Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 13
leið án nokkurrar eftirsjár. Honum fannst hin akademíska nálgun afar takmörkuð og þvælast fyrir raun- verulegum lærdómi. „Ég var fastur í stöðnuðu skólakerfi. Ekkert hafði breyst frá því ég stundaði háskóla- nám í New York fyrir tuttugu árum. Námsaðferðirnar áttu ennþá rætur í texta og textagerð, kaldhæðnisleg og hvimleið nálgun þegar unnið er með myndmiðla eins og ljósmynd- un,“ segir Orri. „Auk þess vorum við öll orðin þreytt á hversdagslegri rútínu, kapphlaupinu við að ná endum sam- an og ys og þys borgarlífsins bæði í Reykjavík og Toronto þar sem sjald- an gefst stund til að hugleiða, læra, lifa og njóta,“ bætir hann við. Óhefðbundin nálgun Þau Þórdís þekktu til í Oaxaca, höfðu ung og barnlaus þvælst þar um fyrir margt löngu og síðar ferðast um Mexíkó í þrjá mánuði þegar eldri börnin voru lítil. Orri viðurkennir að verkefnið hafi verið býsna draumórakennt þegar þau hófu vegferðina en smám saman slípast til og orðið markvissara. „Nálgunin er óhefðbundin og ábyggilega að margra mati losara- leg. Í byrjun lögðum við ekki upp með skipulagða dagskrá en síðan fundum við að litlu drengjunum þótti betra að vita nokkurn veginn hvað í vændum væri næsta dag og breyttum samkvæmt því. Þeir hafa heilmikið að segja um eigið nám, hvernig, hvað og hvenær þeir læra, ólíkt skólanum heima. Báðir hafa þroskast mikið á þessum tæpu þremur mánuðum og ýmsir áður duldir hæfileikar hafa komið upp á yfirborðið – eins og reyndar hjá okk- ur öllum,“ segir Orri kankvís. Fjölskyldan heldur í samein- ingu úti vefsíðunni www.inanew- light.info, þar sem framvindu verk- efnisins og um leið daglegu lífi hennar eru gerð skil í máli og mynd- um. Á síðunni blasir við að hæfileik- ar og áhugasvið hvers og eins liggja á mörgum og mismunandi sviðum. „Þeir yngstu njóta góðs af náttúru- og vísindaáhuga Kára, sem jafn- framt kennir þeim stærðfræði, teiknihæfileikum og bókmennta- áhuga Eyju og eru himinlifandi með tónlistartímana hjá Vasilis og hljóm- sveitina sem þeir stofnuðu,“ nefna þau hjónin sem dæmi um viðfangs- efnin. Sjálf koma þau að námi sonanna með ýmsum hætti og sinna jafn- framt eigin hugðarefnum. „Ég passa upp á að þeir viðhaldi íslenskunni,“ upplýsir Þórdís. Og Orri vinnur að ljósmyndabók. Sem kennari kveðst Þórdís ævinlega vera með hugann við hvað og hvernig nota megi eitt og annað til að gera nám áhugaverðara. Flóka og Þorra finnst í það minnsta ekki leiðinlegt að læra íslensku og stærðfræði í gegnum krossorðaspil. „Þeir þurfa að leggja saman stigin,“ segir hún um stærðfræðiþáttinn. Frjó og fordómalaus umræða Þannig kviknar ein hugmynd af annarri um nýstárleg námsgögn og námsaðferðir. Markmiðið er að allir fái notið sín á eigin forsendum – og læri vitaskuld sem mest í leiðinni. Orri lætur þess getið að takmarkið hafi þó aldrei verið að leysa áratuga krísu skólakerfisins heldur taka meira stjórnina á nám- inu í eigin hendur. „Fjórir mánuðir eru knappur tími. Vonandi verður afraksturinn samt innlegg í frjóa og fordómalausa umræðu um hvernig nálgast megi nám á fjölbreyttari hátt en verið hefur,“ segir Þórdís. Þeim finnst svolítið kvíðvænlegt við heimkomuna að festast kannski sjálfkrafa í lífsmynstrinu sem þau flúðu og velta fyrir sér hvernig hægt verði að viðhalda þessu skapandi og rólega andrúmslofti sem þau hafa búið við undanfarið. Hins vegar hlakka þau til að vinna úr efniviðn- um sem þau söfnuðu ytra og deila reynslu sinni. Fjölskyldan ver dögunum í skapandi nám, sem felur m.a. í sér að skrifa sögur og ljóð, teikna og mála, taka ljósmyndir og vídeó, hugleiða, matreiða, semja tónlist, spila á hljóðfæri og næra huga og hönd með margvíslegum hætti. Fjölskyldan í Oaxaca Orri, Flóki, Þórdís, Kári, Eyja, Vasilis og Þorri á góðri stund. Þorri og Flóki í náttúruskoðun. Eyja og Þorri matreiða Listaverk eftir Flóka Vasilis og Orri búa til bók. Kári og Þorri teikna. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Velkomin um borð! Söguhringur kvenna, sem er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna, býður konum á sýningu Sjóminjasafnsins og í kaffi um borð í varðskipið Óðinn kl. 13.30 til 16.30 í dag, laugardag. Fyrst á dagskrá er ganga um sýn- ingar safnsins, síðan verður farið í leiki þar sem konurnar velta fyrir sér mismunandi orðum á mismun- andi tungumálum yfir ýmsa hlut sem tengjast sjávarútvegi, því næst kíkt við á sýningu um sjósókn kvenna frá upphafi landnáms. Ferð- inni lýkur út á sjó um borð í Óðni þar sem allir krókar og kimar skips- ins verða skoðaðir. Punkturinn yfir i- ið er svo kaffisamsæti í matsal skipsins. Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur sem hafa áhuga á að deila menningarlegum bakgrunni sínum með öðrum, skapa saman, spjalla og víkka út sjóndeildarhring- inn. Þær horfa á lífið sem andlegt og landfræðilegt ferðalag og velta m.a. fyrir sér hvaða áhrif land- fræðileg einangrun Íslands og ofsa- fengin veðrátta hafi haft á þróun þjóðfélags og menningar í áranna rás. Einnig hvernig landfræðileg áhrif hafi mótað aðrar þjóðir. Allar konur eru velkomnar um borð og aðgangur er ókeypis. Sjóminjasafnið Morgunblaðið/Jim Smart Óðinn Varðskipið á 80 ára afmæli Landhelgisgæslunnar fyrir 10 árum. Söguhringur kvenna út á sjó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.