Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Gleði Bládoppóttar verur settu svip á bæinn þegar þær glöddust yfir útskrift úr Borgarholtsskóla í vor. Þær hvíldu lúin bein og fengu sér hressingu á tröppum Stjórnarráðsins. Golli Það blasir við öllum þeim sem vilja vita að samgöngur víða um landið eru komnar að fótum fram. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi og staðan því orðin verulega slæm á mörgum stöðum. Það þarf ekki annað en að keyra helstu vegi lands- ins til að verða þess áþreifanlega var. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna skorts á viðhaldi í samgöngukerfum landsmanna enda sýna útreikningar að hátt í 500 milljarða króna vantar í innviðafjárfestingar síðustu sjö ár. Þar af eru 60 milljarðar króna sem vantar í vegakerfið eitt og sér. Vega- fjárfestingar hins opinbera hafa farið minnkandi sem hlutfall af landsfram- leiðslu og farið undir 1% síðustu ár en voru að jafnaði 2%. Það skiptir verulegu máli fyrir iðn- aðinn í landinu að aðföng komist klakklaust á milli landsvæða auk þess sem fólksflutningar um vegi landsins hafa stóraukist. Með gríðarlegri fjölgun ferðamanna, sem margir hverjir vilja komast í snertingu við náttúru landsins, fylgir tilheyrandi akstur á milli staða, hvort heldur er í einkabílum eða hópferðabílum. Það dregur óhjákvæmilega úr umferð- aröryggi þegar viðhaldi er ekki sinnt og ný mannvirki eru ekki reist í takt við þarfir nútímans. Þar sem þörfin fyrir úrbætur er mikil og brýn ætti að skoða með opn- um hug samstarf ríkis og einkarekst- urs um fjármögnun og uppbyggingu samgöngumannvirkja og jafnvel annarra inn- viða. Slíkar innviða- fjárfestingar geta orðið til góðs líkt og dæmin sanna. Samvinna ríkis og einkaaðila hefur skil- að góðum árangri í Nor- egi þar sem samstarf um vegaframkvæmdir hefur leitt til aukinnar skilvirkni, hraðari upp- byggingar og meiri gæða. Það hefur sýnt sig að fjárfestingar í innviðum auka samkeppnishæfni og styðja við aukinn hagvöxt. Við getum lært af góðri reynslu annarra þjóða í þessum efnum þar sem slíkt samstarf ríkis og einka- rekstrar er talið eðlilegt og heilbrigt. En við getum líka litið okkur nær og horft til framkvæmda Hvalfjarðar- ganganna sem tókust vel. Málið er aðkallandi enda öryggi landsmanna og ferðamanna í húfi. Samtök iðn- aðarins hvetja því til þess að þeir sem koma að þessum málaflokki sýni víð- sýni og þor við að kanna möguleg úr- ræði. Það má engan tíma missa! Eftir Almar Guðmundsson » Þar sem þörfin fyrir úrbætur er mikil og brýn ætti að skoða með opnum hug samstarf ríkis og einkareksturs um fjármögnun og upp- byggingu innviða. Almar Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Árangursríkt samstarf um samgöngurÞað er staðreynd aðrekstur borgarinnar gengur illa undir stjórn Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, og áætlanir ganga ekki upp. Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2015 liggur fyrir og sýnir verri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæð- unnar, þ.e. A- og B-hluta, var 167% undir áætlun. Mikið tap er á aðalsjóði, eða sem nemur 18,3 milljörðum króna, þrátt fyrir að útsvar sé í há- marki og tekjur hafi aukist. Borgarbúar hafa ríka ástæðu til að hafa áhyggjur. Rekstur borgarsjóðs er ekki sjálfbær. Hann stendur ekki undir sér. Í fyrra sagði borgarstjóri að þetta væri tekjuvandi, núna eru það lífeyrisskuldbindingar. Stað- reyndin er hins vegar sú að þetta er rekstrarvandi. Það er ekki alltaf hægt að skýla sér á bak við að áætlanir standist ekki og því sé tap. Grunn- rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær, óháð gjaldfærslu lífeyrisskuld- bindinga. Tekjur duga ekki fyrir útgjöldum Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var neikvæð um 5 milljarða, en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 7,4 milljarða. Afkoma samstæðunnar er 16 milljörðum verri í ár en hún var árið 2014. Ef horft er framhjá mats- breytingum fjárfestingareigna var af- koma samstæðunnar neikvæð um 9 milljarða. Matsbreyting fjárfestinga- eigna Félagsbústaða nam um 4 millj- örðum, sem rekja má til hækkunar á gangvirði fasteigna félagsins. Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir útgjöldum þó svo að útsvar sé í há- marki og skatttekjur hafi verið hærri en áætlað var. Handbært fé samstæðunnar nam 16,2 milljörðum í árslok og var 1,4 milljörðum lægra en áætlun gerði ráð fyrir. Handbært fé A-hluta lækkaði um 2,4 milljarða á árinu. Skuldir hækkuðu um 14 milljarða. Skuldir á hvern íbúa í Reykjavík voru 2,46 milljónir á árinu 2015. Skuldir á íbúa í Reykjanesbæ voru lítið eitt hærri, eða 2,86 millj- ónir. Veltufé frá rekstri A-hluta var 5,2 milljarðar, eða 5,7% af tekjum A- hluta á árinu 2015. Fjármálaskrif- stofa borgarinnar telur æskilegt að veltufé frá rekstri sé ekki undir 9% af tekjum og er veltufé frá rekstri árs- ins 2015 um 3 milljörðum frá þessu lágmarki. Mikill taprekstur aðalsjóðs Staða aðalsjóðs er mjög slæm, en rekstrarniðurstaða sjóðsins var nei- kvæð um 18,3 milljarða. Hlutverk aðalsjóðs er umsjón með hefðbund- inni starfsemi borgarinnar og er starfsemin að mestu fjármögnuð af skatttekjum. Það er mjög alvarleg staðreynd að aðalsjóður skuli vera rekinn með svo miklu tapi, sem sýnir að meirihlutinn ræður ekki við verk- efnið, þrátt fyrir auknar skatttekjur, og bitnar það á grunnþjónustu borgarinnar. Biðlistar eru langir eftir félagslegu leiguhúsnæði, sérfræði- þjónustu skóla og stuðningsþjónustu. Tapið í aðalsjóði er bætt upp að hluta með hagnaði á eignasjóði sem nemur um 4,4 milljörðum, sem hefur það í för með sér að viðhaldi á eignum borgarinnar er ekki sinnt sem skyldi. Borgin er búin að spara sér til tjóns í mörg ár. Ef viðhaldi væri sinnt væri hallinn enn meiri. Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir Það er staðreynd að rekstur borgarinnar undir stjórn meirihlut- ans gengur illa. Tekjur duga ekki fyrir útgjöldum þrátt fyrir að skatt- tekjur hafi aukist. Áætlanir um sölu byggingarréttar gengu hvorki eftir 2015 né 2014. Minnihlutinn, bæði Framsókn og flugvallarvinir og Sjálf- stæðisflokkur, hafa ítrekað lagt til að borgin fengi utanaðkomandi aðila sér til aðstoðar til að hagræða í rekstr- inum og takast á við vandann og hef- ur nú rekstrarráðgjafi verið ráðinn til verksins. Það er ekki hægt að auka álögur á borgarbúa, það þarf að hagræða í rekstrinum. Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Það þarf að minnka kerf- ið, sem hefur bólgnað út undanfarin ár. Útsvar er í hámarki og gjaldskrár hafa hækkað. Það þarf að forgangs- raða fjármunum í þágu velferðar- mála, skólamála og viðhalds. Það þarf að auka framboð á lóðum til sölu og því hefur minnihlutinn bent á að stækka þurfi byggðina í Úlfarsárdal. Starfsmönnum hefur fjölgað veru- lega undanfarin ár og er launakostn- aður nú um 55% af kostnaðinum. Ef lækka á rekstrarkostnað þarf að fækka starfsfólki. Nú er lítið atvinnu- leysi og ef einhvern tímann er tæki- færi til að fækka starfsfólki er það nú. Það þarf að sameina ráð og skrif- stofur, svo sem mannréttindaráð og stjórnkerfis- og lýðræðisráð, mann- réttindaskrifstofu og velferðarsvið, og það þarf að sleppa verkefnum eins og þrengingu Grensásvegar. Eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur » Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir út- gjöldum þó svo að út- svar sé í hámarki og skatttekjur hafi verið hærri en áætlað var. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Taprekstur borgarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.