Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 Við erum líka BÓKABÚÐ ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Pólfarinn og bæjarpólitíkusinn Gunnar Egilsson rekur eitt öflugasta jeppabreytingaverkstæði landsins, sem ber nafnið IceCool. Fyrir skömmu afhenti Gunnar tvo mikið breytta jeppa sem fara til þjón- ustustöðva RARIK á Hvolsvelli og í Borgarnesi. Um er að ræða glæsilega Ford F-350 bíla sem færðir voru á 44 tommu dekk og á pallinum var komið fyrir sérsmíðuðum kassa sem nýtist starfsmönnum RARIK í verkefnum þeirra. Gunnar hefur sjálfur tvívegis farið akandi á suðurpólinn á bílum sem hann breytti sérstaklega til þeirra ferða. Fyrst fór hann árið 2005 og síðari ferðina fór hann árið 2010. Hann þekkir því vel til þess hvað bílar þurfa að þola í miklum átökum, og því margir sem leita til hans þegar breyta þarf jeppum og öðrum stærri bílum. Fulltrúar RARIK sem mættir voru til að taka á móti bílunum voru enda mjög ánægðir með útkomuna.    Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru á þessu ári liðin frá stofnun Jóru- kórsins á Selfossi og er fyrirhugað að halda upp á afmælið með stæl. Jóru- kórinn er eingöngu skipaður konum. Í dag verða haldnir sérstakir af- mælistónleikar þar sem mikið er í lagt, og eru þeir haldnir í íþróttahúsi Vallaskóla. Ákveðið þema er á tón- leikunum og er það tónlist hljóm- sveitarinnar ABBA, en Stefán Þor- leifsson, stjórnandi kórsins, hefur útsett ýmis lög ABBA fyrir kórinn í tilefni þessa. Laufey Ósk Magnúsdóttir, for- maður Jórukórsins, segir því þetta ekki verða neina venjulega kór- tónleika. „Við erum búnar að panta hljóðnema fyrir hverja konu, ljósa- sýningu og hljóðkerfi hjá EB kerfum. Einnig verður söngkonan Jóhanna Guðrún með okkur og sex manna hljómsveit sem mun ekkert gefa eftir, segir hún. Þá verður á dagskránni, auk ABBA, einnig brot af því besta frá sögu kórsins. Í kvöld er svo hátíð- arkvöldverður kórsins haldinn í Hvítahúsinu þar sem fagnað verður vinnu vetrarins.    Margir bíða spenntir eftir fótboltasumrinu sem sýndi sig í góðri mætingu á kynningu á meistara- flokksliðum Selfoss í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið. Þar kynntu þau Gunnar Borgþórsson, þjálfari karla- liðsins og Valorie O‘Brian þjálfari kvennaliðsins, liðsmenn sína fyrir gestum sem fylltu Tryggvaskála. Mikill hugur er í forsvarsmönnum knattspyrnunnar en fyrsti leikur karlaliðsins er á heimavelli í dag, gegn Leikni á Fáskrúðsfirði, og fyrsti leikur kvennaliðsins, sem leikur í Pepsí deildinni, er grannaslagur í Eyjum á miðvikudagskvöld. „Þetta var ein kraftmesta leik- mannakynning sem við höfum haft í nokkur ár,“ segir Adolf Bragason, formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Hann segir liðin bæði byggð upp á heimamönnum. „Strákarnir eru árinu eldri og við höfum fengið fá- eina erlenda leikmenn til að spila með þeim í sumar. Með kvennaliðinu leika þrír bandarískir leikmenn, og fyrirliði liðsins undanfarin ár, Guðmunda Óla- dóttir, hefur verið kölluð úr láni frá Noregi og kemur til landsins á sunnu- dag og leikur gegn ÍBV,“ segir Adolf. Fyrstu heimaleikirnir fara fram á gervigrasi, því sökum kulda hefur aðalvöllur liðsins ekki náð sér á strik eftir veturinn. „Við reiknum með að fyrsti leikur á grasi verði heimaleikur kvennaliðsins þann 18. maí,“ segir formaðurinn.    Breytingar urðu í bæjarstjórn Árborgar í vikunni þar sem Viðar Helgason, oddviti Bjartrar framtíðar í Árborg, baðst lausnar á störfum. Viðar hyggst ásamt konu sinni flytj- ast búferlum til Reykjavíkur í sumar og því mun hann ekki geta sinn hlut- verki sínu sem bæjarfulltrúi lengur. Á fundi bæjarstjórnar var Viðari þakkað fyrir gott samstarf og góð kynni. Í stuttu ávarpi þakkaði hann sjálfur fyrir samstarfið og óskaði bæjarstjórninni góðs gengis. Björt framtíð á einn fulltrúa í bæjarstjórn Árborgar og sæti Viðars tekur Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskóla- kennari og stjórnsýslufræðingur. Már Ingólfur Másson kennari er varamaður hennar. Eyrún verður einnig aðalmaður á aðalfundi SASS, í fulltrúaráði Hér- aðsnefndar Árnesinga og á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, auk þess sem hún verður varamaður á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikið lagt í afmælistónleika Morgunblaðið/Sigmundur Breyttur jeppi Brynjar Svansson og Gunnar Karlsson, frá RARIK við breyttan Ford F-350 bíl sem starfsmenn IceCool á Selfossi afhentu þeim ný- verið. Tveir slíkir eru nú í notkun hjá RARIK á Hvolsvelli og í Borgarnesi. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Þetta kom okkur á óvart vegna þess að við vissum að það hefur verið stefnumótun í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og eftir því sem við vissum best var ráðherr- ann búinn að setja það á oddinn að ná svokölluðu Norðurlanda- meðaltali 2020 í stað 2021. Þess vegna vorum við að vona að þetta myndi ganga,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Rektorar allra háskóla á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa miklum vonbrigðum með að háskólar verði skildir eftir í þeirri sókn í íslensku samfélagi sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir. „Þar er gert ráð fyrir verulegri heild- arútgjaldaaukningu sem endurspegl- ast ekki í fjárveitingum til háskóla- og rannsóknarstarfs,“ segir í yfirlýs- ingunni. Samkvæmt nýrri fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar mun fjármögnun á háskólastigi aukast úr 39,3 milljörðum árið 2017 í 41,8 millj- arða árið 2021. „Þetta er lítil hækk- un, um 6,4% á þessu tímabili. Inni í þessu er einnig Hús íslenskra fræða, en gert er ráð fyrir þremur milljörð- um í það verkefni. Þetta eru því mikil vonbrigði fyrir okkur,“ segir Jón Atli. Íslenskir háskólar undirfjármagnaðir „Skýrslur OECD hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að íslenskir há- skólar eru verulega undirfjármagn- aðir og fá til að mynda helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Þetta hefur verið mikið í um- ræðunni, meðal annars vegna stefnu og aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2014-2016 þar sem er tal- að um að háskólakerfið verði fjár- magnað með svipuðum hætti og á Norðurlöndum árið 2020. Það jafn- gildir að einhverju leyti ríkisstjórn- arsamþykkt vegna þess að forsætis- ráðherra er formaður ráðsins og mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra sitja í ráðinu,“ segir Jón Atli. Þörf á fimmtán milljörðum Svo að Norðurlandameðaltalið ná- ist telur Jón Atli að þörf sé á 15 millj- arða króna aukningu til háskólanna. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir tveimur milljörðum. „Þetta eru um- talsverðar upphæðir en við vonumst svo sannarlega eftir að okkar rödd heyrist.“ Rektorar hafa ekki rætt aftur við ráðherra eftir að áætlunin var gefin út en það stendur til. „Við fáum alltaf góð viðbrögð frá stjórn- málamönnum en það er ansi mikið sem vantar upp á í þetta sinn,“ segir Jón Atli. Rektorar telja ríkisstjórn- ina skilja háskólana eftir  Fjárframlög til háskóla hækka um 6,4% samkvæmt fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar  Rektorar eru óánægðir Morgunblaðið/Ómar HÍ Framlög til háskóla hækka um 6,4% á næstu fimm árum. Jón Atli Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.