Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Snúðu ekki upp á þig þótt aðrir hlaupi ekki upp til handa og fóta til þess að uppfylla óskir þínar. Leystu orku þína úr læð- ingi. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Líklega færðu óvæntar fréttir sem tengjast ættmenni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Settu það í forgang að verða öðr- um að liði því það gefur þér mikið. Hvað varð um líkamsræktaráformin? Taktu þér tak og skelltu þér a.m.k. í góðan göngutúr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allt sem tengist rómantík, ástaræv- intýrum, íþróttaiðkun, börnum, leiklist, partí- um og listum heillar þig mest nú um stundir. Leggðu deilumál til hliðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er stundum erfitt að horfast í augu við staðreyndir en hjá því verður samt ekki komist. Mundu að þú munt ekki muna eftir mánuð hvaða áhyggjur þú hefur í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er allt í lagi að baða sig í vel- gengninni en gleymdu því ekki að þú varst ekki ein/n að verki. Taktu þér tíma til að reyna að leysa gömul vandamál eða finna nýjar leiðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það þykjast allir vita betur en þú og þér finnst einhvern veginn eins og þú vitir ekki, til hvaða ráða þú eigir að taka. Allir vilja kynnast þér betur og eyða tíma með þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Horfur á rómantíska sviðinu eru góðar á næstunni. Byrjaðu á því að tala ein- ungis vel um sjálfa/n þig, hættu öllu niður- rifi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er vandratað meðalhófið og þú verður að hafa þig alla/n við svo þér verði ekki fótaskortur á tungunni. Fólk tekur betur eftir þér núna en áður. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samræður við maka þinn skipta óvenju miklu máli þessa dagana. Nafnlaus gjöf eykur á þroska þinn sem manneskju. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fjölskyldan er hornsteinninn hvort heldur er í gleði eða sorg. Vinir þínir geta einnig komið þér skemmtilega á óvart. Forðastu manneskju sem tekur frá þér orku með neikvæðni sinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikill hamagangur í kringum þig. Þú ert hvunndagshetja, hvorki meira né minna. Reyndu að sjá alltaf hið besta í öllum. Ekki reyna að þóknast öllum, það fer illa að lokum. Síðasta gáta – „í léttari kant-inum“ – var sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Biskups sess er sæti það. Sést þar tróna presturinn. Dómari upp þar dóminn kvað. Dormar þar lærifaðirinn. Helgi Seljan svarar: Af biskupsstóli Agnes blessar lýð og blessun predikar nú klerkastóð Í dómstólunum háð er heilagt stríð og höfgi í stólnum kennarans er góð. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Barin fer á biskupsstól. Bæn ver predikunarstól. Dómstóll gerir dæmdan foj. Danskennari í LazyBoy. Árni Blöndal leysir gátuna þannig: Sé ég helgan Hólastól. Séra Halla er presturinn. Dæmdur maður sá ei sól. Sofnaður er kennarinn. Helgi R. Einarsson svarar: Glóran hún er söm við sig, í sinnisleysi rólar. Samt þetta eru, minnir mig, mismunandi stólar. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Á biskupsstól er biskupinn. Birtist klerkur í ræðustól. Í dómstól er jafnan dómarinn. Dottar í stólnum kennarinn. Og bætir við limru: Á þingi þau garga og góla, á glóru þar sést ekki bóla, stjórnin er völt staurblind og hölt, en stólað við getum á Óla. Og sem endranær „svifaði gátu“ til Guðmundar og verður svar að berast eigi síðar en á miðvikudags- kvöld: Lítillátur er hann eigi. Enginn sigrar kappa þann. Sleginn er á einum degi. Er í Vatnsmýrinni hann. Limra Guðmundar, sem fylgdi síðustu gátu, brenglaðist. Rétt er hún svona: Til forsetans flýtti sér Mundi sá fagnaði Gunnlaugs kundi en neikvætt gaf ans við erindi hans. Í styttingi sleit þeirra fundi. Og þannig fór það. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn er setið á rökstólum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÞURFTI AÐ GRAFA HANN ALLAN MEÐ BERUM HÖNDUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú hefur ekki breyst neitt. Hö g g vi ð -e ft ir -n úm er um ÉG ELSKA ÞIG, RÍKHARÐUR! HVER ER „RÍKHARÐUR?“ ÉG MEINA „RÚTUR“ BARA EKKI GLEYMA AÐ GEFA KETTINUM, KONA ÉG ER MEÐ HRÆÐILEGAN HAUSVERK! ÞEGAR ÉG FÆ HAUSVERK, KYSSIR FALLEGA KONAN MÍN MIG OG FAÐMAR ÞAR TIL ÉG GLEYMI HONUM ALVEG! ER HÚN HEIMA VIÐ NÚNA? Hvað eiga heimsókn til tannlæknisog hin árlega ástandsskoðun bílsins sameiginlegt? Jú, kvíðahnútur hreiðrar um sig í kviðarholi Víkverja. Hann óttast allt- af það versta, að tennur hans séu all- ar skemmdar sem kalli á tannlækna- kostnað upp á mörg hundruð þúsund. Skemmdirnar gætu orðið svo miklar að þær þýddu að hann þyrfti að skjögra út með tvo gervigóma. Full- komlega órökréttar hugsanir og ekki í tengslum við neinn veruleika. x x x Það sama á við um skoðun bílsins.Víkverji óttast að kveðinn verði upp dauðadómur yfir þessari elsku. Dómararnir yrðu þá einstaklega ná- kæmir og samviskusamir skoðunar- menn íklæddir samfestingum, vopn- aðir möppu og penna. Í þessu samhengi má ekki gleyma aldri græna skrjóðsins. Ef bíll Vík- verja væri maður, þá væri hann að sjálfsögðu grænn á litinn og kominn með æfingaakstur. x x x Víkverji veit að þessar hugsanirsem dynja á honum eru al- gjörlega úr lausu lofti gripnar. Ástæðan er sú að hann hefur um æv- ina blessunarlega fengið eina litla skemmd. Og tannlæknirinn hrósar honum í hvert skipti. Án gríns. Víkverja grun- ar reyndar að tannlæknirinn segi þetta við alla sem setjast í stólinn hjá honum. Þessi flinki maður hefur ein- stakt lag á að láta fólki líða vel. Meira að segja þegar Víkverji gerðist sekur um að „skrópa“ til tannlæknis í ein- hver ár. Annars verður Víkverji að koma því að að þessi einstaki tannlæknir hlýtur að vera með einhvern sér- samning við náttúruöflin því hann yngist með hverju árinu. x x x Hrós vikunnar fær hjólabúðin Örn-inn. Víkverji þurfti að kaupa ljós á hjólið svo hann sé nú öruggur í um- ferðinni. Starfsmaður sýndi Víkverja ljósin samviskusamlega. Eitthvað ruglaðist hann á verðinu sem hann gaf upp því ljósið reyndist dýrara þegar það var skannað inn. Það var lítið mál og skellti starfsmaður því af- slætti á ljósið. Fyrirmyndarvinnu- brögð. víkverji@mbl.is Víkverji Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4.13) NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 09. maí 13. maí gefurMorgunblaðið út sérblaðið HEIMILI & HÖNNUN • Innlit á heimili • Viðtöl við hönnuði og arkitekta. • Heitustu trendin á heimilinu 2016 • Hvernig á að skipuleggja lítil rými • Mottur /teppi og parket. • Eldhústískan 2016. • Smekkleg baðherbergi. • Gluggatjöld sem prýða rýmið. • Barnaherbergið. • Málning, litir og veggfóður. • Ásamt fullt af öðru spennandi efni um heimili, hönnun og lífsstíl –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.