Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 34
✝ SigursteinnGuðmundsson fæddist að Nýlendugötu 18 í Reykjavík 16. nóv- ember 1928. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Blönduósi 20. apríl 2016. Sigursteinn var fimmta barn for- eldra sinna, en þau voru Sigurlína Magnúsdóttir, f. 22.12. 1896, d. 13.3, 1976, frá Hnjóti í Örlygshöfn, og Guð- mundur Valdimar Elíasson, f. 9.11. 1894, d. 19.3. 1977, frá Lambavatni á Rauðasandi og eru af svokallaðri Kollsvík- urætt. Systkini Sigursteins: Guðrún Rakel, f. 20.6. 1922, Elí- as, f. 17.9. 1923, látinn, Magnús, f. 28.1. 1925, látinn, Hulda Re- bekka, f. 16.6. 1926, látin, Guðný Mikkelína, f. 2.8. 1930, Sigríður Ásta, f.13.9.1937, látin, Guð- mundur Hafþór, f. 24.6. 1943. Sigursteinn giftist 1950 Bri- gitte, fædd Leuschner, 27.1. 1926, d. 6.1. 1995, ættuð frá Königsberg í Þýskalandi. For- 20 ára var Kristín Ágústsdóttir, f. 28.6. 1940. Sigursteinn varð stúdent frá MR 1950 og Cand med. í júní 1958 frá HÍ. Almennt læknaleyfi í október 1959. Störf: Starfaði fyrst hjá Páli Kolka í eitt ár 1959 og síðan sem staðgengill héraðslæknis í eitt ár á Patreks- firði, 1960 til maí 1961. Aðstoð- arlæknir og framhaldsnám í kvensjúkdómum og fæðinga- hjálp á Universitäts Frau- enklinik í Kiel í Þýskalandi frá júlí 1961 til desember 1962. Tók þá við embætti héraðslæknis á Blönduósi í desember 1962. Kláraði svo námið hér heima við kvennadeild Landspítala Íslands og fékk sérfræðingsleyfi í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp í júlí 1988. Starfaði við Héraðs- hæli Austur- Húnvetninga allt til starfsloka, í janúar 1999, eða í hart nær 40 ár. Félags- og trúnaðarstörf: Formaður Læknafélags Norðvesturlands 1965-1967, 1969-1972 og 1977-1978. For- maður Krabbameinsfélags Aust- ur-Húnvavatnssýslu frá stofnun í nóvember 1968-1996. Í sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu 1966-1985. Lionsfélagi frá stofn- un og til dánardægurs. Sigursteinn verður jarðsung- inn frá Blönduóskirkju í dag, 7. maí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. eldrar hennar voru Erna Leuschner, f. Edel, f. 29. júní 1893, d. í apríl 1974, og Vilhelm Leuschner, f. 25.10. 1894, d. í septem- ber 1964. Brigitte breytti síðan nafni sínu í Brigitta Vil- helmsdóttir við ís- lenskan ríkisborg- arrétt. Börn Sigursteins og Birgittu: 1. Matthías L., f. 19.10. 1950, kvæntur Fanney Zophoníasdótt- ur, f. 15.3. 1953. Börn þeirra: Greta, f. 1.4. 1968, Brigitta, f. 2.7. 1971, og Guðmundur Freyr, f. 23.3. 1980. Eiga þau sex barnabörn. 2. Rósa Margrét, f. 20.6. 1955, gift Rúnari Þór Ingv- arssyni, f. 2.7. 1950. Börn þeirra: Perla, dóttir Rúnars, f. 22.7. 1972, Sigrún Eva, dóttir Rósu, f. 29.9. 1973, Katrín Lauf- ey, f. 30.6. 1977, og Sigursteinn Ingvar, f. 30.11. 1979. Eiga þau 15 barnabörn. 3. Guðmundur Elías, f. 18.11. 1957, d. 2.3. 1976, barnlaus. Sambýliskona Sigursteins til Nú ertu horfinn á braut, elsku faðir minn. Mamma og Gummi bróðir hafa örugglega tekið á móti þér. Margs er að minnast og margs er að sakna. Þú varst alltaf glað- ur, hlýr og kletturinn sem var alltaf til staðar þegar að reyndi á. Ógleymanlegar eru ferðirnar með þér í vitjanir. Við Gummi bróðir heitinn fengum stundum að koma með. Þá kenndir þú okk- ur heitin á bæjunum á leiðinni upp í sveit og á bakaleiðinni spurðir þú okkur um heiti þeirra til að vita hvort að við myndum nöfnin. Eitt sinn vorum við að aka fram hjá Kringlu og þú spurðir: „Hvað heitir þessi bær?“ Gummi var fljótur til og sagði: „Mmmm, Tvíbaka.“ Já og þá var mikið hlegið. Man líka þegar þú sagðir okkur skemmtilega frá þegar sveitasíminn var í algleymingi og þú varst læknir á Patró. Það var vonskuveður og mikil ófærð, er eitt sinn var hringt af bæ hinum megin við fjörðinn. Þá var ein með slæmt astmakast og pabbi sagði að Jóna á næsta bæ væri nýbúin að fá astmalyf og myndi örugglega lána henni lyf þar til hægt væri að komast til Patró og þá gall við í símanum: „Já, já, ekkert mál, hún getur komið til mín og ég redda þessu.“ Þannig var það í þá daga. Eins þegar að þú þurftir að fara á skíðum ásamt sýslumanni yfir á Tálknafjörð, þú að sinna lækningum og sýslumað- urinn lagalegu hliðinni. Eða þá fyrsti keisarinn, með prófessor- inn í símanum á öxlinni að leið- beina þér. Já, það var allt gert sem gera þurfti varðandi lækn- ingar á þeim tíma. Þú vitnaðir oft í dvölina á Patreksfirði. Þú varst mikill söngmaður. Spilaði á harmonikku og píanó, allt nótu- laust. Bara eftir eyranu. Oft tók- um við rimmur út af konum í Lions, þá gustaði í kringum okk- ur. Þitt hobbí var kvikmyndagerð og ljósmyndataka. Eftir þig ligg- ur gríðarmikið safn af myndum alveg frá tíma svart/hvítu mynd- anna. Heimildarmyndir úr hér- aðinu sem eru algjörir gimstein- ar. Elsku pabbi, ég mun sakna faðmlagsins og símhringinganna. En þú varst lánsamur með að hafa hana Kristinu, Stína mín, án hennar hefðir þú ekki getað verið svona lengi heima. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir það. Hvíl í friði, elsku pabbi, og Guð geymi þig. Þín dóttir, Rósa Margrét Sigursteinsdóttir. Frá er fallinn mikill höfðingi, Sigursteinn Guðmundsson, lækn- ir og brautryðjandi í heilbrigðis- málum á Norðurlandi. Einn af þessum mönnum sem var trúr og dyggur sinni köllun sem læknir, maður sem lengi verður minnst fyrir störf sín í heilbrigðismálum. Ég á margar góða minningar um ástkæran tengdaföður minn sem ég leit mikið upp til og tók til fyrirmyndar í mínu lífi og starfi. Hann var víðsýnn og hafði skoð- anir á ýmsum málum sem við ræddum gjarnan um þegar við hittumst og opnaði það minn þrönga haus til að horfa á lífið í víðara samhengi. Við ræddum mikið um orkumál og hafði hann mikinn áhuga á mínu starfi í orkugeiranum. Mikið var ég hissa þegar ég sá bílskúrinn hans í fyrsta skiptið, allt í röð og reglu og málverk á veggjunum og bílar hreinir og þrifalegir þar inni. Sagði hann gjarnan þegar hann kom í heimsókn til okkar núna síðustu árin að ég hefði nú eitthvað lært af sér því minn bíl- skúr er líka flísalagður og með málverk á veggjum eins og hjá honum. Á síðari árum þegar við Rósa vorum flutt frá Blönduósi og hann kom í heimsókn þótti hon- um gaman að fara með mér rúnt í Hafnarfjörðinn þar sem hann var alinn upp. Þar þekkti hann húsin með nafni og talaði um hverjir áttu heima í þessum húsum og hvað þeir gerðu. Gaman að hlusta á sögur frá því Rafha varð til og þegar verið var að virkja Lækinn í Hafnarfirði. Með honum veiddi ég minn fyrsta og eina lax í Blöndu, senni- lega verða þeir ekki fleiri. Við Rósa ferðuðumst með hon- um um Evrópu á stóra Chevrolet Classic drekanum og var það fróðlegt að ferðast um með fólki sem talaði reiprennandi þýsku og ensku og þekkti staði sem vert var að skoða. Ég lærði að drekka bjór með honum og var alltaf valið af krana því það var ekki til á Íslandi í þá daga. Ég fékk lítinn og hann stór- an. Það verður tómlegt að koma á Blönduós þegar þín nýtur ekki við lengur og enginn hringir þeg- ar við erum á leiðinni ofan af heið- inni eins og þú gerðir svo gjarnan til að vita hvenær við kæmum. Takk fyrir allt, kæri tengda- pabbi. Rúnar Þór Ingvarsson. Sigursteinn Guðmundsson læknir á Blönduósi er fallinn frá. Lífshlaup Sigursteins Guð- mundssonar læknis verður ekki rakið hér. Hann var föðurbróðir minn og nú sækja á nokkrar minningar um Sigurstein frænda. Samgangur var nokkur á milli bræðranna og þeirra fjölskyldna. Til er svart/hvít ljósmynd af föður mínum sem tekin var á Blönduósi af Sigursteini í þann mund sem sá fyrrnefndi ók af stað til Reykja- víkur eftir að hafa flutt Sigurstein og fjölskyldu til Blönduóss í byrj- un mars árið 1959 þegar hann tók til starfa á Blönduósi. Sagan segir að Volkswagen-bifreið Sigur- steins hafi meira og minna verið í togi yfir Holtavörðuheiðna vegna snjóþunga. Sigursteinn og Brigitte eigin- kona hans gistu oft hjá okkur í Reykjavík. Þá var ávallt nokkur eftirvænting ríkjandi, því bræð- urnir gátu setið við og rifjað upp sögur af mönnum og málefnum frá uppvextinum í Hafnarfirði, þannig að viðstaddir gátu ekki annað en smitast af hlátri þeirra og sagnagleði. Þeir bræður voru vinir en það var þeirra háttur að rökræða frekar en að faðmast. Sigursteinn var fróður sögumaður og það var skemmtilegt að hlusta á hann segja frá. Ég naut frændsemi hans og reglulega fékk ég að dvelja á heimili þeirra hjóna í páskafríum með börnum hans, Guðmundi og Rósu. Guðmundur kom stundum til okkar í skólafrí- um og tókst með okkur góð vin- átta, enda vorum við jafnaldrar. Guðmundur féll frá langt um ald- ur fram. Íbúð Sigursteins og Brigitte var fyrst um sinn hluti af sjúkra- húsinu á Blönduósi og var innan- gengt. Kom þá fyrir að við börnin laumuðumst í heimsóknir á elli- heimilið sem þá var í sömu bygg- ingu. Af þeim heimsóknum var auðvelt að sjá hversu vel látinn Sigursteinn var sem læknir. Þeir bræður, Sigursteinn og Magnús, áttu það til að ferðast saman um hálendið og fara í veiðiferðir. Foreldrar mínir fóru reglulega inn á hálendið á sumr- in. Sigursteinn hafði mikinn áhuga á kvikmyndagerð og ljós- myndun og öllu sem því tengdist. Hann var góður ljósmyndari og gerði mikið af því að kvikmynda. Hann lagði sig allan fram við þá iðju. Það var t.d. ekkert til- tökumál að láta frænda sinn, þá 14 ára, aka nokkrum sinnum yfir ár að Fjallabaki í þeim eina til- gangi að ná góðri kvikmynd af akstrinum. Á áttunda áratug þessarar ald- ar voru ekki allir vegir malbikaðir á milli Blönduóss og Reykjavíkur. Kom því fyrir að ökutæki Sigur- steins væru auri ausin þegar komið var til Reykjavíkur. Kom það gjarnan í minn hlut að þrífa bílana hans. Sigursteinn sýndi unglingnum fullt traust með því að afhenda lyklana og óska eftir þrifum. Ökutæki hans voru yfir- leitt ekki af verri endanum og verklaun voru góð. Sigursteinn var hlýr maður sem góð orka stafaði frá. Ég votta aðstandend- um hans mína dýpstu samúð. Magnús Haukur Magnússon. Látinn er nú á áttugasta og áttunda aldursári einn af þekkt- ari Blönduósingum seinni tíma, Sigursteinn Guðmundsson, fv. héraðslæknir okkar Austur-Hún- vetninga. Sigursteinn fær veit- ingu fyrir læknishéraðinu í árs- byrjun 1963. Var þá búinn að starfa hér nýútskrifaður kandí- dat með Páli Kolka um hríð. Sig- ursteinn er úti í í Kíel í Þýska- landi í miðju framhaldsnámi er hann fær fregnir af því að héraðið sé laust. Hann er hvattur til að sækja um. Björg Kolka læknisfrú lét svo um mælt er hún vissi að Sigursteinn hefði sótt um. „Ég hef heitið á Blönduóskirkju, að þú fáir héraðið og hingað til hefur Blönduóskirkja aldrei svikið mig.“ Þarna var stigið mikið gæfuspor í þágu okkar Húnvetn- inga. Það hefur áreiðanlega verið mikil áskorun fyrir hinn unga og velmenntaða lækni að taka við læknisstarfi í stóru og að mörgu leyti erfiðu héraði sem Austur- Húnavatnssýslan var. En héraðsbúar tóku litlu lækn- isfjölskyldunni mjög vel og brátt var Sigursteinn kominn á kaf í ýmisskonar félagsstörf meðfram erfiðu læknisstarfi. Hann tekur fljótlega sæti í sýslunefnd og sit- ur þar um áratuga skeið. For- maður nefndar í byggingu íbúða fyrir aldraða. Frumkvöðull að byggingu nýrrar álmu við Hér- aðshælið. Formaður Krabba- meinsfélags Austur-Húnavatns- sýslu, alls um tuttugu ára skeið. Félagi í Lionsklúbbi Blönduóss fljótlega eftir stofnun hans til dauðadags. Félagi í sönghópi Lionsfélaga er kallaði sig Lions sextettinn, undir stjórn Jónasar Tryggvasonar. Sigursteinn hafði góða söngrödd og hafði mikið yndi af söng og góðri hljómlist. Hann var félagi í Kór eldri borg- ara meðan hann starfaði og þótti slæmt er hann hætti. Eitt enn vil ég nefna sem Sig- ursteinn bar mjög fyrir brjósti og var hans hjartans áhugamál. Hann hafði forgöngu með að gera örlítinn golfvöll við endann á Flúðabakkanum meðfram Svín- vetningabrautinni og lét sér annt um hann alla tíð. Enn eitt áhuga- mál Sigursteins var ljósmyndun. Hann tók í gegnum tíðina óhemj- umagn ljósmynda af fólki og við- burðum í héraðinu. Ég hef í þessari stuttu grein drepið á örfá atriði í lífi og starfi Sigursteins læknis. Hann var mjög ljúfur maður í allri fram- komu. Einstök snyrtimennska og kurteisi var honum í blóð borin. Sem læknir var hann afar vin- sæll og vel metinn. Þó slapp hann ekki við stór áföll í lífinu. Konu sína, Birgittu, missti hann fyrir aldur fram. Sonur þeirra fórst 18 ára með m/b Hafrúnu frá Eyrar- bakka. Sambýliskona Sigursteins um 20 ára skeið, Kristín Ágústsdótt- ir, annaðist hann einstaklega vel þegar heilsunni fór að hraka. Húnvetningar kveðja nú sinn Sigursteinn Guðmundsson 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Snævar Jón Andrésson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, systur, mágkonu, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERVARAR JÓNASDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. Guð geymi ykkur öll. . Helgi Ágústsson, Jónas R. Helgason, Unnur Árnadóttir, Guðmundur B. Helgason, Helga Jóna Benediktsdóttir, Helgi Gunnar Helgason, Fríða Ingibjörg Pálsdóttir, Oddfríður S. Helgadóttir, Hjalti Daníelsson, Hallgrímur Jónasson, Guðbjörg Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA HRÓLFSDÓTTIR, Víghólastíg 10, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 9. maí kl. 15. . Helgi Jóhannesson, Edda Rósa Helgadóttir, Heiðveig Helgadóttir, Tómas Ragnarsson, Helgi Viðar Helgason, Marion Walser, Sigurður Helgason, Heidi Greenfield, Smári Helgason, Helinda Loh Akbar, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri SIGURÐUR SIGFÚSSON, Skarðsbraut 15, Akranesi, andaðist á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, mánudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 10. maí kl. 13. . Sigríður Sigurðardóttir, Björn B. Þórhallsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurður Stefánsson, Halldór Sigurðsson, Ása Helgadóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hinrik Gunnarsson, Lóa Sigurðardóttir, Þórey Þórðardóttir og afabörn. Elskulegur eiginmaður minn, ÓLI JAKOB HJÁLMARSSON svæfingalæknir, lést á Landspítalanum 20. apríl 2016. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, . Ása Margrét Ásgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.