Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 31
Dómkirkju árið 1820. Leiðið og leg- steinninn eru nú týnd. Geir Vídalín góði, Reykjavík- urbiskup, sem varð gjaldþrota sök- um gjafmildis við snauða í Reykja- vík, lét stækka kirkjugarðinn til austurs, þegar þrengja fór að greftrunarplássi. Hann lést í ör- birgð 1823 og var jarðaður í þeim hluta sem hann lét stækka og vígði. Espólín greindi svo frá útför herra Geirs biskups: „Engum var boðið til hennar nema þeim sem honum skyldu fylgja. Embættismenn og stúdentar skiptust um að bera níð- þunga kistuna gerða af þykkum plönkum með skrúfnöglum. Um- gerðin vó nærri fjórum vættum.“ Gildur Geir vó fjórar vættir (fjórar vættir töldust um 160 kg) og bisk- up og kista vógu því saman um 320 kg. Það þurfti til heila tylft emb- ættismanna eða stúdenta til burð- ar. Skrúðgarður landlæknis Árið 1883 fékk Schierbeck land- læknir garðinn leigðan með því skilyrði að hann myndi láta girða hann laglega. Hann lét svo gera fagran skrúðgarð með blómum og trjám. Eftir að landlæknir fór al- farinn af landinu fékk Halldór Daníelsson bæjarfógeti garðinn til umsjónar. Þá var hann kallaður Bæjarfógetagarðurinn. Skrúðgarð- urinn var af svipaðri stærð og upp- runalegi kirkjugarðurinn. Fyrri framkvæmdir í Víkurgarði Lyfsalinn O. Thorarenssen fékk leyfi til að reisa lyfjabúð við Aust- urvöll 1833. Síðar fékkst leyfi til að reisa vöruhús og efnarannsóknar- stofu sem brunnu árið 1882. Árið 1915 fékk Christensen lyfsali leyfi til að gera vörugeymslukjallara þar. Bakhús Landsímastöðvarinnar var reist 1931 og var þá gerð ak- braut inn í portið. Við gerð hennar fundust fjórar járnhellur með graf- skriftum. G. Hlíðdal landsímastjóri spurði Matthías Þórðarson þjóð- minjavörð hvað gera skyldi við hellurnar og vildi Matthías að þær yrðu geymdar sem næst leiðunum. Var síðan gerður múrveggur sem hellurnar voru festar á í röð. Við lagningu símakapals í gegn um garðinn komu upp mergð manna- beina. Einnig fannst legsteinn Gunnlaugs Oddssonar dómkirkju- prests (d. 1835). Landsímahúsið (1967) Í nýju skipulagi Landsímareits er gert ráð fyrir hótelviðbót við húsið. Víkurkirkjugarður fær svo- kallaða hverfisvernd samkvæmt því, sem yrði sama eðlis og gildir fyrir Hólavallagarð. Fornleifauppgröftur og ný ásýnd Víkurkirkjugarðs Tillaga um fornleifauppgröft á svæðinu var lögð fyrir borgarráð um aldamót. Full ástæða þótti til að garð- urinn yrði rannsakaður sem kostur væri og gengið yrði síðan frá hon- um með þeirri virðingu og fegrun sem kirkjugarði með aldagamla sögu þrjátíu kynslóða Víkverja sæmir. Ungur fornleifafræðingur, Vala Garðarsdóttir, hefur hafið rann- sóknir og fornleifauppgröft á svæð- inu og segir hún að búast megi við að finna miklar menningarminjar frá elstu tíð. Höfundur er arkitekt. MESSUR 31á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti 19, Reykjavík Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 12. Ræðumaður erEric Guðmunds- son. Barna- og unglingastarf. Súpa og brauð eft- ir samkomu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17, Vestmannaeyjum. Í dag, laug- ardag: Guðsþjónusta kl. 12. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðs- vallagötu 14, Gamli Lundur. Í dag, laugardag: Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blikabraut 2, Keflavík. Í dag, laugardag: Biblíu- fræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðu- maður: Einar Valgeir Arason. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jens Danielsen. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði. Í dag, laugardag: Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður er Björgvin Snorra- son. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku.Súpa og brauð eftir samkomu. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll og Bryndís Eva sjá um stundina. Kjartan leikur á píanóið. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Jóns- son, sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti er Magn- ús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Síðdegisguðsþjón- usta kl. 17. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni leiða stundina. Um tónlistina sjá Lærisveinar hans ásamt Bjarti Loga organista. Börn sem fermast á árinu 2017 eru sérstaklega boðin vel- komin ásamt foreldrum sínum og eftir guðsþjón- ustuna verður farið yfir fyrirkomulag ferming- arfræðslu sem hefst í haust. Fermingardagar hafa verið kynntir á bessastadasokn.is BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Antoniu Hevesi. Kaffi eftir guðsþjónustu. DIGRANESKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 11. Prestur séra Gunnar Sigurjónsson, organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir, vortónleikar Kammerkórs Digraneskirkju. Veitingar í safn- aðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Karl Sig- urbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Dagmar Sigurðardóttir og Birgir Finnsson lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og org- anisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Odd- fellowkórinn Hallveigarsynir syngja undir stjórn Jón Karls Einarssonar og Arnhildar Valgarðs- dóttur organista. Þór Breiðfjörð syngur einsöng. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Molasopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fermingarmessur kl. 11 og 13. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari er Guðmundur Pálsson. Prestar Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfsson. FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn samkoma í dag kl. 13. Pétur Erlendsson prédikar og tónlist- arhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Gæsla fyrir börn og kaffi og samvera í lokin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar og leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur pí- anóleikara. Við hvetjum fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra til að mæta í guðsþjónustuna. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Valjaots, organista. Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar eft- ir messu. GRAFARVOGSKIRKJA | Uppskeruhátíð barnastarfsins kl. 11. Umsjón hafa sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Benjamín Pálsson. Undirleikari er Stefán Birkisson. Jói og Sóley frá Sirkus Ís- lands koma og skemmta. Hoppukastali, grill- aðar pylsur og gos. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Biblíu- félagsins. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur er Ólafur Jóhannsson. Kaffi eftir messu. Hversdags- messa á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ganga á Helga- fell. Gengið verður á Helgafell í stað hefðbund- innar messu sunnudaginn 8. maí. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30 (við förum á eigin bílum, þeir sem ekki hafa bíl fá far hjá öðrum). Lagt verður af stað kl. 11 frá Kald- árbotnum. Gangan tekur 2-3 klukkutíma, róleg ganga. Leiðsögumaður er Baldvin Her- mannsson. Ritningarlestur og bænagjörð á göngunni. Hressing þegar upp er komið. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Bænastund má- nud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrð- arstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og sumargleði kl. 11. Helgihald í léttum dúr. Organisti er Kári All- ansson. Grillað í sumarblíðunni að messu lok- inni. Leikir fyrir börnin í umsjá Grímu og Birkis. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hátúnsheimilið | Guðsþjónusta í Betri stof- unni Hátúni 12 kl. 13. Hrafnhildur Eyþórsdóttir djákni og Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákna- nemi þjóna ásamt Kristni Guðmundssyni með- hjálpara og Arngerði Maríu Árnadóttur tónlistar- stjóra, sem leiðir safnaðarsöng. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11 í umsjón karlahóps kirkjunnar, en það er grasrót- arhópur sem hittist vikulega til að tala og biðja saman. Hugvekju flytjur Björn Hjalmarsson læknir. Undirleik annast Gunnar Böðvarsson og Björn Hjálmarsson. Félagar úr hópnum taka virk- an þátt í ýmsum öðrum messuliðum. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Að lokinni messu er kirkjukaffi í umsjón karlahópsins. www.hjallakirkja.is ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Ólafur H. Knútsson pre- dikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Má- téová kantors kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni messu. KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í Garða- kirkju á Álftanesi kl. 20. Signý Gunnarsdóttir og Sólveig Hannesdóttir segja frá trú sinni og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar um daglega trú. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng og leikur á píanó. Á eftir verður kaffi í Króki. LANGHOLTSKIRKJA | Síðasta fjölskylduguðs- þjónusta vetrarins kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladótt- ir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Skólahópur Krúttakórs Lang- holtskirkju leiðir söng og tekur lagið undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Ragnheiðar Söru Grímsdóttur. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Stundin hentar öllum aldurhópum. LAUGARNESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur pré- dikar og þjónar ásamt Hrafnhildi Eyþórsdóttur og Þuríði Björg Wiium guðfræðinema. Arngerður María Árnadóttir stjórnar tónlist og leiðir safn- aðarsöng ásamt félögum úr Fílharmóníu- söngsveit. Barnastarf undir stjórn Hjalta Jóns Sverrissonar og félaga. LÁGAFELLSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 – lokastund barnastarfsins. Tónlist í guðs- þjónustunni flytja: Jögvan Hansen, söngvari, Ás- björg Jónsdóttir, píanóleikari, ásamt Barnakór Lágafellsskóla. Stjórnandi Guðbjörg Hilm- arsdóttir, Hreiðar Örn Zoega. Ragnheiður Jóns- dóttir sóknarprestur. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 1, messa með altarisgöngu kl. 20. Kór Lindakirkju sér um tónlistina undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Sveinn Al- freðsson þjónar. Lofgjörðar- og fyrirbænastund kl. 20. Margrét Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir nokkur orð. Sveinn Alfreðsson flytur hugvekju NESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju og Kór Neskirkju syngja. Leiðtogar í barnastarfi leiða stundina ásamt sr. Skúla S. Ólafssyni. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á pylsur á kirkjutúninu og hoppukastala. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta (vel- komumessa) og barnastarf kl. 14. Prestur er Pétur Þorsteinsson. Meðhjálpari er Petra Jóns- dóttir. Karlakórinn Stefnir leiðir sálmasöng og svör undir stjórn organistans, Árna Heiðars Karlssonar. Einnig mun krakkahópur úr Suð- urhlíðaskóla syngja undir stjórn Frode Jak- obsen. Nýskráðir félagar sérstaklega velkomnir. Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti öllum. Viðamikill viðurgerningur, rjómatertur og tröllas- úrubökur með svartbaunaseyðinu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður er Guðlaugur Gunnarsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. Ath. breyttan sam- komutíma. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Guðsþjónusta og kirkjureið kl. 14. Riðið frá hesthúsahverfum til Seljakirkju. Hall- dór Halldórsson, formaður reiðveganefndar Spretts, prédikar. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari. Brokkkórinn syngur við undirleik Magnúsar Kjartanssonar. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Í messunni verður þess minnst að 30 ár eru liðin frá því að Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslu- biskup var ráðin sem fyrsti sóknarprestur Sel- tjarnarnesprestakalls. Sr. Solveig Lára prédikar. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti er Glúmur Gylfason. Forsöngvari er Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. Orð dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16) Morgunblaðið/Kristinn Mosfellskirkja. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Veitingahús á HvolsvelliTil sölu Til sölu er veitingastaðurinn Gallery Pizza á Hvolsvelli. Fyrirtækið hefur verið rekið í 25 ár og nýtur vinsælda í héraði og meðal ferðamanna. Vetingastaðurinn sem er vel búinn tækjum, er rekinn í 214 fm húsnæði á góðum stað á Hvolsvelli, auk þess fylgir með einbýlishús, sem staðsett er við hliðina á veitingastaðnum. Mögulegt er að kaupa rekstur, tæki og húsnæði, eða að kaupa einungis rekstur og tæki og leigja húsnæðið. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Einbýlishús á HelluTil sölu Til sölu er 198,5 fm einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr við Heiðvang nr. 21, á Hellu. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1972. Það er múrað og málað að utanverðu og hluti þess hefur verið klæddur með timburklæðningu. Eignin telur, anddyri, gang, salerni, stofu, eldhús, þvottahús, herbergjagang, baðherbergi og fimm svefnherbergi. Undir hluta hússins er kjallari sem hefur verið innréttaður sem fjölskylduherbergi. Í húsinu eru vandaðar innréttingar úr hlyn og við það er stór verönd úr timbri með heitum potti. Húsið stendur við botnlangagötu á góðum útsýnisstað í Helluþorpi. Verð kr. 39.500.000,- Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu www.fannberg.is og á skrifstofu. Skipti mögulega á ódýrari eign. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.