Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Söfn • Setur • Sýningar 8. maí kl. 14: Ókeypis sunnudagsleiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Vinnandi fólk - ASÍ 100 ára í Myndasal Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1-11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015-11.9. 2016 Leiðsagnir á ensku alla föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið dagl. kl. 11-17, lokað mánud. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016 Leiðsögn með sýningarstjóranum Birgittu Spur, sunnudaginn 8. maí kl. 15. Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17. Verið velkomin Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listadagar barna til 8. maí Sýning á verkum belgísku myndlist- arkonunnar Berlinde de Bruyckere í Listasafni Íslands verður opnunar- sýning Listahátíðar í Reykjavík í ár. Sýningin verður opnuð kl. 15 laug- ardaginn 21. maí. Samdægurs og næstu tvær vikur á eftir verða síðan opnaðar margar aðrar sýningar myndlistarmanna og hönnuða undir hatti Listahátíðar. Ferill Bruyckere spannar um 30 ár en hún vakti fyrst alþjóðlega at- hygli í kjölfar Feneyjatvíæringsins árið 2003, þar sem verk hennar voru sýnd í ítalska skálanum. Hinar kraftmiklu og afmynduðu fígúrur Berlinde, mennskar eða af hrossa- kyni, úr feldi dýra, vaxi eða hári, vekja verðskuldaða athygli. Heysáta, nágrannar, Djúpið … Fleiri myndlistarsýningar verða opnaðar í miðborginni sama dag. Sýning Gabríelu Friðriksdóttur, Innra líf heysátu, verður í Gallery GAMMA við Garðastræti. Gabríela birtir gestum þar innra líf heysátna með teikningum, skúlptúrum og lif- andi teiknimynd. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu verður sýningin Hverfandi menning – Djúpið, með ljósmyndum Þorvalds Arnar Kristmundssonar en þær veita innsýn í hverfandi menningu og samfélag í Ísafjarðardjúpi. Í Tveimur hröfnum listhúsi við Baldursgötu verður sýningin Mósa- ík með verkum Steinunnar Þór- arinsdóttur og þá opnar í Lístasafni ASÍ sýningin Við vorum einu sinni nágrannar, með verkum Hreins Friðfinnssonar og bandaríska ab- straktmálarans Johns Zurier en hann hefur starfað talsvert að list sinni hér á landi. Í Berg Contempor- ary, við Klapparstíg, verður sýning Huldu Stefánsdóttur, Færsla. Sýning á verkum Söru Björns- dóttur, Flâneur, verður opnuð í Gerðarsafni 27. maí. Í Lækninga- minjasafninu á Seltjarnarnesi opnar innsetning hönnuðarins 3. júní og þá eru ýmsir aðrir myndlistarviðburðir á dagskrá Listahátíðar. Hljómalindarreitnum verður um- breytt til tveggja ára með verkefn- inu Húsgafl og port og í Norræna húsinu verða ýmsir viðburðir í tengslum við sýninguna The Weath- er Diaries sem nú stendur þar yfir. Fígurur Eitt af verkum belgísku listarkonunnar Berlinde de Bruyckere en sýning á þeim verður í Listasafni Íslands. Í verkum Bruyckere birtast iðulega afmyndaðar fígúrur, mennskar eða af hrossakyni, úr feldi dýra, vaxi eða hári. Verk Bruyckere á opnunarsýningunni Málverk Sýning á málverkum Huldu Stefánsdóttur í Berg Contemporary kallast Færsla. Sýningin fjallar um bergmál af eða ummerki um hið liðna. Heysáta Í Gallerí Gamma setur Gabríela Friðríksdóttir upp sýninguna Innra líf heysátu og vinnur þar með teikningar, skúlptúra og teiknimynd. Mósaík Verk Steinunnar Þórarinsdóttur verða sýnd í Tveimur hröfnum listhúsi. Sýningin er sögð hugleiðing um hinar síbreytilegu víddir mannsins.  Fjöldi ólíkra myndlistarsýninga á Listahátíð í ár Gloria eftir Antonio Vivaldi, Am- ore mio eftir Julian M. Hewlett og Requiem eftir John Rutter verða flutt á tónleikum í Grafarvogs- kirkju í dag kl. 16. Fram koma Kór Grafarvogskirkju, Kór Fella- og Hólakirkju, Óperukór Mos- fellsbæjar og Vox populi og syngja verkin saman. Stjórnendur kóranna eru Hákon Leifsson, Juli- an M. Hewlett, Arnhildur Val- garðsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Verk Hewlett verður frumflutt á tónleikunum, samið fyrir einsöngvara og mun Kristín R. Sigurðardóttir syngja verkið. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur einsöng í Gloriu og Requiem. Hljómsveit leikur á tónleikunum og konsertmeistari er Auður Hafsteinsdóttir. Miðasala fer fram í anddyri kirkjunnar og er miðaverð kr. 3.500. Amore mio eftir Julian M. Hewlett frum- flutt á tónleikum í Grafarvogskirkju Stjórnendur Hákon Leifsson, Arnhildur Valgarðsdóttir og Julian M. Hewlett eru stjórnendur kóranna en á myndina vantar Hilmar Örn Agnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.