Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Margverðlaunuð NOKIAN gæðadekk ein öruggustu dekk sem völ er á valin bestu dekkin í gæðakönnunum eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Bíldshöfða 5a, Rvk Jafnaseli 6, Rvk Dalshrauni 5, Hfj Opnunartími: virka daga kl. 8-17. Laugardaga: sjá MAX1.is Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður. Þess vegna hefur Nokian þróað sumar- og heilsársdekk sem henta fjölbreyttu veðurfari norðlægra slóða. Greiðsludreifing í boði Aðalsímanúmer 515 7190 Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta) VELDU ÖRYGGI Við bjóðum Nokian dekk í hæsta gæðaflokki á frábæru verði Fáðu tilbo ð dekkjal eitarvél inaSkoðaðu VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einn fremsti hjartaskurðlæknir heims, dr. Pedro Brugada, hyggur nú á samstarf við Klínikina Ármúla þar sem hann hyggst opna skurð- stofu síðar á þessu ári. Fyrst í stað mun starfsemi hans aðallega felast í meðhöndlun erlendra sjúklinga sem hingað koma í þessum erindagjörð- um, en hann leggur jafnframt mikla áherslu á samstarf við íslenska hjartalækna. Ásdís Halla Bragadótt- ir, stjórnarformaður Klíníkurinnar, segir að meirihluti þeirra lækna sem eigi Klíníkina hafi áður starfað er- lendis. Margir íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafi þegar lýst yfir áhuga á að koma aftur heim til starfa á Klíníkinni og verði af þessu samstarfi geti það skapað ný starfs- tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi, Dr. Brugada er spænskur að upp- runa og starfar víða um heim. Við hann er kennt Brugada-heilkennið, sem hann uppgötvaði árið 1992 ásamt Joseph, bróður sínum. Heil- kennið felst í raflífeðlisfræðilegri röskun á hjartastarfsemi, sem getur aukið líkur á hjartastoppi og hefur verið talsvert í umræðunni að und- anförnu vegna ótímabærra dauðs- falla ungs fólks. Aðferðir hans eru notaðar við meðferð hjartasjúklinga víða um heim, m.a. á 32 sjúkrahúsum í Belgíu. „Bandaríkin, Indland, Jap- an, Kína – það má segja að ég hafi komið víða við,“ segir hann hlæjandi. Og nú er ég kominn til Íslands.“ Hann er afar eftirsóttur hjarta- læknir og kennari og hefur þjálfað lækna um víða veröld. Hér mun hann m.a. hitta íslenska hjartalækna að máli. „Það skiptir mig öllu máli að vera í góðu samstarfi við íslenska lækna og heilbrigðiskerfið,“ segir Brugada og bætir við að hann vonist til þess að íslenskt heilbrigðiskerfi muni njóta ávinnings af þessari starfsemi m.a. með aukinni þekkingu og samstarfi. Hann segir að líklega muni erlendir læknar starfa á hans vegum í Klíníkinni fyrst í stað. „Það verður vonandi í góðu samstarfi við íslenska lækna,“ segir hann. „Það þarf að veita eftirfylgni og þar gætu íslenskir læknar komið inn. Eins og ég sé þetta fyrir mér ættu margir að geta notið ávinningsins.“ Hann átti fund með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra í gær- morgun og segir samtalið hafa verið gagnlegt. „Við ræddum m.a. hve afar mikilvægt samstarf við íslenska hjartasérfræðinga væri,“ segir hann og segir það hafa komið sér á óvart hversu auðvelt og óformlegt þetta ferli hafi verið. „Það tekur gjarnan talsverðan tíma að ná tali af ráðherr- um í öðrum löndum, en hérna virðist það ekki vera mikið mál. Það, hversu hlutirnir taka stuttan tíma, hlýtur að vera ein af ástæðunum fyrir því hversu fljótt Ísland hefur náð sér upp úr kreppunni.“ Frysting í stað brennslu Brugada og samstarfsmenn hans hafa þróað meðhöndlun við hjart- sláttartruflunum frá gáttum. Hann segir að algengt sé að meðhöndla þær með svokallaðri brennslumeð- ferð; hjartaþræðingu þar sem brennt er með útvarpsbylgjum, þar sem sjúklingurinn sé svæfður í allt að átta klukkustundir. Aðferðina, sem hann hefur þróað, kallar hann frystingu. „Það ætti að henta vel hér á Íslandi, það er nú ekkert sérlega hlýtt hérna,“ segir hann kíminn. Til að útskýra meðferðina betur talar hann um „hybrid“ eða tvinn- aðferð, þar sem hjartasérfræðingur og hjartaskurðlæknir vinna saman. Reynt er að lágmarka umfang skurðaðgerðarinnar, gert er „lítið gat“ á síðu sjúklingsins sem hjarta- skurðlæknirinn athafnar sig um á meðan hjartasérfræðingurinn fer með smásjármyndavél inn um nára sjúklingsins og leiðbeinir þannig skurðlækninum. „Yfirleitt er sjúklingurinn ekki svæfður lengur en í klukkustund. Ég veit ekki til þess að þessi aðferð sé notuð á Íslandi og ég vonast til að geta kynnt hana fyrir íslenskum læknum.“ Hugmyndin er að erlendir sjúk- lingar, fyrst og fremst frá Evrópu, fái meðhöndlunina. „Fólk sem hefur af ýmsum ástæðum ekki tök á að bíða eftir að röðin komi að því á bið- lista eftir aðgerð,“ segir Brugada. „Í flestum tilvikum greiða sjúkratrygg- ingar eða aðrar tryggingar fyrir meðferðina. Þetta er stundum kallað „medical tourism“, heilbrigðistúr- ismi, sem er kannski ekki skemmti- legt orð, en nær utan um þetta að hluta.“ Hefja starfsemi í haust Dr. Brugada hefur komið upp gagnagrunni um þá sem hafa greinst með Brugada-heilkennið sem hann segir vera þann stærsta í heimi um þetta heilkenni. „Það gæti vel verið grundvöllur fyrir samstarfi. Gena- lækningar hafa þróast miklu hraðar á undanförnum árum en nokkur lét sig dreyma um og Ísland hefur átt sinn þátt í því. Það væri virkilega ánægjulegt ef það myndi gerast í framtíðinni að sjúklingar myndu læknast af Brugada-heilkenninu vegna samstarfs okkar og annarra.“ Samstarfsaðili að verkefninu er Burbanks Capital í Hollandi, undir forystu Henri Middeldorp, og dr. Brugada segir að upphaflega hafi hugmyndin verið að byggja sjálf- stæða læknastöð hér. „En eftir að við fréttum af Klíníkinni og skoðuð- um þá aðstöðu sem þar er fannst okkur áhugavert að kanna sam- starfsgrundvöll. Það á eftir að ganga frá ýmsum þáttum, en áætlanir okk- ar gera ráð fyrir að við hefjum starf- semi í haust.“ Spurður hvers vegna Ísland hafi orðið fyrir valinu fyrir starfsemi sem þessa segir dr. Brugada að ástæð- urnar fyrir því séu nokkrar. „Það er auðvelt að komast hingað – Ísland er viðkomustaður á leiðinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Svo er það loftið, kyrrðin, vatnið, rólegheitin og ein- stök náttúrufegurð. Ég efast um að það sé hægt að finna heilsusamlegra umhverfi en hér.“ Segir gott samstarf lykilatriðið  Einn fremsti hjartaskurðlæknir heims hyggur á samstarf við Klíníkina  Vill miðla af sérfræði- þekkingu sinni til íslenskra hjartalækna  Mun fyrst í stað aðallega meðhöndla erlenda sjúklinga Morgunblaðið/Eggert Hjartaskurðlæknir Dr. Pedro Brugada starfar um víða veröld, bæði sem læknir og kennari. Hann segir umhverfið hér einstaklega heilsusamlegt. ustu og er nú með um 500 fleiri við- skiptavini en árið 2013 var Síminn með 20 þúsund fleiri áskriftir. Skýrslan gildir fyrir árin 2013–2015. Viðskiptavinir Nova eru langfjöl- mennastir þegar kemur að fyrir- framgreiddum kortum, þeir hringja mest í aðra farsíma og nota internet- ið í símanum langmest eða 67,6% hlutdeild miðað við viðskiptavini Símans sem koma næstir með 18,3% hlutdeild. Í skýrslunni má sjá að Hringdu er Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gagnamagn um snjallsíma jókst um 122,8% á milli áranna 2014 og 2015. Gagnamagn á farsímaneti jókst um 67% en þar er átt við nettengdar spjald- og fartölvur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjar- skiptastofnun um fjarskiptamarkað- inn á Íslandi. Netnotkun Íslendinga á þráðlausu neti kemur ekki fram í tölunum heldur er þetta eingöngu notkun utan heimilisins. Í kortinu hér til hliðar má sjá þróunina. Blái liturinn táknar snjallsíma en appels- ínuguli nettengdar spjald- og far- tölvur. Í skýrslunni kemur einnig fram að heimilissíminn er á undanhaldi en fjöldi hringdra mínútna úr fastlínu- síma fór niður um 10,2%. Þá hefur áskrifendum að fastlínusíma fækkað um rúma sjö þúsund. Virðist sem nýjum áskrifendum fækki og má tengja það við að ungt fólk sjái ekki tilganginn í að vera með fastlínu. Nova tekur framúr Símanum Fyirtækið Nova tekur framúr Símanum þegar kemur að heildar- fjölda áskriftar fyrir tal og netþjón- eina fjarskiptafyrirtækið sem eykur sína markaðshlutdeild í internet- tengingum, en hún fór úr 3,7% í 5,4%. Hringdu bætti við sig 2.308 tengingum sem er meira en saman- lögð aukning Símans, Vodafone og 365. Þá vekur athygli að MMS-skila- boð eða myndskilaboð aukast um 6,2% á milli ára en þau skilaboð hafa hingað til verið hægt og rólega að deyja út með tilkomu snjallsíma og smáforrita þar sem ekkert kostar að senda myndir. Mikil aukning á gagna- magni um snjalltæki  Íslendingar vilja alltaf vera í sambandi við umheiminn Gagnamagn á farsímaneti Tal og gögn Eingöngu gögn G B (G íg ab æ t) Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun 12.000.000 10.000.000 8.000.000 6.000.000 4.000.000 2.000.000 2010 2011 2012 2013 2014 2015 0 „Það er mjög áhugavert að fá að vinna með aðilum sem njóta jafnmikillar alþjóðlegrar virð- ingar,“ segir Ásdís Halla. Hún segir að eftir að spurnir bárust af opnun Klíníkurinnar hafi íslenskir sérfræðingar, bæði læknar og hjúkrunarfræð- ingar sem nú starfa erlendis, haft samband og lýst yfir áhuga á að starfa hér á landi. Með til- komu starfsemi dr. Brugada geti skapast ný tækifæri fyrir sérhæft heilbrigðisstarfsfólk til að koma heim. „Þannig að þetta getur haft margvísleg áhrif ís- lensku samfélagi til góðs.“ Spurð hvort Íslendingum standi til boða að njóta með- ferðar dr. Brugada hjá Klíníkinni segir hún að hugmyndir hans séu að veita þjónustu til er- lendra sjúklinga ekki síst þar sem hann vilji alls ekki grafa undan starfsemi sem nú þegar er til staðar hér á landi. Meti heilbrigðisyfirvöld það hins veg- ar svo, að þau vilji að íslenskir sjúklingar fái aðgang að þjón- ustunni eða einhverjum þáttum hennar, yrði án efa orðið við því, en engar slíkar viðræður hafi átt sér stað. Er bara fyrir útlendinga HVATI FYRIR LÆKNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.