menn auk þess að vera í nánu sam- starfi við virta og þekkta lista- menn,“ segir Aðalheiður, sem er menntuð í Parsons School of Design í New York í hönnun og markaðs- setningu og með viðbótargráðu í listrænni stjórnun. „List hefur því lengi verið mér hugleikin og frá því við fluttum aftur til Íslands hef ég gengið með þá hugmynd í maganum að finna húsnæði þar sem við getum gert skapandi rými fyrir fólk til að koma saman.“ Listasafn ASÍ verður með starf- semi í húsinu fram á haust. Spurð um áherslubreytingar segir Aðal- heiður að helstu breytingar verði þær að listaverkageymsla ASÍ muni víkja. „Það var mikil sköpun í húsinu þegar Ásmundur og kona hans Gunnfríður voru þar og nú þegar rýmra verður sjáum við fram á að rými opnist fyrir sköpun í mismun- andi myndum. Okkur langar að þarna komi saman fólk með fjöl- breyttan bakgrunn og úr verði sterk upplifun fyrir gesti jafnt og lista- menn.“ erla@mbl.is Listin lifir í Ásmundarsal Ásmundarsalur List mun áfram til- heyra húsinu á Freyjugötu.  Listaverka- geymsla ASÍ víkur fyrir lifandi sköpun Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur, segir að skýrslutökur hafi hafist í gær af þol- endum og gerendum í grófu einelt- ismáli sem upp kom í Austurbæj- arskóla. Á myndbandi sem birt var í fjölmiðlum í fyrradag mátti sjá hóp nemenda veitast að stúlku, sem einnig er nemandi í skólanum, með grófu ofbeldi. Halldóra segir að fyrst um sinn verði lögð áhersla á áfalla- stuðning með aðstoð sálfræðinga. Í skriflegu svari Kristínar Jó- hannesdóttur, skólastjóra Austur- bæjarskóla, við fyrirspurn mbl.is segir hún skólasamfélag Austurbæj- arskóla harma atvikið. ,,Hugurinn er hjá þolanda og fjölskyldu hans en einnig hjá öðrum börnum og fjöl- skyldum sem málinu tengjast. Skól- inn mun vinna náið með öllum þeim sem vinna að úrlausn málsins og veita þann stuðning sem á þarf að halda,“ segir m.a. í svari Kristínar. Skýrslutaka í eineltismáli Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 49.900 kr. Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Ambar Beach í 7 nætur. CALPE Frábær fjölskyldustaður og stórar íbúðir. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Aðalheiður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.