Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
Jákvæðasta orð samtímans er líklega orðið sjálfbær, að vera sjálfumsér nógur og skaða ekki aðra. Orðið er oftast notað um sjálfbæraþróun sem er skv. Íslenskri orðabók „auðlindanýting sem fullnægirsamtímaþörfum án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða til
að nýta auðlindirnar“. Hugtakið er komið úr skýrslu Brundtland-nefnd-
arinnar frá 1987.
Á Íslandi hefur orðið fyrst og fremst verið tengt sjálfbærum fiskveiðum og
endurnýjanlegum orkugjöfum. Í því ljósi er þetta afbragðsþýðing þar sem
orðið er afar lýsandi.
Færst hefur í vöxt að nota orðið yfir margt annað þar sem merking þess er
jákvæð og skírskotar til uppbyggingar í sátt við umhverfið. Á vef Háskóla Ís-
lands er sjálfbærri þróun lýst sem „viðleitni til að mæta þörfum samtímans
án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum
sínum“. Þar segir að sjálfbær þróun sé lykilhugtak í allri umræðu samtímans
um þróun og umhverfismál.
Á vefnum er hugtakið sjálf-
bærni sagt víðfeðmt og það
snerti ekki aðeins umhverf-
ismál heldur líka félagslegt
réttlæti, heilsu og velferð,
menningarmál og efnahags-
líf. Að baki því búi vitund um
þau takmörk sem náttúran setji umsvifum fólks. Í hugtakinu felist viður-
kenning á því að mannkynið standi frammi fyrir flóknu samfélagslegu verk-
efni ef takast eigi að sætta hugmyndir fólks og væntingar um „hið góða líf“
við takmörk náttúrunnar. Skilningur sé enn í mótun og þekking á sjálfbærni
aukist með nýjum upplýsingum.
Annars staðar er sjálfbær þróun einnig skýrð með vísun í Brundtland-
skýrsluna og lögð áhersla á að kynslóðir framtíðarinnar hafi sömu möguleika
og við. Að vísu er bein þýðing af ensku, frönsku, norsku, sænsku og þýsku
frekar í átt til þróunar sem stenst tímans tönn (sustainable development, le
développement durable, bærekraftig utvikling, hållbar utveckling, nachhal-
tige Entwicklung). Danir nota orðin bæredygtig udvikling um sjálfbæra þró-
un en bæredygtig er einnig notað í grasafræðinni og merkir blómlegur.
Sjálfbærni er á allra vörum. Nýjasta nýtt er sjálfbær heilbrigðisstefna.
Sjálfbær fyrirtæki eru einnig til umræðu. Danir tala um sjálfbæra Dan-
mörku og markmið er varði sjálfbæra þróun tengda efnahag, samfélagi og
umhverfi. Á vef Norden eru upplýsingar um norrænt samstarf. Þar er sjálf-
bær norræn velferð nefnd og sjálfbær Norðurlönd í sjálfbærum heimi.
Íslendingar eru ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu voru tekin upp stefnumál Sameinuðu þjóðanna
og menntun til sjálfbærni gerð að einum af grunnþáttum námskráa fyrir
skólakerfið til að skapa samábyrgt þjóðfélag.
Sjálfbærni er orðið regnhlífarhugtak yfir siðferðislega uppbyggingu á
flestum sviðum og viðhorf til náttúru og velferðar almennt. Merking íslenska
orðsins er orðin svo yfirgripsmikil að það er ekki lengur lýsandi heldur stefn-
ir í að verða markleysa.
Í sjálfbærum heimi
Tungutak
Eva S. Ólafsdóttir
eva@skyrslur.is
Hinn 29. apríl sl. var samþykkt á Alþingiþingsályktunartillaga um stefnu ogaðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum tilfjögurra ára. Um tillögu að þeirri áætlun
var fjallað hér á þessum vettvangi 28. nóvember sl.
Hún hefur nú verið samþykkt á Alþingi eftir að hafa
hlotið hefðbundna meðferð á þingi.
Kannski má segja – þegar horft er til baka – að
þessi samþykkt Alþingis sé mikilvægasti áfanginn
fram að þessu á vegferð sem hafi hafist með útkomu
bókar eftir Helgu Thorberg haustið 1988, sem nefnist
Minna „engin venjuleg mamma“ og er saga móður
hennar, Guðfinnu Breiðfjörð.
Í upphafskafla bókarinnar, sem nefnist Elsku
mamma, segir Helga:
„Þú ert farin og hér sit ég með minningabrotin,
sem þú skildir eftir. Ég vissi ekki, þegar ég var að
hvetja þig til að skrifa bókina og
senda þig til hinna ýmsu útgefenda
til að fá einhvern til að skrifa bók-
ina með þér að ég væri þá að leita
langt yfir skammt…Þú varst að
skrifa ævisögu þína, sögu konu
sem komst aftur út í lífið eftir að hafa verið lokuð
inni á stofnun í mörg ár. Þú varst að segja frá hvern-
ig líf það var að vera lokuð inni á geðdeild vegna geð-
rænna erfiðleika árum saman. Hvernig það var svo
að brjótast til baka, ná tökum á þunglyndinu, sinnu-
leysinu og uppgjöfinni. Ná loks því langþráða frelsi
að komast út og lifa lífinu aftur á meðal okkar hinna,
þessara „heilbrigðu“.
Þú vildir gefa okkur söguna af lífsreynslu þinni.
Það var táknrænt fyrir þig að vilja gefa, líka þín
leyndustu hjartans mál og tilfinningar. Þú hafðir tap-
að öllu, ekkert átt eftir, en einmitt þess vegna öðlast
það ríkidæmi að geta gefið öllum allt.
Með sögu þinni vildir þú gefa öðrum von og kjark
til að sigrast á eigin erfiðleikum. Þér tókst þetta, því
þá ekki öðrum?“
Það er til marks um þær breytingar sem orðið hafa
á viðhorfum til geðsjúkdóma á tæpum þremur ára-
tugum að árið 1988 þurfti nánast einstæðan kjark til
að skrifa slíka bók.
Í kjölfarið komu nokkrar valkyrjur ef svo má að
orði komast, sérstaklega úr stétt iðjuþjálfa, sem hóf-
ust handa og stofnuðu grasrótarsamtök á borð við
Geysi, Hugarafl og Hlutverkasetur, en áður hafði
starfsemi Geðhjálpar fest rætur. Síðan komu bar-
áttumenn á borð við Héðin Unnsteinsson og Bergþór
Böðvarsson en frumkvöðullinn mörgum áratugum áð-
ur var náttúrlega Sveinn Rúnar Hauksson læknir,
sem ungur að árum fór ótroðnar slóðir í þessum efn-
um. Eydís Sveinbjarnardóttir varð hins vegar fyrst
til þess að beina sjónum að málefnum aðstandenda
geðsjúkra, sem enginn hafði á þeim tíma veitt sér-
staka eftirtekt.
Um aldamótin síðustu kom út önnur bók, sem
nefnist Undir köldu tungli, eftir Sigurstein Másson,
sem lýsir lífi stúlku sem ólst upp við aðstæður þar
sem segja má að fæti hafi verið brugðið fyrir hana
við nánast hvert fótmál og er einn samfelldur áfellis-
dómur yfir samfélagi okkar. Hún kemur fram undir
nafnleynd í bókinni en lifði af og hefur náð að skapa
sér sjálfstæða stöðu í lífinu. Hið sama má segja um
ungt afreksfólk sem hefur látið í sér heyra á síðustu
árum og mér er satt að segja ómögulegt að skilja
hvernig það náði að sigrast á þeim hörmungum sem
biðu þess á fyrstu árum ævinnar.
Þessi saga er rifjuð upp hér vegna þess að eftir
samþykkt Alþingis og fyrirheit um fjárframlög til að
fylgja þessari aðgerðaáætlun í
geðheilbrigðismálum eftir hvílir sú
mikla ábyrgð á geðheilbrigðiskerf-
inu að fylgja þessari samþykkt Al-
þingis í framkvæmd frá degi til
dags.
Framhjá því verður ekki horft að það eru einstak-
lingar sem að mestu starfa utan geðheilbrigðis-
kerfisins sem ýmist hver í sínu horni eða með sam-
starfi sín í milli tóku forystu um að breyta viðhorfi
samfélagsins til hinna geðsjúku.
Það hefur nú óumdeilanlega tekizt en þeim áfanga
þarf að fylgja eftir í daglegu starfi þeirra stofnana
sem annast hina geðsjúku og að nokkru leyti aðstand-
endur þeirra. Og þar er mikið verk að vinna.
En jafnframt – og nú fer höfundur þessarar grein-
ar að hljóma eins og Cató gamli forðum daga – þarf
Alþingi að snúa sér að því verki að nútímavæða vel-
ferðarkerfið, sem er fast í gömlu fari.
Stærsti hluti þeirra viðfangsefna sem velferðar-
kerfi okkar fæst við frá degi til dags á sér rætur í
æsku fólks en kemur ekki fram að ráði fyrr en á full-
orðinsárum. Um þessa staðhæfingu þarf ekki að
deila. Ítrekaðar rannsóknir sýna að svona er þetta.
Þess vegna þarf að gjörbreyta áherzlum velferðar-
kerfisins á þann veg að öll áherzlan verði á fyrstu 10-
20 ár ævinnar. Samþykkt Alþingis tekur á þessum
vanda að hluta til en á afmörkuðum sviðum.
Þetta snýst ekki um flokkapólitík. Í raun eiga allir
flokkar að geta tekið undir þessi sjónarmið en það
getur verið að þau veki meiri áhuga sumra en ann-
arra. Fram undan eru kosningar til Alþingis. Það yrði
fagnaðarefni ef einhverjir þeirra tæku þessi sjón-
armið upp og gerðu að sínum.
Hafi þeir efasemdir ættu þeir hinir sömu að hugsa
til barnsins eða unglingsins sem fer og heimsækir
föður sinn eða móður að Litla-Hrauni. Hvers konar
lífsreynsla heldur fólk að það sé? Hvers konar áhrif
hefur það á barnssálina eða viðkvæman ungling? Og
hverjir eru að hjálpa þeim ungmennum að komast í
gegnum þá lífsreynslu á þann veg að þau verði ekki
viðskiptavinir velferðarkerfisins síðar á ævinni?
Til umhugsunar fyrir forystusveitir flokkanna.
Að „gefa öðrum von og kjark“
Valkyrjur, frumkvöðlar
og baráttumenn.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Eftir bankahrunið íslenska skrif-aði bandaríski hagfræðingurinn
Anne Sibert grein í veftímaritið Vox,
sem styrkt er af Evrópusambandinu.
Þar hélt hún því fram að Ísland kynni
að vera of lítil stjórnunareining. Hin
mikla fjölgun sjálfstæðra smáríkja
væri ekki nauðsynlega æskileg. Si-
bert nefndi ýmis sjónarmið þessu til
stuðnings. Ein voru að líklega krefð-
ist sjálfstæði ríkis sérhæfðara starfs-
fólks í stjórnsýslu en hér væri völ á.
Hinn fjölhæfi Davíð Oddsson væri
dæmi. Hann hefði verið útvarpsmað-
ur, höfundur leikrita, borgarstjóri og
forsætisráðherra en þegar hann hefði
orðið seðlabankastjóri hefði komið í
ljós að hann hefði ekki haft neina sér-
þekkingu á bankamálum. Hann virt-
ist hafa verið tómlátur um aðsteðj-
andi vanda.
Ég sat í bankaráði Seðlabankans í
bankastjóratíð Davíðs og get borið
vitni um það að hann var allt annað en
tómlátur um aðsteðjandi vanda. Þótt
hann yrði starfs síns vegna að fara
gætilega var hann afdráttarlaus í
einkasamtölum, en sagði til dæmis á
fundi Viðskiptaráðs 6. nóvember
2007: „Við erum örugglega við ytri
mörk þess sem fært er að búa við til
lengri tíma.“ Ekki var hlustað á við-
varanir hans.
Hvað um almenn sjónarmið Si-
bert? Þau eru að því leyti bersýnilega
rétt að stórþjóðir geta oftast gengið
að fleiri hæfileikamönnum vísum en
smáþjóðir. En skilar það sér nauð-
synlega í betri stjórnsýslu stórþjóð-
anna? Leggja fleiri hæfileikamenn
þar hlutfallslega fyrir sig stjórnsýslu
en með smáþjóðum? Hvaða seðla-
bankastjórar stórþjóðanna sáu til
dæmis fyrir lánsfjárkreppuna 2007-
2009? Ég veit ekki um neinn. Yfir-
menn mikilvægra opinberra stofnana
eins og seðlabanka þurfa aðallega að
vera lífsreyndir og þroskaðir, geta
komið fram af öryggi og festu, tekið
óvæntum áföllum af æðruleysi og
skilið aðalatriði frá aukaatriðum. Þar
koma gott tímaskyn, mannþekking,
glöggskyggni og dómgreind sér bet-
ur en færni í að leysa stærðfræði-
þrautir. Margra ára stjórnarforysta
er miklu betri undirbúningur undir
slíkt starf en nokkur námskeið í pen-
ingahagfræði.
Sibert talaði af lítilsvirðingu um
það að Davíð Oddsson hefði fengist
við margt en ekki sérhæft sig í neinu.
En það hefur frekar verið talið for-
ystumönnum til lofs en lasts ef þeir
hafa verið fjölhæfir og nægir að
minna á Winston Churchill, hermann,
rithöfund og listmálara, og Tómas
Jefferson, heimspeking og húsa-
meistara. Ástæðan er auðvitað að
fjölbreytt reynsla veitir mönnum
yfirsýn. Fáir voru raunar fjölhæfari
og skiptu sér víðar en John Maynard
Keynes. Telur Sibert hann hafa verið
verri hagfræðing fyrir vikið?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sérhæfing og fámenni
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
7. – 30. maí
Opnun laugardaginn 7. maí, kl. 15
Allir velkomnir
Constructive / Uppbyggilegt
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14
Mýrmann
Verðmatsdagur
í Gallerí Fold
Átt þú verðmæti sem þú vilt selja?
Laugardaginn 7. maí kl. 11–14
býður Gallerí Fold þér að koma með
listaverk, silfur, keramik og postulín
til verðmats.
Sérfræðingar frá Gallerí Fold verða á
staðnum og verðmeta með sölu í huga.