Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Fylgist með okkur á faceboock Við höfum lækkað vöruverð Í ÚRVALI 20% afsláttur af öllum vörum KRINGLUKASTTil og með mánudag 9. maí Bjarni Bene- diktsson, fjár- mála- og efna- hagsráðherra, segir að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálastefnu og fjármála- áætlun fyrir hið opinbera til næstu fimm ára, að ríkissjóður kaupi jörðina Fell. Fell liggur að Jökulsárlóni að austan og þjóðlendumörkum þar norðan við, en hún hefur verið aug- lýst til sölu. Jökulsárlón er einn vin- sælasti viðkomustaður ferðamanna. „Fjármálaáætlunin er svo mikið í breiðu línunum, að það er ekki far- ið inn á einstök mál, eins og jarða- kaup. Það er miklu meiri spurning um almenna stefnumörkun. En við í fjármálaráðuneytinu, og ég veit einnig í umhverfisráðuneytinu, er- um vitanlega að fylgjast grannt með máli Jökulsárlóns,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. Í frétt á heimasíðu fjármálaráðu- neytisins um fjárhagsáætlunina segir m.a. að hún feli í sér „að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir komandi kyn- slóðir með því að greiða niður op- inberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sanngjarnari sköttum, byggja upp samfélagslega innviði og treysta til muna grunn- þjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar.“ agnes@mbl.is Ekki ráð- gert að kaupa Fell  Fylgjast með Felli og Jökulsárlóni Bjarni Benediktsson Styrktarsjóður Kiwanisumdæm- isins Ísland/Færeyjar og Kiwanis- klúbbarnir Elliði, Eldey, Esja, Hekla og Dyngja hafa gefið svo- kallað Lucas2-hjartahnoðtæki til notkunar í þyrlum Landhelgisgæsl- unnar. Fór afhendingin fram á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kristinn Lárusson, veitti tækinu viðtöku fyrir hönd Land- helgisgæslunnar ásamt áhöfnum þyrlna Landhelgisgæslunnar. Tækið sem Kiwanis gaf mun skipta sköpum í umönnun sjúk- linga um borð í þyrlunum, segir í fréttatilkynningu. Þar segir að tækið, sem kostar á þriðju milljón króna, hafi verið í notkun víða um heim með afar góðum árangri. Veitir jafnt og gott hnoð „Segja má að tækið leysi af hólmi einn mann um borð í þyrl- unum þegar endurlífgun á sér stað, sem annars hefði þurft að sinna hjartahnoði. Getur hann þá sinnt öðrum mikilvægum málum í tengslum við umönnun sjúklinga um borð. Tækið veitir alltaf jafnt og gott hnoð og þreytist ekki, ólíkt mannshöndinni. Tækið er fær- anlegt milli véla sem eykur enn frekar notagildi þess,“ segir í til- kynningunni. Georg Kristinn forstjóri sagði að Landhelgisgæslan sé afar þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem muni auka verulega gæði og ör- yggi í umönnun sjúkra um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Gáfu hjartahnoðtæki í þyrlur Ljósmynd/Landhelgisgæslan Afhending Forstjóri Landhelgisgæslunnar afhendir forsvarsmönnum Kiw- anis skjöld með merki Landhelgisgæslunnar í þakklætisskyni fyrir gjöfina.  Nýja tækið leysir af hólmi einn mann um borð í þyrlunum Í dag, laugardaginn 7. maí, heldur Hekla hinn árlega Volkswagen-dag hátíðlegan milli kl. 12 og 16 að Laugavegi 170. Nýr og glæsilegur Volkswagen Passat GTE verður frumsýndur. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og honum má leggja frítt í stæði. Auk Passat GTE verður til sýnis úrval Volkswagen-bíla sem spann- ar allan skalann frá borgarbílum til Touareg. Þá verða sértilboð á sýn- ingarbílum á staðnum. Að auki verður boðið upp á reynsluakstur, ís frá Valdís og blöðrudýr fyrir börnin. Allir eru velkomnir. Hekla heldur Volkswagen-dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.