Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hef-
ur mætt litlum skilningi alþingis-
manna og stjórnvalda þegar hún
hefur óskað eftir fjárhagsstuðningi
til úrbóta á frárennslismálum sveit-
arfélagsins. Þetta segir Yngvi Ragn-
ar Kristjánsson oddviti í samtali við
Morgunblaðið. Úrelt skólpkerfi er
talið einn af nokkrum áhrifaþáttum í
þeirri hnignun lífríkis Mývatns sem
verið hefur til umræðu undanfarna
daga.
Árni Einarsson líffræðingur, for-
stöðumaður Náttúrurannsókna-
stöðvarinnar við Mývatn, segist
finna fyrir miklum vilja til að vinna
að úrbótum á bágu ástandi Mývatns,
jafnt meðal sveitarstjórnarmanna
sem stofnana hjá ríkinu sem hafa
með málefnið að gera. En kostnaður
standi vissulega í mönnum.
Brugðist verði við
Kveikjan að umræðunum um
ástand Mývatns var ályktun Veiði-
félags Laxár og Krákár um mánað-
amótin, þar sem skorað var á yfir-
völd umhverfismála, bæði á
landsvísu og á sveitarstjórnarstigi,
að bregðast við því alvarlega ástandi
sem við lýði væri í lífríki Laxár og
Mývatns í Suður-Þingeyjarsýslu.
„Lífríki Mývatns og Laxár hefur
verið undir miklu álagi undanfarna
áratugi og svæðið er á rauðum lista
Umhverfisstofnunar fjórða árið í
röð. Kúluskíturinn, sem aðeins
finnst á einum öðrum stað í heim-
inum, er horfinn og botni Mývatns
má líkja við uppblásinn eyðisand.
Bleikjan hefur verið nánast friðuð í
nokkur ár til að koma í veg fyrir út-
rýmingu. Hornsílastofninn er í sögu-
legri lægð,“ segir í ályktuninni.
Landvernd tók undir þessi orð og
sendi ríkisstjórninni áskorun um að
grípa þegar í stað til ráðstafana til
að vernda lífríki vatnsins og árinnar.
„Að mati Landverndar er afar mik-
ilvægt að sameina krafta sveitar-
stjórnar, ríkisvalds og ferðaþjón-
ustuaðila á svæðinu og grípa til allra
mögulegra aðgerða sem draga úr
áhrifum mannsins á lífríki svæðisins,
ekki síst vegna skólplosunar. Einnig
þarf að kanna næringarefnalosun úr
brotsárum á námasvæðum vatnsins
eftir kísilgúrnámið á sínum tíma og
hvaða þýðingu hún hefur varðandi
það ástand sem uppi er og til hvaða
aðgerða megi þá grípa,“ segja sam-
tökin.
Yngvi Ragnar Kristjánsson segir
að þrennt þurfi nú að gera við Mý-
vatn. Í fyrsta lagi þurfi að efla rann-
sóknir á vistkerfi vatnsins. Í öðru
lagi að efla vöktun til að sjá hvaða
áhrif einstakar breytingar hafi.
Loks þurfi að gera úrbætur í frá-
rennslismálum. Skútustaðahreppur
hafi uppfyllt öll lagaskilyrði á því
sviði þar til kröfur voru stórauknar
fyrir nokkrum árum. Ekki dugi
lengur að hafa rotþrær á öllum frá-
rennslisstöðum heldur þurfi að
hreinsa skólpið sem til fellur. Sveit-
arfélagið hafi vegna fámennis ekki
fjárhagsburði til þess að ráðast í þá
framkvæmd sem kosti á bilinu 250 til
330 milljónir króna. Undanfarin tvö
ár hafi verið leitað eftir fjárstuðningi
við verkefnið frá fjárlaganefnd og
umhverfisráðuneytinu, en þar hafi
sveitarstjórnin mætt litlum skiln-
ingi.
Aukin næringaefnaauðgun
Árni Einarsson hefur fylgst með
lífríki Mývatns um áratugaskeið.
Hann segir að breytingarnar þar
séu tvenns konar. Annars vegar sé
um skammtímasveiflur að ræða sem
standi í um það bil sjö ár. Þær séu í
grunninn af náttúrulegum orsökum,
en hafi magnast upp síðan um 1970.
Hins vegar séu svo langtímabreyt-
ingar, sem ekki sé alltaf auðvelt að
átta sig á, en þær felist einkum í
auknum vexti blágerla sem bendi til
of mikilla næringarefna í vatninu.
Vöxtur blágerlanna, svokallað leir-
los, í vatninu dregur úr birtu á
vatnsbotninum og botngróðurinn
hverfur.
„Síðast liðin tíu ár eða lengur hef-
ur Mývatn aldrei náð að verða tært
yfir hásumarið, júlí og ágúst, og
botngróður er horfinn að stórum
hluta,“ segir Árni. Hann segir að
þetta sé þróun sem alþekkt sé í vötn-
um víða um heim vegna næringar-
efnaauðgunar, og hlýnandi loftslag í
heiminum verki líka hvetjandi á
bakteríurnar.
Árni segir að Mývatn sé næring-
arefnaríkt frá náttúrunnar hendi en
hér bætist við aukin næringarefni af
mannavöldum, afleiðing manna-
byggðar og áburðarnotkunar. „Við
vitum í rauninni ekki nákvæmlega
hver frumorsökin er fyrir breyting-
unum á lífríki Mývatns, en einu
þættirnir sem við getum haft áhrif á
snúa að því að draga úr því sem fer í
vatnið af mannavöldum,“ segir Árni.
Það sé verkefnið sem menn standi
frammi fyrir í Mývatnssveit.
Draga þarf úr áhrifum byggðar
Úrbætur á fráveitukerfi við Mývatn kosta 250 til 330 milljónir Verkefnið ofviða sveitarfélaginu
Aukin næringaefnaauðgun af mannavöldum hefur skaðað lífríkið í mestu náttúruperlu landsins
Morgunblaðið/BHF
Náttúruperla Mývatnssveit er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Vatnið og fjölskrúðug náttúra heillar.
Árni
Einarsson
Yngvi Ragnar
Kristjánsson
Ástand lífríkis í Mývatni er ekki
nýtt umræðuefni. Það hefur verið
rætt með hléum um áratugaskeið.
Langt er síðan mönnum varð ljóst
að fylgjast yrði með breytingum í
vatninu og við það af völdum auk-
innar byggðar. Náttúrurannsókna-
stöðin við Mývatn var sett á fót
1974. Hún er fáliðuð en fæst við
rannsóknir á náttúru og sögu Mý-
vatns og Laxár og vatnasviðs
þeirra með það höfuðmarkmið að
skilja náttúrufarsbreytingar og sjá
þær fyrir og stuðla þannig að
verndun svæðisins.
Fyrr á árum var mest deilt um
áhrif kísilgúrnáms í vatninu á líf-
ríkið. Skiptust íbúarnir í tvo flokka
hvað það varðaði og skoðanir vís-
indamanna voru einnig skiptar.
Kísilvinnslan hætti fyrir tólf árum,
en ekki er að sjá að það hafi haft
merkjanlegar breytingar til batn-
aðar, a.m.k. ekki nægar til að vega
upp á móti öðrum áhrifaþáttum.
Fyrir 30 árum sagði Morgun-
blaðið frá ráðstefnu sem Náttúru-
verndarráð hélt um lífríki Mývatns.
Þar kom fram að hnignun hefði
orðið í þeim þáttum lífríkisins sem
hefðbundin náttúruverndarsjónar-
mið tækju mið af, þ.e. fuglum og
fiski hefði fækkað. Árið 1977 hefðu
veiðst 33 þúsund bleikjur í vatn-
inu, en aðeins 5.000 árið 1984 og
hefði orðið að taka upp kvótakerfi
við veiðarnar.
Í fréttinni sagði að breyting-
arnar væru ekki nýlunda. Vistkerfi
Mývatns hefði ætíð verið veruleg-
um sveiflum undirorpið og heim-
ildir um óstöðugleika þess mætti
jafnvel finna í Jarteinabók Guð-
mundar góða Hólabiskups frá mið-
öldum. Deilt væri um það hvort nú-
verandi hnignun væri náttúruleg
sveifla eða hvort skapast hefðu al-
gerlega nýjar aðstæður í vatninu.
Lengi var deilt um áhrif kís-
ilgúrnáms á lífríki Mývatns
ÁSTAND LÍFRÍKIS MÝVATNS OFT TIL UMRÆÐU
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Flott
ir í fötum
Við seljum frægu
buxurnar
Ný sending – frábært úrval
HÁDEGISTÓNLEIKAR
ÁST OG ÁRÆÐNI
RANNVEIG KÁRADÓTTIR SÓPRAN
HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR PÍANÓ
Þriðjudag 10. maí · kl. 12.15 · Norðurljósasal Hörpu
Aðgangseyrir: 1500 kr.
Frítt inn fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn
Fluttar verða aríur
og ljóð eftir Duparc,
Wolf, Schubert,
Bizet og Puccini
Markaðsdagar Sjálfsbjargarfélag-
anna verða haldnir dagana 7. og
8. maí í félagsheimilinu að Hátúni
12 í Reykjavík. Gengið er inn
sunnanmegin. Markaðurinn
standa yfir kl. 11 til 16 báða dag-
ana.
Alls konar vörur verða í boði,
s.s. handprjónaðir vettlingar,
sokkar, húfur, sultur, bækur,
skartgripir, föt, sælgæti, hand-
gerð kerti og margt fleira áhuga-
vert. Kaffi verður selt á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hægt er að greiða með
greiðslukortum, segir í tilkynn-
ingu.
Markaðsdagar
Sjálfsbjargarfélaganna