Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 ✝ Ólafur Jóhann-es Friðriksson, sjómaður og vöru- bílstjóri, fæddist á Hólmavík 2. apríl 1962. Hann lést í sjóslysi 25. apríl 2016. Foreldrar hans eru Friðrik Arthúr Guðmundsson, f. 6. desember 1933, og Bjarnveig Jóhanns- dóttir, f. 18. febrúar 1942, d. 17. nóvember 1982. Ólafur var næstelstur sjö systkina. Systkini hans eru Guðmundur, f. 26. nóvember 1960, Sigurður Kristinn, f. 13. júlí 1964, Röfn, f. 2. desember 1965, Fjóla Stefanía, f. 20. febr- úar 1968, Vala, f. 4. apríl 1969, rún Ingadóttir, f. 30. júní 1992. 4) Jón Arnar, fæddur 8. októ- ber 1992. 5) Arna Margrét, f. 21. maí 1994, sambýlismaður hennar er Júlíus Gestsson, f. 9. september 1994. Dóttir þeirra er Lára Eir, f. 14. september 2014, einnig eiga þau von á öðru barni í júlí næstkomandi. Ólafur ólst upp með foreldr- um og systkinum á Hólmavík. Eftir grunnskóla stundaði hann nám við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Ólafur hóf byggingu íbúðarhússins að Kópnesbraut 25 á Hólmavík með konu sinni árið 1985 og bjó þar upp frá því. Ólafur starfaði um tíma hjá Vélsmiðjunni Vík á Hólma- vík, en síðan tók sjómennskan við. Hann var á frystitogar- anum Hólmadrangi ST-77 á ár- unum 1983-1990 en upp frá því hjá Sæfari ehf. Ólafur rak vörubifreið á sumrin síðastliðin ár. Útför Ólafs fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 7. maí 2016, klukkan 14. og Rut, f. 11. októ- ber 1978. Eftirlifandi kona Ólafs er Lára Jóns- dóttir, fædd 27. október 1964. For- eldrar hennar eru Jón Kristinsson, f. 17. júní 1942, kona hans er Finnfríður Pétursdóttir, f. 15. mars 1942, og Au- rora Cody, fædd 2. júlí 1942. Börn Ólafs og Láru eru: 1) Örvar, f. 10. júlí 1984, sonur hans er Guðlaugur Aron, f. 20. október 2015. 2) Unnur Eva, f. 9. febrúar 1989, sam- býlismaður hennar er Sölvi Þór Baldursson, f. 1. september 1982. 3) Bjarnveig, f. 7. janúar 1991, unnusta hennar er Guð- Elsku Óli minn. aðkoman var hrikaleg englar himins flykktust að englar himins grétu í dag allt var brotið, hljótt og kyrrt veröldin sem viti firrt englar himins grétu í dag sorgin bjó sig heiman að allt var kyrrt og allt var hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag, í dag allt var kyrrt og allt var hljótt öllu lokið furðu fljótt englar himins grétu í dag, í dag (KK) Lára. Elsku besti pabbi minn. Tekinn frá okkur allt of ungur. Það óma ennþá í mér orðin „nei mamma, nei mamma, nei mamma“ þegar hún hringdi í Veigu systur með fréttirnar af þér. Það eru ekki orðin sem trufla mig heldur tónninn í röddinni hennar, svo stoppaði tíminn. Allt virtist glatað og ónýtt. Hérna ætla ég ekki að kafa í neinar til- finningar enda hefur það aldrei verið okkar stíll. Ég vil frekar þakka þér fyrir að hafa verið þú. Fyndinn, skemmtilegur, stríðinn og jafnvígur í eldhúsinu sem og í bílskúrnum. Þú varst hjálpsamur og vingjarnlegur og eru það kost- ir sem eru ekki sjálfgefnir. Hver annar en þú myndi eyða heilu kvöldi í að gera við snjósleða hjá kærasta systur sinnar eftir að sami aðili keyrði á glænýja bílinn hjá afa. Þetta voru þeirra fyrstu kynni. Ég gæti haldið endalaust áfram. Takk fyrir að kenna mér allt sem þú kenndir og sýna mér þolinmæðina til að læra sjálfur. Ég mun ávallt líta upp til þín. Full kirkja í lítilli kyrrðarstund af grátandi fólki segir ýmislegt um þann mann sem þú hafðir að geyma, þú varst vinur allra. Leið- inlegast finnst mér að sonur minn, litla frænka mín og litla ófædda krílið fái ekki að kynnast þér því þú varst frábær afi. Ég veit að amma tók vel á móti þér og þið hafið það gott. Við vitum öll að þú hefðir ekki viljað þetta umstang í kringum jarðarförina, grínaðist með að vilja bara láta bara setja þig í poka og henda þér í sjóinn þegar þar að kæmi en öll héldum við að það yrði eftir fimmtíu ár hið minnsta, en fyrst svona fór þá viljum við vanda til verks enda er þetta meira fyrir okkur en þig. Við höfum setið mörg kvöldin frá þessum örlaga- ríka degi við að undirbúa jarð- arför og hlegið og grátið til skipt- ist að rifja upp sögur. Ofboðslega finnst mér erfitt að sjá fjölskyld- una mína svona sorgmædda og auma. Mikið ofboðslega er ég feginn og stoltur af því að þú varst svo harður að halda þér á floti með steininn flæktan um fótinn og mikið ofboðslega er ég stoltur af Sigga frænda að vera svona klók- ur og hraustur að koma þér einn síns liðs aftur um borð. Það hefði verið margfalt verra ef þú hefðir týnst í hafið. Ég mun ávallt muna eftir þér og elska þig. Þinn sonur, Örvar. Elsku pabbi minn. Þetta var hræðilegt slys og ég mun aldrei gleyma þessum degi. Þó svo að þetta hafi endað svona þá er Siggi frændi hetjan mín að hafa komið þér um borð og við fengið að jarðsetja þig í dag. Þú varst ekki bara pabbi minn held- ur líka besti vinur minn. Þú varst svo fyndinn, skemmtilegur og stríðinn. Þegar við Sölvi byrjuðum sam- an þá fannst þér gaman að henda í mig Bændablaðinu, það var mik- ið grín. Þú hafðir mjög gaman af elda- mennsku en þér þótti gott þegar ég bauðst til þess að elda fyrir okkur. Þú gast setið fyrir framan fréttirnar í kannski tíu mínútur og svo varstu kominn inn í eldhús til mín að skipta þér af og leið- beina mér, það var gaman. Það er svo tómlegt hérna heima án þín. Ég elska þig. Þín dóttir, Unnur Eva. Elsku pabbi. Þú varst tekinn frá okkur allt of snemma. Þegar okkur var sagt að þú værir dáinn var eins og tím- inn hefði stoppað. Dagarnir eftir andlát þitt liðu eins og klukku- tími og hver klukkutími leið eins og heill dagur. Þetta er svo óraunverulegt. Þú varst svo yndislegur, frá- bær pabbi og vinur. Ég gat alltaf treyst á þig og þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Ég á svo ótrú- lega margar góðar minningar um þig og er svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ein af mínum uppáhaldsminn- ingum um þig var þegar við vor- um kannski búin að fá okkur smá í glas. Þú sagðir að þér þætti svo vænt um mig. Svo dróstu lítinn ventil upp úr vasanum og gafst mér af því þú elskaðir mig svo mikið. Þú varst svo heimakær og það var alltaf svo gott að koma heim í frí. Hvort sem það var að kúra upp í sófa með þér, hjálpa þér að elda eða fara í göngutúra, þá fór ég alltaf endurnærð frá Hólma- vík. Mér þykir ótrúlega vænt um veturinn sem við vorum tvö heima. Þú vildir ekkert að ég væri að þvælast til annarra landa, vildir helst bara hafa mig heima. Þá fann ég hvað samband okkar var gott. Þú studdir mig samt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú spurðir mig oft: „Hvernig gengur í skólanum, B.“ Og sú setning ómar í höfðinu á mér nú þegar ég legg lokahönd á ritgerðina mína. Þegar ég kynntist Guðrúnu minni kom það mörgum á óvart að ég hafði eignast kærustu. Þú settir það aldrei fyrir þig og varst henni afar góður. Ég elska þig pabbi, þín er og verður sárt saknað. Þú ert besti pabbi í heimi. Þín dóttir, Bjarnveig. Elsku pabbi minn, tengda- pabbi og afi. Við vorum nýkomin heim til Akureyrar eftir fimm daga dekur hjá ykkur á Hólma- vík þegar ég fæ símtal frá mömmu um að þú hefðir dáið. Ég pakkaði í töskur þolinmóð og ró- leg, ég beið eftir því að mamma myndi hringja aftur og segja að þetta hefði verið hræðilegur mis- skilningur og þú værir á lífi. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur og finnst eins og ég eigi alltaf von á þér heim. Við, litla fjölskyldan, vorum búin að ákveða það að flytja til ykkar mömmu í rúmt ár. Þú varst orð- inn rosalega spenntur bæði fyrir flutningum og litla júlíkrílinu. Þú varst yndislegur pabbi og æðis- legur afi. Ég man alltaf eftir því þegar við vorum heima um páskana. Þú varst orðinn óþolin- móður eftir að Lára Eir myndi vakna úr daglúrnum og ég segi við þig að bíða rólegur og leyfa henni að sofa til þrjú. En þú ferð út, setur höfuðið inn í vagninn og bíður eftir að hún vakni svo ferðu inn og bíður við gluggann. Svo loksins þegar hún gefur frá sér hljóð hleypur þú út og kallar „ hún er vöknuð, hún er vöknuð“ og tekur hana inn. Elsku pabbi, við söknum þín og litla afastelpan þín spjallar við myndir af þér og leitar að þér út um allt hús og skilur ekkert í því hvar þú ert. Elskum þig, Arna Margrét, Júlíus og Lára Eir. Elsku Óli. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Óli okkar. Við biðjum góðan Guð og alla góða vætti að vaka yfir og styrkja Láru þína og börnin ykkar. Hvíldu í friði. Ástarkveðja, þín systir, Rut, Jóhannes og börn. Ólafur Jóhannes Friðriksson „Komdu sæl, þetta er Heba, hvað segirðu gott, elskan mín.“ Með þessum orðum heilsaði hún frænka mín mér alltaf, hinum megin á línunni. Með sinni skýru og hljómþýðu rödd. Það teygðist stundum á sam- tölunum því umræðuefnið var ærið. Að fá fréttir af börnunum mínum og barnabörnum var efst á baugi, enda Hebba mín forvitin um hagi fólksins síns, fjölskyldunnar allrar, vildi vita hvað hennar fólk var að „be- driva“. Hebba frænka, ég hafði sér- stakt leyfi til að kalla hana Hebbu, var á unglingsaldri þegar ég fæddist og því aldurs- munurinn nokkur en einhvern veginn var það þó svo að á milli okkar var ekkert kynslóðabil. Allt frá því ég fluttist með henni, Helga og strákunum, Jonna, Bóba og Helga Gunnari, til Englands, á fyrsta „póst“ þeirra hjóna, ég þá 17 ára göm- ul, var samband okkar eins og bestu vinkvenna. Það var mitt lán og þá lífsreynslu þakka ég frænku minni af heilum hug. Tíminn með Hebbu, Helga og strákunum í London mun aldr- ei gleymast, þar bundumst við öll tryggðaböndum og vinskap sem varað hefur alla tíð. Hún frænka mín var glæsi- leg kona, hvort heldur í bú- staðnum á Iðu eða Bessastöð- um með tignarfólki, eða í störfum sínum sem sendi- herrafrú eða amma í feluleik. Alltaf svo fallega klædd, vel snyrt, smekkleg, smart, klár og kímin og ótrúlega skemmtileg, hrókur alls fagnaðar. Það hefur komið sér vel fyrir litlu frænku að eiga Hebbu að þegar að- stæður kröfðust síðra kjóla og tilheyrandi. „Æi, komdu og kíktu í skáp- inn … þú velur þér einhvern klæðilegan“. Hún vildi líka tryggja að frænka litla væri smart í tauinu. Hafðu hjartans þökk, elsku góða, ljúfa, fallega frænka mín, fyrir allt. Það er svo ótal margt sem ég hef þér að þakka, það er líka svo ótal margt sem við áttum eftir að tala um. Þú kvaddir snögglega, öllum að óvörum, kannski var það svolítið í þínum anda. En allt of fljótt. Ég mun halda minningu þinni á lofti, minningu um ógleymanlega konu, sem svo sannarlega setti mark sitt á líf mitt og störf. Og kenndi mér svo margt og mikið um lífsins gátu. „Bless, elskan mín, guð geymi þig og ég bið að heilsa,“ sagðir þú ætíð þegar þú kvadd- ir mig. Nú eru þetta kveðjuorð- in mín til þín. Hafðu þökk fyrir dásamlega samfylgd. Helga, Jonna, Bóba, Helga Gunnari, Oddu, Katrínu Tönju og fjölskyldum ykkar bið ég blessunar og þess að þið öðlist styrk og æðruleysi í sorg og söknuði. Blessuð sé minning Hebbu frænku. Jóna Dóra. Með sárum trega kveðjum við kæra vinkonu, Hebu, sem svo óvænt er horfin á braut. Kynni okkar hófust þegar hún varð sendiherrafrú í Lond- on árið 1989. Er ekki að orð- lengja það að frá fyrsta degi var eins og hún hefði verið Hervör Jónasdóttir ✝ Hervör Jón-asdóttir fædd- ist 18. september 1943. Hún lést 15. apríl 2016. Hervör var jarðsungin 26. apríl 2016. hluti af fjölskyldu okkar um langan aldur. Alltumvefj- andi hlýja hennar, umhyggja og glað- værð snart hjörtu okkar með þeim hætti. Þessa við- móts hennar og þeirra hjóna beggja, svo sam- valin sem þau voru í þessum efnum eins og öðrum, naut samfélag Íslendinga í London í ríkum mæli. Á þeim árum, fyrir internet, var það ákaflega samheldið og ótrúlega einangrað, finnst okk- ur í dag, frá vinum og ætt- mennum heima á Fróni. Það var því ekki lítils virði að fá þessi glæsilegu hjón til að leiða hópinn og til forsvars fyrir land og þjóð. Gestrisni þeirra, fé- lagslyndi og góðvild var ann- áluð og setti mark á samfélag okkar Íslendinganna. Fyrir það allt eiga margir mikið að þakka. Þrátt fyrir það að oft væri vík á milli vina rofnaði aldrei sambandið við Hebu og Helga. Oft buðu þau til samfélags í sumarbústaðnum við Iðu þegar svo bar við að við værum öll á landinu. Þar var þjónustu sendiráðsprestsins óskað við skírnir og brúðkaup og þaðan var gengið til veiða þegar svo bar undir. Og eftir að við hjón- in fluttum heim til Hóla voru þau Heba og Helgi gestir okkar og þó miklu sjaldnar en við hefðum óskað. Af öllum þessum samskiptum okkar við þau heiðurshjón eigum við einstak- lega ljúfar og dýrmætar minn- ingar. Með Hebu er gengin einstök heiðurskona. Það voru forrétt- indi að fá að eiga hana að vini. Blessuð sé minning Her- varar Jónasdóttur og blessuð séu þau öll sem hún unni. Margrét og Jón Aðalsteinn. „Hamingjan er takmark mannlegrar tilveru og tilgang- ur lífsins“. Þessi orð eru eignuð Sókratesi og enn í fullu gildi, tímalaus og óumbreytanleg. Orð Sókratesar um hamingj- una koma mér í hug þegar ég kveð eftirminnilega samferða- konu, Hervöru Jónasdóttur, Hebu, konu sem við kveðjum nú með miklum söknuði. Sam- ferð okkar er lokið og fundirnir verða ekki fleiri, en eftir standa spor hennar og lengi lifir minn- ing um konu sem skipti máli, konu sem bar hróður lands síns í öllum þeim löndum þar sem hún bjó og starfaði við hlið eig- inmanns síns, Helga Ágústs- sonar, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóra. Hún bar sig með reisn, var fagmaður fram í fingurgómana, hugði að verkum sínum og umvafði fjöl- skyldu sína kærleika. Það sem einkenndi hana voru sterk lífs- gildi sem markaði lífsstefnuna eins og hún hefði áttavita sem aldrei brást. Tengsl þessa áttavita við kristna trú urðu mér ljós kvöld eitt þegar hún bað mig um að halda ræðu hjá Hvítabandinu. Sjálf var hún þar í forystu, setti fund, stjórnaði honum og flutti glæsilega ræðu. Þar birt- ist hún í hlutverki leiðtoga og stjórnanda. Hún geislaði af formfestu, skapfestu og einlægri trú. Þar lá grunnurinn að lífi hennar og lífsgildum. Lykillinn að því hve vel hún ræktaði garðinn sinn og gætti að eigin orðspori og landsins síns. Það var sterk og ógleymanleg upplifun að sjá hvernig þetta tengdist hinni síglöðu Hebu, því gleðin og hamingjan eru ekkert yfirborð, útgeislunin var í samræmi við það sem líf hennar byggðist á. Í hverju felst hamingjan? Er sá maður ekki hamingjusamur sem finnur tilgang með lífi sínu, upplifir að hann tilheyri heild, nýtur náinna tengsla við þá sem honum þykir vænt um, lifir í góðri sátt og kann þá list að samgleðjast öðrum? Ætli þeir sem gerst þekkja myndu ekki samþykkja að þetta var vegarnesti Hebu á lífsleiðinni, alltof stuttri lífsleið, því hún hafði verk að vinna og fram- tíðin virtist blasa við henni og fleiri afkomendur biðu hennar, mömmunnar og ömmunnar og ástkæru eiginkonunnar sem átti óþrjótandi kærleika og stóran ættgarð sem þarfnaðist nærveru hennar og gjafa. En þó kærleikurinn væri óþrjót- andi er lífið ekki endalaust og skjótt skipast veður í lofti. Æviskeið Hebu er á enda runnið. Við sjáum hana ekki framar laða til sín fólk í stórum sölum þar sem margir eru saman komnir og allir hafa fundið fyr- ir nærveru hennar. Á hennar fund komum við ekki framar, njótum ekki þess lengur að smitast af því jákvæða and- rúmslofti sem fylgdi henni, vera á góðra vina fundi. Röddin hennar lifir innra með okkur, en hún er hljóðnuð. Langri samferð er lokið. Samferð sem hófst á Aragöt- unni fyrir fimmtíu árum, stóð í London þegar þau Helgi bjuggu á Makepeace Avenue í miðju þorskastríðinu, hlykkjað- ist svo í gegnum áratuga sam- ferð í utanríkisþjónustunni og eftir það á ógleymanlegum kvöldum, löngu símtali um jólin og tilhlökkun um næsta fund. Við Kjartan vottum Helga Ágústssyni og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Sigríður Ásdís Snævarr og Kjartan Gunnarsson. Góð kona er gengin. Við kynntumst Hervöru Jónasdótt- ur, Hebu, þegar örlögin höguðu því þannig að við héldum til starfa í Washington D.C. sum- arið 2004, þar sem Jóhanna starfaði tímabundið í sendiráði Íslands. Á þessum tíma voru Helgi og Heba sendiherrahjón Íslands í Bandaríkjunum. Það er okkur ógleymanlegt hvað Helgi og Heba tóku okkur vel. Á þessum tíma voru þau hokin af reynslu vegna starfa sinna fyrir land og þjóð nær allan sinn starfsaldur, bæði innan lands og utan, en við vor- um hins vegar að stíga okkar fyrstu skref. Helgi og Heba hefðu hæg- lega getað verið foreldrar okk- ar en aldrei fundum við fyrir kynslóðamun – nema einna helst að við vorum ekki fædd eða mjög gömul þegar þorska- stríðið var í hámæli, sem þau voru í návígi við. Við gátum rætt löngum stundum um Churchill og góða tónlist. Og svo voru þau óspör á að miðla af reynslu sinni – og það var svo gaman að vera með þeim. Heba var glæsileg og klár kona með báða fætur á jörð- inni. Hún lagði ávallt gott til málanna, gekk í þau verk sem þurfti og sómdi sér vel hvar sem var. Hún var glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis. Það var ómet- anlegt fyrir okkur unga fólkið að fylgjast með henni, hvort sem það var í boðum með ís- lenskum og erlendum ráða- mönnum, ferðamönnum á leið til Íslands, kynningu á íslenskri menningu erlendis, eða í hvaða samhengi sem var. Alls staðar var hún á heimavelli, glæsileg- ur fulltrúi, jákvæð og geislandi. Helgi og Heba voru samhent og glæsileg hjón, með lífsgildin á hreinu og góðan húmor, og svo ánægð hvort með annað. Þau voru flott teymi og það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.